Skírnir - 01.04.1996, Síða 219
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
213
milli Guðs og merkingar þarsem algert rof verður milli uppsprettu
(Guðs) og afsprengis (merkingar, texta, tungumáls og, með smávægilegri
útvíkkun, menningar og samfélags).4
Með An fjaðra (1989) verða þau hvörf í skáldskap Sigfúsar að trúin á
yfirskilvitlegt táknmið lætur mjög undan. Tungumálið er áfram notað
sem miðill, en gagnsæi þess er ekki bara hafnað heldur er því beitt til að
grafa undan eigin samfellu, einkum með því að ögra setningafræðilegum
lögmálum en einnig með knöppu myndmáli. Gott dæmi er sjötta ljóð
bálksins „Stefnumót“ þarsem hugsanir og minningar sækja á mælandann
sem reynir án árangurs að viðhalda samfellu hugsunar og máls en sú
spenna og togstreita leiðir hann út í frumspeki og flóknar myndir. I bók-
inni eru orðin sjálf einnig oft látin merkja annað en hefð segir til um og
er því víða vafasamt að tala um merkinguna með greini svo mjög sem
hún breytist og hverfist eða skreppur undan í lestrinum.
Sjálft útlit ljóðanna tekur beinan þátt í þessari (undan)færslu merk-
ingarinnar. í bálkunum „Stefnumót" (s. 52-63) og „Fylgjur“ (s. 80-88)
hlykkjast textinn t.d. áfram í (skipulegum) inndráttum, sundurklipptur
af þankastrikum, líkt og hugsunin eigi sér hvorki fastan upphafspunkt né
afmarkaðan áfangastað heldur renni
með eða án tengsla út frá mörgum
miðjum samtímis. Svipuð undan-
færsla birtist einnig í ljóðinu „A
sveig“ þarsem hugsunin virðist líða
frá tveimur drekkingarmyndum út í
vangaveltur um myrkur sem styðjast
mjög við andstæðurnar Ijós - myrkur
og sjón - blinda. Þessar hugleiðingar
draga um leið upp þá mynd að and-
stæður séu tál, enda er kippt undan
þeim þeirri stoð hefðarinnar að þær
útiloki hvor aðra, sem og virðingar-
stöðu þess fyrra (Ijóss og sjónar).
Virðast báðir hlutar andstæðupar-
anna hér jafngildir því þótt þeir séu
ólíkir fá hvorki mál né sjón brúað
bilin á milli þeirra, sem eru einmitt
„óbrúanleg / en afar greiðfær / í
blindu“. Hér þarf með öðrum orðum
að fara aðrar leiðir en hina sjónrænu
til að komast yfir þetta bil, t.d. leið
afbyggingar sem hafnar slíkum
A sveig
að hugsa sig á kaf
sandsund út í grátt
snjósundið alhvítt
berjandi
svo í hraglanda
í mási og stunum
í strjálingi þeirra
sem hér hafa orðið úti
- myrkur er bara
bilið milli bæjanna -
en út frá því
leggja sig til
önnur bil ólýsanleg
óbrúanleg
en afar greiðfær
í blindu (An fjaðra, s. 91)
4 Sjá bók Derrida Dissemination (einkum 3. hluta, „La coupure", og t.d. for-
mála þýðanda að O/ Grammatology (Spivak, s. lxv.)