Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 222
216
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
konuna sem er „eftir bókinni", þ.e. samkvæmt þeim karlveldishugmynd-
um sem Nietzsche festist oft í þegar hann talaði um konur, einkum sem
falsara, svikara og tælendur (enda er eitt helsta tákn þeirra í textum hans
slæðan, blæjan, der Schleier - fyrir Nietzsche eru konur þó oft mæður
líka, en sjaldnast mannverur á sömu forsendum og karlar). Loks er stutt
erindi sem gæti verið beint úr textum Nietzsches um hlutverk gleymsku
og minnis í að skrifa og skapa sögu og sjálf, þ.e. að heildstæðni byggist
ekki síst á því að gleyma hinu óþægilega og því sem vinnur gegn heild-
stæðninni, en muna það sem styður hana og heimsmynd hennar. Mæl-
andinn minnir hér nokkuð á Nietzsche sjálfan og aðra helgimyndabrjóta
sem, einsog segir í 15. Zombíljóði, ekki kunna „þá miklu list að gleyma"
(s. 24). Auk þess sem drepið er á þessi tengsl gleymsku við bæði eyðingu
og sköpun á nokkrum stöðum í bókinni, er ítrekað vísað í umræðu
Nietzsches um nauðsyn þess að brjóta niður þann heim/sannleika sem
við búum í og búum okkur endalaust til.
Vísanir í aðrar hefðir einsog hippabyltinguna og rokkmenningu síð-
ustu áratuga, eða íslenskar bókmenntir almennt, spila einnig mjög saman
innan ljóðanna. Má í því sambandi geta fjölmargra vísana í ljóð Megasar8
svo og afbyggingu textanna á frægum orðum Einars Benediktssonar í
„Einræðum Starkaðar": „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.91 Zombíljóð-
unum nær síðan töfraraunsæið að líkum lengst þarsem persóna og saga
Zombís, sem og öll efnistök, byggja á því lögmáli að gera veruleikann
framandi og það framandi raunverulegt. Á einu plani textans er enda
ekkert sjálfsagðara en að mælandi fari ofan í gröf, fremji þar særingar og
galdra svo að lík vaknar til lífs og fer á stjá með honum þartil líkami fer
aftur í gröf. í þeirri frásögn riðlast hefðbundin lögmál frásagnarlistar og
gæti svo virst sem líkið spegli sundraða sjálfsveru mælandans með þeim
afleiðingum að jafnvel sjálft speglunarferlið splundrist (líkt og gerist
einnig í smásögu argentínska rithöfundarins Jorges Luis Borges, „Fánu
speglanna“ sem Sigfús þýddi á íslensku í Blekspeglinum (1992, s. 60)).
Þótt hér sé ekki ætlunin að fjalla ítarlega um nýjustu bók Sigfúsar,
Speglabúð í bænum, sýnist mér að þar haldi hann áfram að blanda saman
heimspeki, samfélagsrýni og ljóðrænu í kveðskap sem nær því stundum
að verða magnþrungnari en fyrr og jafnframt berorðari. I fyrsta ljóðinu
gengur hann t.d. af gáska til atlögu við Soren Kierkegaard og spottar
8 Dæmi eru tileinkunin við „Fylgjur" íAnfjaðra um að „löng séu þau lík / sem
ekki sér fyrir endann á / Megas“ (s. 80), svo og leikur með „bölóð“ Megasar:
„slakt böl ef batnar / þá birtist verra“ (Ánfjaðra, s. 44) og „bölið / þá hægt að
batna“ (Zombíljóðin, s. 78).
9 Þessi samræða birtist t.d. í ljóðlínunum: „aðgát er fín / í fjarveru manna“ (An
fjaðra, s. 88) og „forakta svo þá / fornkveðnu aðgát sem / ávallt skal höfð / í
nærveru hlutanna" fZombíljóðin, s. 25).