Skírnir - 01.04.1996, Page 166
160
DAISY L. NEIJMANN
SKÍRNIR
uppruna (íslenskan) og arfleifð. „The Cave“ er til dæmis voveif-
leg frásögn af ægivaldi forfeðra og forlagahyggju. Hin tvískipta
smásaga „The Man from Snæfellsness" fjallar um erfiðleika þá og
sorg sem uppruninn getur valdið. Ketill, langafi sögumanns, var
hreppsómagi sem var sendur til Kanada.15 Langafabarn hans hef-
ur erft beiskjuna í garð alls sem íslenskt er. Þegar sögumaðurinn
fær upphringingu frá Islandi þar sem honum er boðið að heim-
sækja land forfeðra sinna hefst erfitt ferðalag nokkrar kynslóðir
aftur í tímann. Þarf Kanadamaðurinn, sem er aðeins að hluta til af
íslensku bergi brotinn, að fást við andúð og sárar minningar um
höfnun:
„Þú ert ekki Islendingur.“
„Víst.“
„Mamma mín segir að þú sért það ekki. Hún segir að að mamma þín
sé utlander.“
„Það er ekki satt. Það er ekki satt,“ öskraði ég á móti, en það var ekki
til neins. Hinir átu það upp. Utlander. Útlendingur, utangarðsmaður,
ekki úr okkar hópi. Það er ekki til enskt orð yfir það. Ekki æskilegur,
kannski. (124)
En hafi sögumaðurinn ekki verið nógu íslenskur til að vera
gjaldgengur í Islendingasamfélaginu var hann sannarlega of ís-
lenskur fyrir ensk-kanadíska kennarann sinn:
„Hvað sagðirðu? Hvað kallaðirðu þá?“
Og ég hvíslaði: „Hestur.“ Svo hafði langafi minn alltaf kallað hestinn
með hvítu blesunni á enninu.
„Hvað var ég búin að segja við þig? Hvers konar orð er það? Sýndu
mér hvað hestur er. Líttu á þessa mynd hérna. Hvað er þetta? Svona,
láttu heyra í þér. Ég heyri ekki hvað þú ert að tauta.“
„Hestur.“ Orðið var sem hárfínn þráður, svo fyrirferðarlítið var það.
„Ég held nú síður,“ æpti hún. „Þetta er horse. Horse, bjáninn þinn.
Krakkar, hérna er horse, og fyrir framan myndina af honum stendur
bjáni. Réttu fram höndina!" Hún tók um úlnliðinn á mér og dró mig að
borðinu, reiddi ólina til höggs. (129)
Sögumaður kemst þó að því að ferðin til íslands og aftur í sárs-
aukafulla fortíð gefur honum einnig færi á að gera upp sakir og
sættast við sjálfan sig.
15 Langafi Valgardsons, Ketill Valgarðsson, kom til Kanada árið 1878.