Skírnir - 01.04.1996, Page 173
SKÍRNIR
ÍSLENSKA RÖDDIN
167
Kristjana Gunnars er ekki ein um að hafa bent á neikvæð áhrif
fjölmenningarstefnunnar. Arnason og Valgardson hafa gert það
líka. I The Icelanders skrifar Arnason: „Það er af þessum ástæð-
um sem ég er á móti síbyljunni um þjóðarbrot, um aðskilnað, um
að sundra landinu og steypa í glötun [...]“ (116). Valgardson hef-
ur einnig miklar áhyggjur af þeirri hættu á aðskilnaði sem
kanadíska mósaikmyndin felur í sér. I sögu hans „The Man from
Snæfellsness" og í viðtali Judith Miller við hann í bókinni Other
Solitudes (1990: 133-40) kemur glöggt fram hve margir rúmast
ekki í mósaikmyndinni vegna þess eins að þeir tilheyra ekki nein-
um sérstökum hópi. Utilokun er fylgifiskur mósaikmyndarinnar
þótt slíkri reynslu sé oft lítill gaumur gefinn. I augum Valgard-
sons er barátta fyrir samþættingu, fremur en tilhneiging til að-
skilnaðar, hin eina sanna kanadíska reynsla:
Ef maður tilheyrir mjög samheldnu þjóðarbroti, ef maður er ekki 100
prósent hreinn erfðafræðilega, er maður á varðbergi: það er kanadísk
reynsla. Það er auðvitað afar erfitt að verða Kanadamaður og erfiðast
fyrir þá sem koma fyrstir yfir landamærin. [...] Þær skelfilegu sálarkvalir
sem það olli mér að vera hvorki hreinn Islendingur né hreinn Iri hrjá mig
ekki lengur. Það hefði verið mun auðveldara ef foreldrar mínir hefðu
báðir verið annaðhvort írskir eða íslenskir. Þegar maður tilheyrir tveim-
ur samfélögum er vissum þroska þröngvað upp á mann og maður er
neyddur til að glíma við sitt af hverju sem aðrir þurfa ekki að glíma við.
Slíkur þroski er ekki tekinn út með sitjandi sældinni, en það er hluti af
kanadískri reynslu. (Miller 1990: 137-39)
Menn eins og Valgardson og Arnason telja það blessun
fremur en bölvun að vera kanadískur, það er að vera samþættur.
Kristjana Gunnars, sem er innflytjandi utan íslensk-kanadíska
samfélagsins, hefur einnig stefnt að samþættingu í verkum sínum,
eins og áður gat. Sú hugmynd að halda einstökum þjóðarflísum í
mósaikmyndinni aðskildum getur einungis hugnast þeim sem
aldrei hafa þurft að takast á við útilokun og félagslega firringu.
Viðfangsefni íslensk-kanadísku samtímahöfundanna Valgard-
sons, Arnasons og Kristjönu Gunnars, svo og margra vestur-
íslenskra höfunda frá landnámstímanum, sýna að hugmyndir um
varðveislu og aðlögun hafa þróast mjög í Kanada. Það var að
stórum hluta sambreiskja þessara andstæðu afla sem gerði Islend-