Skírnir - 01.04.1996, Síða 128
122
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
misskipt náðargáfan og fáir eru þeir sem búa yfir hvoru tveggja í
senn, stílsnilld og nákvæmni og heimildarýni sagnfræðinnar"
(1990, 236).
Það kemur því ekki á óvart að íslenskir sagnfræðingar skuli
oftast ræða framsetningu efnis á afmarkaðan og fremur yfir-
borðskenndan hátt. Raunverulegur skilningur á góðri framsetn-
ingu og mikilvægi hennar virðist vera af skornum skammti:
Svo er texti Guðjóns liðlega skrifaður og á fallegu máli. (Helgi Skúli
Kjartansson 1992, 366)
Greinin er líflega og aðgengilega rituð, og tel ég hana bæta bókina.
(Helgi Skúli Kjartansson 1994, 259)
Tök sagnaritaranna ungu og upprennandi á máli og stíl eru yfirleitt
viðunandi. (Bergsteinn Jónsson, 262)
Textinn er aðgengilegur og læsilegur, höfundur er vel ritfær. (Helgi Þor-
láksson 1993, 233)
Margir kaflar eru stórfróðlegir, vel skrifaðir og skemmtilegir aflestrar.
Qón Þ. Þór 1993b, 232)
[Ritið] er í senn ljóst og skemmtilegt aflestrar, mjög fróðlegt. Qón Þ. Þór
1989, 224)
Frásögnin er létt og liðug, [...] höfundur er laginn við að skrifa kíminn
texta og skemmtilegan. (Friðrik G. Olgeirsson, 277)
Bókin er lipurlega skrifuð og fyrir þann sem hefur áhuga á efninu er hún
því skemmtileg aflestrar, jafnvel spennandi á köflum. (Guðmundur Hálf-
danarson 1994, 296)
Bækur Ásgeirs [...] eru vel skrifaðar. (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 288)
Svo mætti lengi telja. Yfirleitt eru ritdómarar þokkalega ánægðir
með framsetninguna ef þeir minnast á hana. Þeir kvarta sjaldan
undan stíl eða framsetningu efnis en þó má finna þess dæmi.
Hreinn Ragnarsson skrifaði til að mynda: „Málfar höfundar er
yfirleitt slétt og fellt. Það er ekki rismikið eða myndauðugt, og
oft virðist svo, sem hinar ströngu fræðilegu kröfur setji orðafari
hans of þröngar skorður" (1987, 274).
Stíl og framsetningu sagnfræðirita er þannig oftast lýst með
fremur almennum og innihaldslitlum orðum. Sjálfsagt helgast það