Skírnir - 01.04.1996, Side 218
212
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
einsog í þessari tvíbentu mynd úr ljóðinu „Wallstreet Journal spáir
þurrkum“ en þar birtast lesanda að óvörum „fáeinar vofur / með flökt-
andi höfuð á tali“ (s. 33).
Ámóta samruni skriðnunar og töfraraunsæis kemur einnig fram í
ljóðinu „það brennur" þarsem „hugmyndarisinn [...] sýgur ösku í andlit
sitt / sýgur sjálfan sig upp í fjúk“ (s. 57). Með marxískri túlkun á þessari
mynd væri lögð aðaláhersla á firringuna sem lögmál um tengsl einstak-
lingsins við heiminn og jafnvel gefið í skyn að kapítalísk innræting væri
að eyða sjálfsveru mannsins. Um leið væri bent á manninn sem bæði af-
urð og verkfæri kapítalískra samfélagshátta, eða einsog segir síðar í ljóð-
inu: „menn súpa úr flöskum / flöskur úr mönnum // menn leggja járn /
járn leggur menn“ (s. 57). I ljóðinu „hangið utan í lífi“ eru þessi tengsl
ennfremur sett upp sem „veruleikatott" þegar mælandinn fær sér smók,
tekur ákvörðun, hættir við hana, en segir síðan: „svona totta ég veruleik-
ann / og hann mig“ (s. 18).3
Samtímis þessari marxísku samfélagssýn fer einnig fram gagnrýni á
vestræna rökvísi, einkum með því að risinn/maðurinn „sýgur sjálfan sig
upp ífjúk“ (leturbr. mín). Við þetta víkur fastmótuð sjálfsmynd en getur
breyst í nánast hvað sem vera skal. Á svipaðan hátt brýtur texti bókar-
innar upp lokaða rökvísi frumspekinnar með því m.a. að leiða almennt
hjá sér firringuna sem slíka en benda þess í stað á að sjálf, sjálfsmynd og
sjálfsvera bera ekki í sér yfirskilvitlegan kjarna eða eðli, heldur séu þessir
þættir skáldskapur. I vestrænni frumspekihefð hlýtur sjálfsveran hins
vegar heildstæðni sína ef til vill fyrst og fremst af nafngiftinni einstak-
lingur, þ.e. af þeirri staðreynd að hefðin hneppir einstaklinginn, sjálfsvit-
undina, veru hans, í tiltekin orð sem ætlað er að höndla hann allan. Þessa
hugmynd gagnrýndi Nietzsche mjög á síðustu öld, m.a. í umræðu sinni
um þann hæfileika sagnarinnar „wollen“ (að vilja) að geta haldið saman
ólíkum hvötum, hugsunum og viljum í samloðandi heild sem þó er
hvergi að finna nema í orðinu sjálfu (sjá Nietzsche 1994, 3107-108).
f umræddu ljóði (og víðar í bókinni) víkur merking sjálfs og sjálfs-
veru undan svo að hægt er að tala um dreifingu eða missáningu sjálfsver-
unnar. Hugtakið „missáning“ er frá Derrida en hjá honum tekur það
aðallega til dreifingar og undanfærslu merkingar. Orðið tekur hann úr
orðræðu grasafræði þarsem það er notað um dreifingu fræja og sáð-
korna. Með missáningarhugtakinu ítrekar Derrida að merking verður til
bæði fyrir tilviljun og eftir reglu, en um leið býr í því afbygging á sifjum
3 í Zombíljóðum er þessi mynd af sambandi manns við heim gagnrýnd verulega
og bent á mun meiri víxlverkun - tengslin eru sífellt að mótast þótt enn sé
einnig gefið til kynna að heimurinn gleypi manninn: „Til að byrja með / fær
maðurinn sér viskí / og svo fær viskíið sér viskí / en þar á eftir / fær viskíið sér
mann“ (s. 84).