Skírnir - 01.04.1996, Page 153
SKÍRNIR
ÍSLENSKA RÖDDIN
147
háðu áður en þau voru sameinuð og trúardeilur íslendinga
vestanhafs, fyrst milli fylgismanna séra Jóns Bjarnasonar og séra
Páls Þorlákssonar, og síðar milli mótmælenda og únítara. Ein af-
drifaríkasta afleiðing þessarar tvíhyggju meðal íslensku innflytj-
endanna er þó, að hans mati, mótsagnakennd tilhneiging þeirra til
að varðveita íslenska menningararfleifð en keppast um leið við að
laga sig að kanadískri menningu og siðum. Matthiasson hefur
þess vegna kallað íslensku Kanadamennina „aðhæft þjóðarbrot".
Honum þykir þessi séríslenska þversögn skýra hvers vegna ís-
lenskum Kanadamönnum hafi tekist að vera í senn Islendingar -
þjóðarbrot með sína eigin menningu - og aðhæfðir Kanadamenn,
en sem slíkir hafa þeir komist til hárra metorða. Þessu er á annan
veg farið með mörg önnur þjóðarbrot í Kanada, sem hafa ýmist
týnt sérkennum sínum eða einangrast af því þau leituðust við að
halda í gamlar hefðir.
Þegar litið er á þróun íslensk-kanadískra bókmennta kemur
mótsögnin, sem felst í aðlögun að kanadískri menningu og varð-
veislu hinnar íslensku, glöggt í ljós. I elstu skjölum innflytjend-
anna má greina ríka þörf fyrir að skapa goðsagnir um reynsluna
af því að rífa sig upp með rótum og skjóta rótum í nýjum heim-
kynnum, sem skýrir hve mikilvirkir þeir voru á bókmenntasvið-
inu á þessum tíma. Gróskumikil bókmenntaflóra meðal innflytj-
enda er reyndar ekki óþekkt (Kirshenblatt-Gimblett 1976). Það
sem vekur hins vegar sérstaka athygli varðandi bókmenntasköp-
un Islendinganna er að höfundar jafnt sem lesendur drógu
stöðugt og meðvitað upp hliðstæður milli sagnaritunar á Nýja Is-
landi og á Islandi miðalda.3 Þessi ótrúlega gróska í bókmennta-
3 í skrifum íslensku innflytjendanna kemur fram dæmafár áhugi á þessari end-
ursköpun bókmenntalegrar fortíðar. Það er til dæmis mikið rætt um nauðsyn
þess að rita nýja Landnámabók og skapa nýjar íslendingasögur og eru nýút-
gefin verk gjarnan skoðuð og metin í því ljósi. Þannig skrifar Stephan G.
Stephansson til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar eftir að hafa lesið skáldsögu
þess síðarnefnda, Eirík Hansson: „Hann [þ.e. bókin] er Landnáma Vestur-
íslendinga [...]“ (1938-1939 I: 116). Þessi áhugi kemur einnig fram hjá síðari
tíma höfundum, til dæmis í bók Kristjönu Gunnars, Settlement Poems 1:
„verð að skrifa dagbók / með vættum og hreistruðum fjöðurstaf / skrifa land-
námabók / á leiðinni til kingston" (1980: 13).