Skírnir - 01.04.1996, Side 203
SKÍRNIR
SAMRÁÐ, VIRÐING, VELFERÐ
197
samþykki“, tískuhugsjón nútímans, er oft - við raunverulegar aðstæður
á spítölum - ekki annað en innantómt vígorð, helgileikur án helgi.13
Karl Popper gerði sem kunnugt er greinarmun á „rökfræði uppgötv-
ana“ og „rökfræði réttlætingar“ við mat á vísindatilgátum: I sjálfu sér
skipti ekki máli hvernig slíkar tilgátur kvikni (við agaðar samræður vís-
indamanna eða uppljómun í sturtubaði) heldur hvernig reynt sé á þolrif
þeirra eftir að þær eru komnar fram. Eg vil ekki ganga svo langt að segja
Vilhjálm rugla saman uppgötvun og réttlætingu, en ég hef reynt að leiða
að því nokkur rök hér að framan að jafnmikilvægt og samráð heilbrigð-
isstarfsfólks og sjúklinga sé, þegar slíks er kostur, þá skipti þó að lokum
öllu máli að ákvörðunin um meðferð sé siðlega og læknisfræðilega rétt.
Slík ákvörðun er rétt ef hún stuðlar að varanlegri heildarvelferð sjúk-
lings, þar á meðal reisn hans sem persónu. Látum farveginn þar ekki
skyggja á innihaldið, hismið á kjarnann.
III
Alkunna er að af öllum stundum er sú sælust þegar maður sofnar þreytt-
ur. Sannmæli er og að í vissum tilvikum, eftir miklar þrautir afstaðnar,
kemur fólki fátt betur í lífinu en að skilja við það. Því er eðlilegt að
líknardráp beri á góma í umfjöllun um siðfræði heilbrigðisstétta. I bók
Vilhjálms skipar þetta kunna álitamál verðugan sess; en umræða hans um
það er, aldrei þessu vant, sérkennileg blanda af blindu og skyggni.
Skyggni, segi ég, vegna þess að hann sneiðir fimlega hjá helstu farartálm-
um sem varnað hafa siðfræðingum vegar að efninu; blindu, vegna þess að
hann fer samt á endanum villur vega í afstöðu sinni, eftir því sem ég fæ
best séð.
Vilhjálmur stingur upp á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu líkn-
ardráp:
Það er líknardráp ef maður veldur dauða annars eða lætur hjá líða að
bjarga lífi hans, vegna þess að dauðinn er hinum deyjandi manni fyrir
beztu og stríðir ekki gegn vilja hans. (189)
13 Þetta er reynsla margra sjúklinga. Ég leyfi mér hér, sem dæmi, að vitna í
einkabréf frá vini mínum: „Ég hef bara einu sinni legið á spítala. Fyrst fór ég í
rannsókn og seinna um daginn kom skurðlæknir og vildi ræða við mig um
hvað gera skyldi og fá ,upplýst samþykki' mitt. Hann stakk upp á því að skera
mig upp daginn eftir. Ég var á einhverjum bannsettum lyfjum og heyrði rödd
læknisins úr fjarlægð. Tungan var dofin í kjaftinum á mér og mér fannst hún
tvöföld á þykkt. Eg gat tæpast annað gert en samþykkja allt sem læknirinn
stakk upp á. Þótt ég hefði verið sæmilega með ráði og rænu hefði ég tæpast
haft nein tök á að meta hversu skynsamleg ráð læknisins voru.“