Skírnir - 01.04.1996, Page 142
136
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
of nálægur, jafnvel yfirþyrmandi. [...] Þórunn hjúfrar fortíðina að sér og
lyftir lesanda á kné sér um leið, í þeim tilgangi að þau hittist og skilji
hvort annað. Þetta verður til þess að höfundur yfirgnæfir söguna, talar
ekki um heldur talar. Hann verður aðalpersónan, en fortíðin fer fyrir lít-
ið. (104)
Þegar Már hefur lýst vanþóknun á þessu nána sambandi höfund-
ar, lesanda og fortíðar, sem Þórunn reynir að skapa, er ekki furða
þó að margt í bókinni sé honum lítt að skapi. Nálægðin er einmitt
grundvöllur Snorra á Húsafelli og lykilatriði í þeirri viðleitni
Þórunnar að skrifa auðskynjanlega og lifandi sögu.
Má finnst að vináttusamband höfundar og lesanda í sameigin-
legri vegferð á vit fortíðar eigi ekki heima í sagnfræði. Lesandinn
verði einungis líkastur barni sem nýtur leiðsagnar höfundarins.
Höfundur standi þannig ekki í raunverulegum samræðum við
lesandann, heldur hafi vit fyrir honum. Már telur að Þórunn geri
þannig lítið úr vitsmunum lesenda. Sjálfur segir hann þó síðar að
söguleg nútíð höfundar hindri „skilning á fortíðinni sem liðinni
tíð, einhverju sem er lokið. Fortíðin verður að samtíð lesandans
eða að örlögum mannkyns í eilífum tíma“ (104). Er Már ekki að
gera lítið úr vitsmunum lesandans hér ef hann treystir honum
ekki til þess að skilja sjálfur á milli fortíðar og nútíðar? Þá þykir
Má ámælisvert að Þórunn „hefur ákveðið að taka aldrei beinar
tilvitnanir úr heimildum, að fráskildum kveðskap séra Snorra“
(104). Þetta beri vott um einræði höfundar í túlkun á fortíðinni,
því að textinn verði „eintal höfundar yfir lesanda“ (105). Már vill
að „eigin orð liðinna alda“ fái að njóta sín og tala ótrufluð til les-
andans. Tilvitnanir Þórunnar í ljóð séra Snorra telur hann hins
vegar einskis virði sökum þess að ítarlegar skýringar vanti (107).
Um það stílbragð Þórunnar að nota orðafar átjándu aldar segir
hann síðan: „Það gerir aðeins illt verra að stöðugt er verið að
sletta dönskuskotinni íslensku frá 18. öld, svona líkt og í þykjust-
unni í staðinn fyrir orðréttar tilvitnanir" (107).
Már stígur skrefið til fulls í samanburði sínum á sagnfræði
Þórunnar og rannsóknarsagnfræðinni, sem hann virðist aðhyllast,
þegar hann hafnar notkun sviðsetninga í bókinni. Þegar Þórunn
setur samskipti Snorra og ömmu hans á svið og lætur þess jafn-
framt getið aftanmáls að það sé tilbúningur, heimtar Már skýringu