Skírnir - 01.04.1996, Page 180
174
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
af eðlisávísun í ferli sem endurtekur sig sífellt. Mannheimur er
hins vegar opinn í þeim skilningi að hann er í stöðugri mótun,
þótt hann takmarkist bæði af merkingarinnviðum tungumálsins
og þeim tilvistarkjörum sem menn búa hvarvetna við: Þeir fæðast,
elska, vinna og deyja.
Allt ber hér að sama brunni: Maðurinn er söguleg vera. Þetta
sjáum við bæði með því að horfa yfir vegferð mannsins, mann-
kynssöguna, og með því að horfa í eigin barm og skoða lífssögu
hvers okkar fyrir sig. Við erum aldrei einberir þolendur aðstæðna
og atburða heldur virkir gerendur í eigin lífi. I þeim skilningi
erum við dæmd til frelsis, eins og Sartre orðaði það, dæmd til
þess að bregðast við aðstæðum okkar og þar með að gefa þeim
merkingu og mikilvægi. Hver einasti maður býr við aðstæður
sem hann hefur ekki sjálfur kosið og ráðast af erfðum, uppeldi og
umhverfi. Það breytir því ekki að hann verður að bregðast við
þeim og bera ábyrgð á þeim viðbrögðum. Þetta er reyndar hugs-
unin í ábyrgðarhugtakinu á mörgum tungumálum. Frelsið felst í
möguleikanum á því að gefa sjálfur svar við þeirri spurningu sem
aðstæður manns vekja. Þetta er fjarri því að segja að menn geti
gert það sem þeir vilja, því að yfirleitt erum við í valþröng; val-
kostunum er þröngvað upp á okkur og við ráðum því ekki hverj-
ir þeir eru, en samt getum við ekki umflúið frelsið.
En frelsið er líka staðreynd í þeim skilningi að félagslegir lífs-
hættir okkar gera ráð fyrir því að maðurinn sé frjáls. Þetta á jafnt
við um athafnir eins og samninga, loforð og stefnumót, sem og
við stofnanir á borð við lög og réttarkerfi. Maðurinn er sífellt
dreginn til ábyrgðar fyrir athafnir sínar og verður að vera reiðu-
búinn að standa reikningsskil gerða sinna. Þetta er líklega for-
senda þess að mannlegt samfélag geti þrifizt. Frá því sjónarhorni
gefst í rauninni ekkert ráðrúm til að svara hvort maðurinn sé nú
áreiðanlega frjáls og ábyrgur gjörða sinna; við göngum einfald-
lega útfrá því og það virkar. Þetta eru því eiginlega verkleg rök
fyrir frelsi mannsins. Eða hafið þið reynt að gera ykkur í hugar-
lund samfélag sem tæki ekki mið af frelsi manna og ábyrgð?
Raunar má segja að sú hefð að draga menn til ábyrgðar, hin blóði
drifna saga réttarkerfis og refsinga, hafi beint þróun mannsins í