Skírnir - 01.04.1996, Side 209
SKÍRNIR
SAMRÁÐ, VIRÐING, VELFERÐ
203
Hér blandast saman ýmis sjónarmið og má þó frá einu senn segja.
Fyrir hið fyrsta er ég efins um muninn á gæða- og griðarétti. Ástæðan er
sú, eins og ég hef rakið ítarlega á öðrum stað, að skil taumhalds- og
verknaðarskyldna, sem liggja eiga þessum mun til grundvallar, standast
ekki nákvæma skoðun. Annaðhvort er það öldungis handahófskennt
hvort aðstæðum er lýst þannig að þær gefi tilefni til verknaðar- eða
taumhaldsskyldu - ellegar þá að munurinn er hinn sami og á athöfn og
athafnaleysi.22 En hinum síðarnefnda hafna flestir siðfræðingar, þar á
meðal Vilhjálmur, sem siðlega marktækum (sjá b-lið).
Hvað varðar starfsskyldur heilbrigðisstétta hef ég þrennt fram að
færa. I fyrsta lagi er gagnrýnislaus ívitnun í þær ekki annað en
argumentum ad, verecundiam, sem Vilhjálmur gerir sig þó ekki sekan
um. Hitt er annað mál að hann gerir „stöðubundnum viðmiðunum", þar
á meðal siðareglum starfsstétta, fullhátt undir höfði, að mínum dómi,
með því að setja þær á sama stall og mat á almennum siðferðisverðmæt-
um og einstökum aðstæðum (54). Slíkar viðmiðanir eða starfsreglur geta
naumast haft neitt sjálfstætt gildi; sé þeim fylgt er það vegna þess að þær
eru siðlega réttar - þær eru ekki nauðsynlega réttar einungis vegna þess
að þeim er fylgt. I þriðja lagi má benda á að jafnvel þótt starfsskyldur
lækna fönguðu einhvern stéttbundinn sannleik, sem ekki yrði leiddur af
neinum almennum siðferðilegum sannindum, þá er ekkijaar með sagt að
þær hlytu að kveða á um bann við beinu líknardrápi. Eg hef til dæmis
nýlega lesið lærða og langa ritgerð þar sem færð eru fyrir því skilmerki-
leg rök, eftir því sem ég fæ best séð, að slíkt dráp stangist alls ekki óhjá-
kvæmilega á við „fagleg heilindi“ læknastéttarinnar.23
Þó að Vilhjálmur varist villur annarra hrökkva rök hans sjálfs ekki til
að fylla í skjaldarskörðin. Spurningin sem jafnan lætur að sér kveða er í
hvers þágu bann við beinu líknardrápi sé, þegar fólk á borð við Lillian
Boyes á í hlut. Er það í þágu sjúklingsins, þegar bannið „hefur í för með
sér fullkomna vanvirðu á einlægum og ígrunduðum vilja sjálfráða mann-
eskju“ (101), svo að vitnað sé í orð Vilhjálms úr öðru samhengi? Varla.
Er það í þágu samfélagsins vegna þess að heimild til beinna líknardrápa
græfi undan trausti á heilbrigðisþjónustu og byði heim misferli (198)?
Reynslan frá Hollandi bendir ekki til að svo sé. Er það í þágu læknanna
sem ekki mega virða vilja sjúklingsins? Ef til vill þeirra sem vilja firra sig
ábyrgð, og ekki setja kusk á eigin hvítflibba, en varla hinna sem nokkur
ærlegur blóðdropi er í.
fræga sögu af hermönnum sem skutu félaga sinn, er var fastur í sæti í alelda
bíl, til bana að hans eigin ósk áður en logarnir náðu til hans.
22 Sjá „Af tvennu illu“. Orð mín tengjast einnig rökum úr öðrum hluta hér að
framan gegn því að skilja í sundur velferð og sjálfræði.
23 F. G. Miller og H. Brody, „Professional Integrity and Physician-Assisted
Death“, Hastings Center Report 25/3 (1995).