Skírnir - 01.04.1996, Page 212
206
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Ekki veit ég hvað til er í kenningum um kynbundna siðferðiskennd.
Á mælikvarða þeirra teldist siðfræði Vilhjálms Árnasonar að minnsta
kosti vart nema „kvensterk", því að hann eyðir drjúgu púðri í að niðra
hugmyndum reglu-sinna (eins og ég kýs að kalla þá hér) um „tæknilegar
rökfærslur og nytjareikning" (218). Sérstaklega vegur hann að þeirri
hugmynd að siðfræði heilbrigðisstétta felist í því að „heimfæra" ein-
hverja siðfræðikenningu eða -kenningar á úrlausnarefni í heilbrigðis-
þjónustu: að „beita“ almennum (fræðilegum) sannindum á tilteknar
(verklegar) aðstæður. Að dómi Vilhjálms blindar slík afstaða hugskot
okkar fyrir þýðingu siðferðilegrar dómgreindar er þiggi styrk sinn af
„auganu“, tilfinningunni, fyrir hinum einstöku kringumstæðum. Oftrú á
fræðikenningar sé þar vís með að villa okkur sýn á aðstæðurnar í stað
þess „að lýsa þær upp eins og markmiðið er“ (47-49).
Hefðbundin rök reglusinna í siðfræði ganga út á að þegar komið sé, í
hita leiksins, að ákvörðun um siðferðilegan vanda sé brýnt að hafa hlið-
sjón af almennri siðferðiskenningu sem þegar hafi verið yfirveguð og
samþykkt. Utilokað sé að taka ákvörðun um hvað gera beri við tilteknar
aðstæður nema í ljósi einhverrar almennrar reglu um hvað rétt sé og
rangt. Liggi slík forskrift ekki fyrir í huga gerandans verði ákvörðun
hans, þegar á hólminn er komið, annaðhvort fullkomlega handahófs-
kennd eða byggð á reglu sem gripið er til, íhugunarlaust, vegna þess að
ráðrúm skortir til yfirvegunar. Reglusinninn myndi bæta því við að
„innsæi“ sé eitthvert algengasta mýrarljós sem siðfræðingar og hvunn-
dagsfólk elti, eins og fjölmörg dæmi sanni, og dómgreindin til lítils, ein
og sér, nema hún hafi einhverjar skýrar forsendur að styðjast við.
Vilhjálmur er málefnalegri og víðsýnni en svo að hann daufheyrist
við jafnsterkum rökum. Þvert á móti viðurkennir hann að öfgakennd að-
stæðusiðfræði, sem ekki taki tillit til lögmála og verðmæta, sé jafnslæmur
kostur og búraleg reglu-einsýni. Mat á hinu almenna og einstaka verði að
haldast í hendur. Þetta kemur bæði fram í bók Vilhjálms (49) og í skyn-
samlegri blaðagrein háns um siðferði í stjórnmálum þar sem hann
hnykkir á því að á vettvangi stjórnmálanna eigi „almennar siðareglur að
vera dómgreindinni stöðug áminning og leiðarljós".30 En hví er Vilhjálmi
þá svo uppsigað við talsmenn altækra siðferðiskenninga, ekki hvað síst af
nytjastefnukyni? Ein ástæðan kann að vera sú að hann einblíni um of á
hina frumstæðustu þeirra. Hann tekur þannig Peter Singer einatt sem
dæmi um nytjaspeking; mann sem komið hefur meira óorði á nytjastefn-
una en drykkjumennirnir á brennivínið. Rétt er að sumt af því sem
Singer segir, til að mynda um breytni okkar gagnvart vansköpuðum ný-
burum, hefur vakið óhug (218); en það hefur að minni hyggju fremur
gert það þrátt fyrir að Singer þykist veifa nytjarökum en vegna þess.
30 „Dómgreind og siðareglur", Lesbók Morgunblaðsins, 6. maí (1995).