Skírnir - 01.04.1996, Page 131
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
125
engu að síður hluti af framsetningunni, jafnvel stílbragð höfundar
sé það markvisst notað í þágu lesenda en ekki aðeins látið lúta
rannsókninni. Björn bendir einmitt á að setja eigi lesandann í
öndvegi og allt skuli miðast við hann. En þessi boðorð virðast að-
eins gilda um kennslubækur. Svo vitnað sé til orða Hauks Sig-
urðssonar, þá þarf höfundur kennslubókar að hafa lesendur eða
notendur í huga en ekki höfundur venjulegs sagnfræðirits. Slíkur
höfundur er síður að skrifa fyrir almenning, en „fræðimenn í
sinni grein“ (340)!
Hlutverk framsetningar við miðlun sagnfræðilegrar þekkingar
hefur augljóslega verið vanmetið á Islandi og trúin á vísindalegt
eðli greinarinnar er enn við lýði: „Sagnfræði sem háskólagrein er
vísindagrein,“ segir Sveinbjörn Rafnsson í tímaritinu Nýrri Sögu.
Hún ber öll þau einkenni sem skilgreina vísindi: hún hefur ákveðið svið
eða viðfangsefni, ákveðin markmið eða spurningar að glíma við og sér-
stakar tilteknar aðferðir. I vísindalegri sagnfræði er beitt tæknilegum
aðferðum heimildagagnrýni og unnið í anda hlutlægni [...]. (1990, 87)
Guðmundur Hálfdanarson, sem hefur verið hlynntur fræðilegri
framsetningu sagnfræðilegs efnis, hefur þó viðurkennt nauðsyn
þess að söguritun taki mið af nýjum tímum, „ef hún á ekki að
lokast inni í fílabeinsturnum háskólasagnfræðinnar eða daga uppi
sem svæfandi skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum"
(1992, 337). En varnaðarorð Guðmundar koma fyrir lítið.
íslenskir sagnfræðingar hafa fyrir löngu lokað sig inni í fíla-
beinsturni rannsóknarsagnfræðinnar, á sama hátt og sagnfræðing-
ar annarra þjóða gerðu undir áhrifum vísindahyggjunnar. Aftur á
móti virðast íslendingar vera lengur á leiðinni niður úr sínum
turni en aðrar þjóðir. í þessari könnun á íslenskri sagnfræði hafa í
það minnsta ekki komið fram nein merki um að viðhorf
sagnfræðinga hafi breyst í samræmi við nýjar söguheimspeki-
kenningar. Rannsóknarsagnfræðin er allsráðandi, það viðhorf að
sagnfræðin sé fyrst og fremst fyrir sagnfræðingana sjálfa og hafi
takmörkuðu hlutverki að gegna í samfélaginu. íslenskir sagn-
fræðingar leggja sig almennt ekki fram um að miðla sagnfræðinni
til almennings. Abyrgð fræðigreinarinnar hvílir hins vegar ein-
göngu á þeim sjálfum, þó að freistandi sé að varpa henni yfir á