Skírnir - 01.04.1996, Side 220
214
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
tvenndarandstæðum og hugsar andstæður þvert á móti sem tvær hliðar
þess sama.
Magnaða tvíbendni er einnig að finna í táknmyndinni „orðið“ í
miðju ljóðsins, sem getur samkvæmt venju verið bæði sögnin „að verða"
í lýsingarhætti þátíðar og nafnorðið „orð“ með greini. Þessar tvær gagn-
ólíku merkingar orðmyndarinnar árétta hæfileika tungumálsins til að
taka á sig mynd guðlegs sannleika og grafa um leið undan slíkri mynd og
því valdi sem hún ljær málinu. Jafnframt geta þankastrikin gefið til
kynna að einhverjir taki til máls inni í miðri lýsingu, þ.e. að hérna úti í
snjó og sandi hafi einhverjir „orðið“. Setningin innan þankastrikanna
gæti einnig komið frá kór sem tónar þessa fullyrðingu: „myrkrið er bara
/ bilið milli bæjanna". Hún gæti líka verið tal annars kórs drauga og
afturgangna (þeirra sem hafa orðið úti) sem tala inni (eða úti) í
myrkrinu.5 I þriðja lagi gæti setningin verið tal ljóðmælanda sjálfs, eins
konar innskot, eða bil, í hugsanaflæði hans, og borið þannig táknbúning
endanlegs sannleika. Einnig er athyglisvert hvernig þetta bil/innskot
verður að bili í ljóðinu og leggur til viss hvörf þannig að beggja vegna er
sem andstæðar hugsanir ráði, á undan er barátta og togstreita, en á eftir
ríkir nokkurs konar sátt sem þó brýtur gegn hefðbundinni heildstæðni.6
Torræðni ljóðanna í An fjaðra virkar þó stundum nokkuð vafasöm
og jafnvel fráhrindandi. Einsog viðtökur bókarinnar sýna er vel hugsan-
legt að lesandinn leggi ekki á sig eða orki jafnvel ekki að leita leiða í því
völundarhúsi merkingarinnar sem þar birtist. Til dæmis segir Jón Stef-
ánsson um ljóðabálka bókarinnar að þeir séu „lokaður og harðlæstur
skáldskapur fyrir mér og af einhverjum ástæðum hef ég ekki mikla löng-
un til að reyna ljúka [svo] honum upp“ (1993, s. 91). Sem dæmi um þessa
erfiðleika má nefna ljóðið „Leikið um loforð“ þarsem rætt er um trúna á
heildstæðni og samhengi lífsins, en andstæða trúarinnar fær þar allt að
því óskiljanlegan búning: „hverfandi / ómögulegur yndisleiki / andstæðu
þeirra / og þvíumlíkt“ (s. 42). Mælandi ljóðsins er sér meðvitaður um
óræðni orðanna enda lýsir hann vanmætti sínum frammi fyrir þessum að-
stæðum jafnt sem margræðni tungumálsins með því að ummynda fornt
orðtak svo að trúleysið og vanmátturinn „vafðist um tungu og tönn“.
Lesanda er hér nánast meinuð innganga í ferli merkingarinnar; ekki af
því að merkingin færist beinlínis undan, heldur veitir ljóðið honum því
5 Ámóta margröddun er að finna í orðalaginu að „leggja sig til“ sem getur
merkt a.m.k. að leggja fram, framleiða, og veita nábjargir. Þau bil sem þannig
„leggja sig til“ minna mjög á missáningu hjá Derrida, þarsem virðingarröð og
sifjar leysast upp.
6 Á þennan hátt minnir setningin á kenningu þýska bókmenntafræðingsins
Theodors Adorno um „brot“, þ.e. að í hverju Ijóði brotni merkingin vegna
togstreitu tveggja (eða fleiri) merkingarlaga. Orðið „brot“ er þýðing Helgu
Kress (1981).