Skírnir - 01.04.1996, Side 205
SKÍRNIR
SAMRÁÐ, VIRÐING, VELFERÐ
199
Vilhjálmur telur hins vegar að óbeint líknardráp geti verið siðlega rétt-
lætanlegt í mörgum tilfellum, enda uppfylli það skilyrði skilgreiningar-
innar hér að framan um að vera sjúklingnum fyrir bestu og í samræmi
við vilja hans.
Áður en lengra er haldið er skynsamlegt að hyggja að sannri
dæmisögu. Árið 1992 var læknir að nafni Nigel Cox fundinn sekur um
morð á einum sjúklinga sinna, Lillian Boyes, á hjúkrunarheimili fyrir
aldraða í Bretlandi. Lillian þessi hafði lengi verið illa haldin af liðagigt
sem á lokastigum hélst í hendur við blóðeitrun og innvortis blæðingar.
Gamla konan var sárþjáð; og það gilti einu hversu miklu af kvalastillandi
lyfjum var dælt í hana, hún bar ekki af sér. Slíkt ónæmi, jafnvel gegn
morfíni, er sjaldgæft en þó þekkt. Sjúklingurinn þrábað lækninn að
binda enda á dauðastríð sitt, enda ljóst að hverju stefndi, en hann færðist
undan því lengi vel af sið- og lagalegum ástæðum, þó að ekki væri nein-
um vafa undirorpið að Lillian hefði óskerta dómgreind og vildi raun-
verulega fá hvíldina. Að lokum gat hann þó ekki fengið af sér að horfa
lengur upp á hið kvalafulla sjúkdómsstríð og svæfði gömlu konuna svefn-
inum langa með viðeigandi sprautu.
Hér var að sjálfsögðu um beint líknardráp að ræða, enda Cox sak-
felldur samkvæmt ríkjandi lögum - og fordæmdur siðferðilega af mörg-
um starfsbræðrum sínum. Ef hundur eða hross hefði átt í hlut hefði hann
hins vegar brotið gegn dýraverndunarlögum með því að lina ekki þján-
ingar hins sjúka. Sú spurning hlýtur að vakna hví „hundrað og ellefta
meðferð á skepnum“, sem Ólafur Kárason nam af mestri samviskusemi,
á síður að gilda um menn. Ber það að minnsta kosti ekki jafnríkan vott
um „grimt og guðlaust hjarta" að neita að taka af skarið, veslum til viln-
aðar, þegar persónur - manneskjur - eiga í hlut? Það dæmist á andstæð-
inga beins líknardráps að svara slíkum spurningum; og það hafa þeir gert
með ýmsum rökum, þó flestum harla ósannfærandi að mínum dómi og
raunar Vilhjálms einnig. Endanleg afstaða hans til málsins er því kynlegri
en ella. Þar sem miklu máli skiptir hér um hvað við Vilhjálmur erum
sammála er rétt að skoða nokkrar þessara hefðbundnu röksemda áður en
við hyggjum betur að málstað Vilhjálms sjálfs:
a) Éf við heimilum beint líknardráp að ósk sjúklings í einhverjum til-
vikum lendum við í „hálli brekku" þar sem ekkert veitir okkur lengur
hald. Á endanum breytast spítalar í sjálfsmorðsþjónustu- og sláturhús.
Þetta eru furðu veik rök, enda beitir Vilhjálmur þeim ekki. I Hollandi,
þar sem ríkjandi er frjálslyndasta löggjöf í hinum vestræna heimi um
líknardráp, gilda strangar og ákveðnar reglur um hvenær beint líknar-
dráp sé heimilað. Forsendurnar eru: Ólæknandi sjúkdómur, óbærilegt
ástand sjúklings,15 endurtekin ósk um dauða borin upp af fúsum og
15 Sumir vilja binda slíkt „óbærilegt ástand“ við líkamlega þjáningu. Hæpið er
þó að útiloka langvarandi sálræna kvöl. Þeirri viðteknu mótbáru að úr hinu