Skírnir - 01.04.1996, Síða 159
SKÍRNIR
ÍSLENSKA RÖDDIN
153
Jóhann Magnús mælir ekki aðeins fyrir munn innflytjenda frá
Evrópu. A meðal hinna stoltu innflytjenda í sögum hans má finna
gyðinga („Gyðingurinn gangandi“ 1910), Sýrlendinga (Aron
Hassan í „Farandsalanum“ 1910), inúíta („Karl litli" 1935), indí-
ána og kynblandaða indíána (/ Rauðárdalnum 1914-1922). I
tveimur ævintýranna í Gimsteinaborginni er fjallað um það kyn-
þáttamisrétti sem gyðingar og indíánar voru beittir. Er það gagn-
rýnt harðlega og sýnt fram á að það sé byggt á fordómum einum
(„Mannvinur" og „Ættarfylgjan").8 Að þessu leyti var Jóhann
Magnús langt á undan engilsaxneskum samtímahöfundum, en
þeir voru fullir tortryggni og yfirlætis í garð „útlendinga“, sér í
lagi ef þeir voru af öðrum kynþætti.9
Sambærileg sjónarmið er að finna í sögum Guðrúnar H.
Finnsdóttur, þó að þau séu vanalega sett fram á fágaðri hátt, eins
og hennar var vandi. Hún tengir togstreituna fremur persónum
en kynþáttum og þjóðarbrotum eins og Jóhann Magnús gérði.
Söguhetjur hennar eru ekki eins glæstar heldur dregnar raunsærri
dráttum. Skáldskapur hennar er líka innhverfati. Það kann að
stafa að hluta til af því að Guðrún skrifar verk sín seinna en
Jóhann Magnús, þegar önnur kynslóð Islendinga í Kanada var að
vaxa úr grasi og finna sér lífsförunauta af öðrum þjóðarbrotum,
þannig að mörkin milli „útlendinga" og Kanadamanna voru
óljósari og huglægari. Guðrún lýsir sorginni sem felst í þessu ferli
á eftirminnilegan hátt þegar hún lætur roskinn innflytjanda horfa
á leifar gömlu menningarinnar deyja til að hin nýjá geti fæðst:
Ævilaun útlendingsins eru oftast rýr, og ávalt hin sömu: Horium er gefið
land, að vísu, en hann gefur í staðinn ævina, heilsuna og alla Starfskraft-
ana. Já, landið tekur hann sjálfan, líkama og sál, og börnin hans í þúsund
liðu. (1946: 205)
8 Ævintýrasafnið Gimsteinaborgin er ekki aðeins áhugavért dæmi um þá fjöl-
þjóðlegu mynd sem Jóhann Magnús gerði sér af Kanada, heldur sýnir líka
hvernig hann reyndi að skapa íslensk-kanadískar þjóðsögur með því að planta
íslenskum þjóðsagnaminnum á kanadísku sléttunum. í skáldsögunni / Rauð-
árdalnum kemur hann íslendingunum fyrir í kanadískum goðsögnum.
9 Sjá til dæmis The Foreigner (1909) eftir Ralph Connor.