Skírnir - 01.04.1996, Page 202
196
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
taki sjálfur ákvörðun um meðferð sé þannig í raun nægilegt skilyrði þess
að hún sé siðlega réttmæt. Vilhjálmur málar þessi viðhorf nokkuð sterk-
um litum, eins og vera ber, þó að fáir hafi kannski haldið þeim til streitu
í ýtrustu myndum. Vandinn er hins vegar sá að samráðsviðhorf hans er
naumast sambærilegt við þessar öfgamyndir; í fyrra lagi vegna þess að
það kveður ekki á um nægilegt skilyrði réttrar ákvörðunar, heldur ein-
göngu nauðsynlegt, og í síðara lagi vegna þess að hófsamur sjálfræðis-
sinni gæti til að mynda haldið því fram að vissulega væri samráð hollt og
nauðsynlegt; það væri ekki fyrr en ljóst væri að ágreiningur héldist þrátt
fyrir undangengið samráð sem krafan um endanlegt úrskurðarvald sjúk-
lingsins sjálfs kæmi til sögu.12 Það er því alls ekki nógu ljóst í hvaða
skilningi unnt er að líta á samráðsviðhorf Vilhjálms sem keppinaut hinna
tveggja.
En er samráð endilega nauðsynlegt skilyrði þess að sjúklingi sé auð-
sýnd virðing? Benda má á að ekkert minna virðingarleysi sé í því fólgið
að þvinga sjúkling til samræðna um efni sem hann vill ekki tala um en að
neita honum um samræður um efni sem hann vill tala um. Vilhjálmur
getur raunar sjálfur athugunar sem sýnir að meira en 60% sjúklinga vilja
sem minnst vita fyrirfram af læknisaðgerð sem þeir eiga að gangast undir
(135). I framhaldi af því segir hann:
Sé það ótvíræður vilji sjúklings að hafna upplýsingum og engin brýn
ástæða er fyrir því að hann öðlist þá vitneskju, er rétt að virða vilja
hans. Það breytir ekki því að alla jafna er hollt fyrir báða aðila að
sjúklingurinn sé reiðubúinn að taka ábyrgan þátt í sinni meðferð og
til að svo megi verða er upplýsing hans nauðsynleg. (135)
Vilhjálmur telur að sjúklingar séu yfirleitt færir um að skilja og meta
þá meðferðarkosti sem í boði eru (95). Hann bendir að vísu réttilega á að
ekki þurfi að gera kröfu um fullan skilning þeirra heldur aðeins
fullnœgjandi til þess að þeir geti tekið skynsamlega ákvörðun (132). Því
miður hygg ég að um visst ofmat sé samt að ræða; sálrænn, ef ekki lík-
amlegur, lamasess sjúklinga, tæknivæðing nútíma læknismeðferðar og
aðstaða á sjúkrastofnunum er oft þess eðlis að sjúklingar eru hvorki farir
um né kjósa (sjá fyrrnefnda athugun) að setja upp hrókaræður um kosti
sína. Þeir vilja einatt, með réttu, að fagmaðurinn taki af skarið. Svo satt
sem það er að „samtal er sorgar léttir“ og að „sá fær löngum greiðust
svör sem glöggast spyr“ þá virðist mér hitt jafnsatt að sjúklingum sé
stundum mest virðing sýnd með því að knýja þá ekki til samráðs: um-
ræðna sem koma við kviku þeirra og geta reynst þeim ofviða. „Upplýst
12 Hófsamur forræðissinni gæti svo haldið hinu sama fram, að breyttu breyt-
anda.