Skírnir - 01.04.1996, Page 133
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI ?
127
indalega sagnfræðirannsókn fram á skemmtilegan og aðlaðandi
hátt? Sú er í það minnsta skoðun Þórunnar, sem spyr hvort ein-
ræðistími vísindahyggju í heimspekilegum greinum sé ekki lið-
inn:
Hvort frásagnarlist og heildarsýn persónusögu megi ekki aftur upp á
pallborðið? Hvort ekki sé þörf á svari eða gagnverkan, ekki til að upp-
ræta góð viðurkennd vísindaleg gildi, heldur til að hleypa kæti eða hug-
myndaflugi að í fræðum sem eiga að heita heimspekileg? (459)
Þórunn lét ekki sitja við orðin tóm, heldur endurreisti frásögnina
með bók sinni Snorra á Húsafelli.
Bókin er öðrum þræði saga galdraklerksins Snorra Björnsson-
ar á Húsafelli, sem var uppi á átjándu öld, en um leið dregur Þór-
unn upp mynd af samfélagi aldarinnar og drepur á ýmis atriði í
sögu þjóðarinnar. Hún notar meðul skáldskaparins í þágu sagn-
fræðinnar en gætir þess jafnframt að nákvæmni sagnfræðingsins
hafi ætíð yfirhöndina. Með bókinni vildi Þórunn sýna að hægt
væri að stunda alvarlega og trausta fræðimennsku sem höfðaði til
almennings, ekki aðeins innvígðra sagnfræðinga. Reyndar má
leiða rök að því að Snorri á Húsafelli sé á gráa svæðinu á milli
hins hefðbundna sagnfræðirits og heimildaskáldsögunnar, eða
myndi eins konar tengingu á milli þessara flokka bókmennta. Á
Islandi er löng hefð fyrir heimildaskáldsögunni, sem á að nokkru
leyti rætur að rekja til sagnaþáttaritunar, og hefur Magnús
Hauksson (1996) sýnt fram á að margt sé líkt með vinnubrögðum
Þórunnar og gömlu sagnaþáttaritaranna. Hins vegar nálgast Þór-
unn sagnfræðina meir en „aðrir“ heimildaskáldsagnahöfundar.
Áður en bók hennar kom út voru skörp skil hér á landi á milli
hefðbundinna sagnfræðirita annars vegar og heimildaskáldsagna
hins vegar. Björn Th. Björnsson hafði þó bætt tilvísunum inn á
spássíur sögu sinnar Haustskip, en að öllu öðru leyti er bókin í
skáldsagnastíl; Björn er til dæmis ófeiminn við að leggja persón-
um sínum orð í munn. Haustskip er því enn heimildaskáldsaga en
með bók sinni um Snorra hefur Þórunn sagt skilið við þann flokk
bókmennta og reynt við nýja tegund af sagnfræði.
Markmið Þórunnar er að skapa tilfinningu fyrir tímanum sem
hún segir frá, „að gefa almenna mynd af raunveruleika átjándu