Skírnir - 01.04.1996, Page 143
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
137
á þessu athæfi en svarar sjálfum sér þannig: „Líklega á tilbúning-
urinn að vekja með lesanda skynjun á lífi Snorra, en ímyndunar-
aflið fer út í öfgar“ (106, leturbreyting hér). Sjálfur gefur hann
enga skýringu á því hvernig eða hvers vegna honum finnst
ímyndunaraflið ganga út í öfgar. Það sama er uppi á teningnum
þegar Már talar um skáldlegar lýsingar Þórunnar. Hann viður-
kennir að markmiðið sé göfugt, að glæða hjá lesendum tilfinningu
fyrir fortíðinni, en hann dregur hins vegar í efa „að skáldskapar-
ívaf sé rétta meðalið“ (105). Miðað við merkingarþrunginn texta
hefðbundinna fræðirita þykir honum lítið til skáldlegra tilþrifa
koma, því að skáldlegar setningar segi „ekki neitt“.
Setningar sem geta sagt mikið í skáldskap verða hjákátlegar í sagnfræði:
„Undiralda er í vitundinni og gangan slær ólgunni takt.“ (40) I sagn-
fræðiriti kemur ekki til greina að svona setning varpi ljósi á nokkurn hlut
vegna þess að hún er helber uppspuni. Höfundur veit ekki hætishót um
þetta og lesandi getur ekki treyst orðum hans. (105-106, leturbreyting
hér)
Hér má heyra óm af þeirri sannfæringu að í sagnfræðiriti eigi allt
að lúta svarinu við rannsóknarspurningunni sem höfundur setur
fram. Þar á ekkert að vera sem ekki þjónar ríkum tilgangi í rök-
færslunni. En þessi neikvæða afstaða Más til skáldskapar í sagn-
fræði fellur einnig vel að þeirri skoðun hans að það sem „ein-
kennir sagnfræði og aðrar fræðigreinar andspænis skáldskap er að
í umfjöllun verður ávallt að vera ljóst hver mörkin eru, hver stað-
an er hverju sinni: sumt vitum við fyrir víst, annað vitum við
kannski eða næstum því“ (1992, 444). Má þykir augljóslega sem
Þórunn virði ekki þessi mörk, þar sem „lesandi getur ekki treyst
orðum“ hennar (106). Þó fagnar hann því síðar þegar Þórunn
sleppir sinni venjulegu varkárni og leyfir sér augnabliks kæru-
leysi: „Þegar sá gállinn er á henni tekst henni best til“ (108).
Að sama skapi er það eitur í beinum Más þegar Þórunn notar
innlifun til lýsinga og túlkunar. Með henni segir Már að hún
skjóti sér undan skyldum sagnfræðingsins, vegna þess að inn-
lifunin „kemur í veg fyrir að Þórunn velti fyrir sér heild eða sam-
hengi“ (106-107). Það er að sjálfsögðu fyrsta borðorð hins grein-
andi sagnfræðings (eða rannsóknarsagnfræðings); gallinn er sá að