Skírnir - 01.04.1996, Page 224
218
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
og framsetningar.10 Munur þessara skálda lýtur ekki síður að því hvernig
þeir setja fram hugmyndir sínar en þar ræður mestu ólík afstaða í kveð-
skap þeirra til fagurfræði og tengsla bókmennta og heimspeki. Hér mætti
bera saman ljóðin „einusinni var“ í bakvið maríuglerið eftir Gyrði og
„Cro-Magnon mennirnir koma“ í bók Sigfúsar An fjaðra. Bæði ljóðin
fjalla um útdauðar tegundir og virðast vera hugleiðingar um hugsanlegar
lokastundir þessara tegunda; hjá Gyrði er rætt um risaeðlur en hjá Sig-
fúsi um Neanderdalsmanninn. Endir ljóðanna er athyglisverður sakir
þess áhrifaríka myndmáls sem beitt er til að kalla fram óhugnað enda-
lokanna. Bæði ljóðin tefla fram persónum sem hugsa í þverstæðum, en
hugsunaraðferðirnar draga fram skýran mun á þessum skáldum: Gyrðir
sýnir myndir sem lesandi þarf að hugsa upp samhengi fyrir en Sigfús set-
ur fram heimspekilegar fullyrðingar sem benda á tiltölulega röklegt sam-
hengi sem þó verður ekki endanlegt.
Gyrðir:
Sigfús:
[hún] uppgötvaði að hún var/
einsömul
áður en óminnið skall á henni sá
hún vænglausan himinninn [svo] /
rúllast upp
og náði að hugsa um notalega heita
efjuna að morgunlagi.
allan þann dag
hafði hann veður af æti
og nærri almyrkt orðið
þegar hann tók eftir því
að sá
sem fer síðastur sinna
varpar engum skugga á hjarnið
(s. 17)
Sigfús lætur persónu sína draga röklega ályktun af aðstæðum og setja
ályktunina fram í búningi þversagnar, í mynd sem brýtur rökleg lög, eða
öllu heldur í alhæfingu sem á sér aðeins einstaklingsbundna forsendu:
skuggaleysi einstaklingsins í myrkrinu jafngildir dauða tegundarinnar.* 11
Persónan í ljóði Gyrðis dregur ekki ályktun heldur hugsar upp mynd
sem stendur þvert á þær myndhverfingar sem ljóðið annars dregur upp.
10 Hér má þó benda á hlykkina í bók Sigfúsar, An fjaðra, sem ég ræddi um fyrr,
og sundurklippingu með innskotssetningum og þankastrikum. I þessu er sem
ljóð Sigfúsar brjóti upp skilgreiningu á konkretljóðum, því þessir hlykkir geta
vitanlega speglað tiltekið - eða óljóst - hugarástand eða hugsanagang.
11 I þessu dæmi kemur vandinn við lestur An fjaðra vel fram: það þarf hreina
rökgreiningu til að finna jafngildi milli einstaklings og tegundar. Hér er á ferð
ævagömul myndhverfing þarsem myrkur, sólar- og ljósleysi, er gert að jafn-
gildi dauða, lífleysis. Lokalínur ljóðsins sýna einnig að með þessari, eða
annarri, túlkun er myndin ekki útrædd, heldur aðeins opnuð fyrir enn frekari
túlkun. I því liggur ekki síst galdur Sigfúsar.