Skírnir - 01.04.1996, Side 223
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
217
hann fyrir það að taka ekki mark á neinni hugsun nema hún hafi sprottið
fram á göngu. Á nokkrum stöðum er rætt um áhrif bókmennta og lista á
sjálfsveru mannsins með beinni hætti en áður. Hér má nefna upphafslín-
ur ljóðsins „Skilyrði á svörtu“: „... og vaninn að brosa við bókum, / við
vinum sem vildu mun betur en gátu“ (s. 43), og ekki síður þessi orð mæl-
anda í ljóðinu „Exit from Broadway": „jú við höfum líka allir hist áður
og það í fleiri en einni bók og úti kannast ég jafnvel betur við mig úr
bíó“ (s. 13). I tengslum við þessa umræðu finn ég í Speglabúðinni sterkan
enduróm úr fyrri bókum skáldsins. Þannig kallast t.d. „Ástarljóð fyrir
vana“ (s. 42) mjög á við ljóðin íAnfjaðra. I titli bókarinnar er enn vísað í
speglaminnið sem einnig er algengt í smásögum Borgesar. Þessi vísun er
hins vegar einkar slóttugur spírall því Borges skrifar í sterkum tengslum
við bandarískar og evrópskar bókmenntir, þar á meðal íslenskar mið-
aldabókmenntir (sjá t.d. baksíðu Blekspegilsins). Oll þessi áhrif mótast
síðan í tengslum við suðurTameríska menningu og bókmenntir, bæði í
textum Borgesar og ekki síður textum Sigfúsar. Með slíkum slóttugheit-
um leggja ljóðin í Speglabúðinni heimspekina kannski af meiri festu en
áður í farveg þeirrar ómþýðu ljóðrænu sem gagnrýnendur hafa hampað í
verkum Sigfúsar til þessa.
Að sýna og segja
Á níunda áratugnum einkenndist íslensk ljóðagerð mjög af formtilraun-
um. Helsti forgöngumaður þeirra var án efa Gyrðir Elíasson, sem í bók-
um sínum tvíbreitt svigrúm (1984) og einskonar höfuð/lausn (1985) lét
formhefðir og heildstæðni máls og mynda nær alveg fyrir róða. I þessum
tilraunum bar bæði á konkretljóðum (þarsem ytri mynd ljóðsins á prenti
er látin spegla einn eða fleiri þætti í efni þess) og tilbrigðum við þau (t.d.
að láta stafi í orðum ganga upp eða niður). Má hér benda á ljóðin „f“ og
„vi“ í síðarnefndu bókinni, sem og á titil hennar, en þar er „höfuðlausn“
haft í tveimur línum þannig að „höfuð“ er laust frá og skáhallt fyrir ofan
„lausn“. I síðari bókum Gyrðis er að mestu horfið frá þessari tegund til-
rauna, og spenna gjarnan sköpuð með óvæntum tengingum, andstæðum
milli málstíls og myndmáls, óvæntum línuskiptum, ellegar margföldum
innskotum nýrra og nýrra mynda. Sem dæmi má nefna tvö ljóð úr bók
hans bakvið maríuglerið (einnig frá 1985), „klippa úr fóbíusafninu“ og
„bréf frá einmana", en í því síðarnefnda miðla „heilar“ og rökréttar setn-
ingar órökréttum og sundurbrotnum myndum svo að hrollur fer um les-
andann.
Einsog ég hef þegar gefið í skyn gerir Sigfús ekki tilraunir af sama
tagi og Gyrðir. Þrátt fyrir ýmsar efasemdir um miðlunarhæfi tungumáls-
ins beitir Sigfús málinu markvisst þannig að orðin sjálf og röð þeirra,
fremur en ytri mynd ljóðanna, bendi á heimspekilegt samspil hugsunar