Skírnir - 01.04.1996, Page 155
SKÍRNIR
ÍSLENSKA RÖDDIN
149
alveg öruggur um sig. Þess er ekki einungis krafist að hann búi sér
nýtt heimili, heldur þarf hann að endurskilgreina bæði sjálfan sig
og gömul gildi, sem eru hvorki sjálfgefin lengur né styðjast þau
við sögulegar forsendur, fordæmi forfeðra, goðsagnir eða kenni-
leiti. Þessi gildi þarf að laga að heimi sem er landnemanum
framandi. Christer Mossberg, sem er sérfróður um norrænar inn-
flytjendabókmenntir, skýrir hlutverk landnemabókmennta svo:
Fyrstu skáldsögurnar og frásagnirnar gegna gjarnan jöfnum höndum
hlutverki ferðasögu, ferðahandbókar, árbókar bóndans og kennslubókar
í sjálfsbjörg í nýjum heimkynnum. Skáldverkin voru í raun verkfæri til
að miðla þekkingu. Landnemarnir lásu þau til að afla sér upplýsinga um
hvernig þeir ættu að bregðast við nýjum heimkynnum. Bókmenntirnar
endursköpuðu sameiginlega reynslu. Af þessum sökum veittu þessar
skáldsögur ómetanlegan styrk, hagnýtan sem sálrænan, því þær fjölluðu
um reynslu landnemans, þar var hún áréttuð og staðfest. (1976: 113)
I vestur-íslenskum bókmenntum má jafnan sjá ríka vitund um
hið félagslega og sálfræðilega hlutverk skálda. Það er sérstaklega
eftirtektarvert að þó að Islands sé sárt saknað í sumum verkunum
bregðast margir vestur-íslenskir rithöfundar strax í upphafi við
þörf innflytjendanna fyrir að skjóta rótum í nýja landinu, í sál-
rænum jafnt sem menningarlegum skilningi. Það verður megin-
viðfangsefni þeirra. Hin konunglega nefnd um tvítyngi og
tvímenningu staðfesti þetta árið 1969 þegar hún ályktaði um hin
nánu tengsl vestur-íslenskra bókmennta við Kanada (204). Á
sama tíma má greina mikinn áhuga á að varðveita íslenska menn-
ingararfinn í Kanada. Þó að íslenskir höfundar ætli verkum sínum
greinilega að stuðla að samruna þessara menningarheima reyna
þeir einnig að skapa íslenska menningararfinum rými í kanadískri
samtíð.
Það kemur ekki á óvart að vestur-íslenskir höfundar skyldu
nýta sér íslensku fornsögurnar óspart í skrifum sínum. Fornsög-
urnar voru lifandi tengiliður við sögu íslands auk þess að vera
skáldleg endursköpun á reynslu landnemanna. Kirsten Wolf
(1991) hefur sýnt í rannsókn sinni á hetjum forníslenskra og
vestur-íslenskra bókmennta hvernig rithöfundarnir vinsuðu úr