Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1996, Page 199

Skírnir - 01.04.1996, Page 199
SKÍRNIR SAMRÁÐ, VIRÐING, VELFERÐ 193 - en það sé sú siðferðiskrafa sem heilbrigðisþjónustu beri að lúta (12). Mikla hótfyndni þyrfti til að andmæla áherslu Vilhjálms á þessa kröfu. Það var Diljá í Vefaranum mikla frá Kasmír sem minnti okkur á að „al- vara einnar sálar er alvara allrar tilverunnar"; léttúð og virðingarleysi frammi fyrir alvöru slíkrar sálar setur óafmáanlegan blett á starf hvers heilbrigðisstarfsmanns. En í hverju felst virðing fyrir annarri manneskju? Vilhjálmur greinir tvo meginþætti hennar: annars vegar sé virðing fyrir sjálfrœði einstaklingsins og dómgreind, að tekið sé mark á verðmætamati hans og sjónarhorni á lífið, hvert sem það er, enda sé persóna hans „í þeim fólgin". Hinn þátturinn sé svo að bera umhyggju fyrir velferð per- sónunnar sem í hlut á. Saman myndi þessir tveir þættir „siðferðilega hagsmuni“ okkar sem einstaklinga (19-20). Mér virðast rök Vilhjálms fyrir þessari tvískiptingu hagsmuna, sem byggist að nokkru á hugmyndum úr heimspeki Kants, fremur völt. For- senda hans er sú að auk þess að tryggja fólki ákveðna „mannhelgi“ (sbr. „landhelgi"), rými þar sem sjálfræði þess er virt skilyrðislaust, þá hljót- um við „einnig að bera umhyggju fyrir velferð annarra" (20). Það er orð- ið „einnig" sem ég hnýt hér um. Helgast ekki gildi mann-helginnar (griðasvæðisins) af því að hún eykur velferð þeirra sem hennar njóta? Getur hún haft eitthvert annað gildi en það? Helstu siðapostular sög- unnar, allt frá Guði almáttugum til Johns Stuart Mill, hafa fært að því sannfærandi rök að sjálfræði til syndar kunni að vera betra en nauðung til nytsemdar:5 Forsenda siðferðilegrar ábyrgðar og þroska sé sú að ein- staklingar hafi svigrúm til að taka ákvarðanir um ýmis þau mál er næst þeim standa, án íhlutunar annarra, jafnvel þótt þær ákvarðanir reynist á endanum rangar, enda verði mönnum eigin víti fremur að varnaði en annarra. Slíkt frelsi (þar á meðal til að skjátlast) þjóni þannig á endanum heildarhagsmunum þeirra. Það að hefja sjálfræðið á stall, óháð velferð, er því undarlegra sem Vilhjálmur teflir oftar og betur fram frelsisreglu Mills sér til fulltingis; en hún kveður einmitt á um rækt við sjálfræði einstak- lingsins að svo miklu leyti sem það stuðli í raun að langtíma farsæld hans, því sem Mill kallaði „nytsemi í víðustu merkingu".6 Ég skil hina ágætu greinargerð Vilhjálms fyrir þagnarskyldunni, sem fyrr var nefnd, einmitt svo að hann sé að vega og meta, í anda Mills er hann kallar til vitnis (82), hvenær sú velferð sem þagnarskyldan tryggir vegi þyngra en hin sem hún dregur úr - og öfugt. Ástæða þess að Vilhjálmur neitar að leggja velferð okkar og hags- muni að jöfnu, þ.e. hafnar því að líta á rækt við sjálfræði einstaklingsins 5 Sjá t.d. frekari rökstuðning þessa £ „Frelsi og nytsemd" og „Hvað er alhliða þroski?“ í ritgerðasafni mínu, Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992). 6 Frelsið, þýðendur Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason (Reykja- vík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1970), bls. 47.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.