Skírnir - 01.04.1996, Síða 134
128
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
aldar frekar en að rannsaka einn sérfræðilegan þátt þeirrar sögu“
(1989a, 460). Þetta er ólíkt hefðbundinni sagnfræði, sem „býr
næstum alveg í heilanum, sjónlaus, lyktarlaus, heyrnarlaus og
ósnertanleg. [...] [Sagnfræðin] lækkar ekki flugið og reynir að sjá
og skynja tímann sem hvarf úr landi“ (460). Hún auðveldar les-
andanum ekki að ímynda sér horfna tíð. Hingað til hefur heim-
ildaskáldsagan ein sinnt því hlutverki.
Aðferðin sem Þórunn beitir til þess að ná markmiði sínu er
óvenjuleg. Hún fylgir hefðbundnum vinnureglum sagnfræðinga
um heimildavinnu en setur efnið fram á nýstárlegan hátt. Hún
sviðsetur fortíðina og er sjálf sögumaður. Persónur eru lífgaðar
við og látnar ganga til starfa í heimahögum sínum. Það sem gerir
Þórunni kleift að sviðsetja atburði fortíðarinnar er umfangsmikil
könnun á tveimur tegundum heimilda: „Annars vegar eru frum-
heimildir sem greina frá því einstaka á vettvangi einstaklingsins.
Hins vegar eru almennar heimildir, um klæðaburð, húsakost,
reglur og lög samfélagsins og hugmyndafræði“ (462). Þessar heim-
ildategundir fléttar Þórunn saman með því að láta almennar
heimildir vitna um hið einstaka (462).
Sagan af skírn Snorra er gott dæmi um þessa heimildanotkun:
„Séra Björn Þórðarson gengur til kirkju með þeim sem ætla að
veita barnunganum guðsifjar, upp tröppur, stingur lykli í skrá og
togar í koparhringinn“ (1986b, 25). A eftir fylgir nánari lýsing á
innviðum guðshússins, sem Þórunn segist aftanmáls sækja í
Skjala- og máldagabók Melakirkju 1397-1851. Skírnarathöfnina
sjálfa finnur Þórunn í „Ein Almenneleg Handbook“, sem prestar
þessa tíma áttu að fylgja:
Prestur hellir volgu vatninu í skírnarfat af messing, og yfirsetukonan vef-
ur utan af Snorra. 1 handbók prests segir að börnin skuli með öllu nakin
vera ef þau eru ósjúk, en vatnið skal varmt ef kalt er í kirkju. Hann
minnir vottana þrjá á mikilvægi skírnarinnar, spyr um nafn barnsins og
mælir við dagsgamlan Snorra: „Far út héðan, þú óhreini andi, og gef rúm
helgum anda.“ (25-26)
Þessi heimildaflétta höfundar er helsta einkenni sögunnar af
Snorra en verkið er margslungið og í því eru mörg blæbrigði frá-
sagnarlistarinnar. Sagnfræðingurinn Þórunn gætir þess hins vegar