Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 156
150
DAISY L. NEIJMANN
SKÍRNIR
þau atriði bókmenntasögunnar sem áttu best við þeirra eigin að-
stæður:
Hetjan gegnir hlutverki brúar milli menningararfsins og þeirrar nýju
menningar sem er að fæðast í framandi heimkynnum. Hún er fulltrúi
viðtekinna gilda og veitir þannig öryggistilfinningu sem á rætur að rekja
til fornrar hefðar en á vel við á nýjum stað og öðrum tíma. Vissulega er
rómantískur þráður í þessum verkum sem gerir sitt til að móta hetjuna,
en að baki rómantíkinni hlýtur að búa kjarni sem endurspeglar sjálfs-
myndina, raunverulega eða ímyndaða, og er þannig til marks um menn-
ingarlega þörf. Bókmenntirnar og hetjur þeirra umfaðma því bæði missi
og endurnýjun þegar þeim er beitt til að þýða helstu dyggðir fortíðar-
innar yfir í nýtt menningarsamhengi. (442-43)
Finna má fjölmörg dærni um þess konar notkun á íslenskum
fornbókmenntum í sögum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-
1945) og Þorsteins Þ. Þorsteinssonar (1879-1955), en einnig í
verkum Guðrúnar H. Finnsdóttur (1884-1946), þar sem hið
kvenlega sjónarhorn, sem er allsráðandi í sögum hennar, er oft
tengt konum úr sögu Islands. Kvenhetjur Guðrúnar eru flestar
fulltrúar kvenraddarinnar í mannkynssögunni eða hinna dyggð-
um prýddu kvenna fornsagnanna. í sögum hennar er gjarnan
roskin sagnaþula sem miðlar vísdómi, reynslu og öðrum fróðleik
til komandi kynslóða og stuðlar þannig að varðveislu fortíðar og
mótun framtíðar. Þær persónur sem spretta úr fornsagnahefðinni
eru sterkar, sjálfstæðar og stoltar, heiðarlegar og tryggar. Þær eru
jafnan óþreytandi við að Stappa stálinu í sitt heimafólk, en það er
ómetanlegur eiginleiki þegar búa þarf um sig í nýjum heimkynn-
um. Við getum tekið söguna „Traustir máttarviðir" sem dæmi. í
henni segir eiginmaðurinn við konu sína, þar sem þau horfa á
nánast fullþroskað kornið eyðileggjast í þrumuveðri:
Þú hefir sterka hönd, Þórhildur, það er lífskraftur í henni, það hefi ég
lengi vitað. Eg var einu sinni næstum því dauður, en hin hlýja hönd þín
slepti mér ekki [. . .]. Eg greip í þetta strá, það var hönd þín og það afl,
sem kallaði mig til baka, til lífsins, varst þú. (1946: 33-34)
Ekki þarf að einskorða dæmin við laust mál. í mörgum ljóða
Stephans G. Stephanssonar (1853-1927) eru vísanir í íslenska