Skírnir - 01.04.1996, Page 230
224
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
hinna blökku verkamanna sem strita á ekrum Haiti séu Zombíar.17 Lýs-
ing sú sem hér fer á eftir er dæmigerð: hvítur ferðalangur fær upplýsing-
ar frá hvítum plantekrueiganda um „þessi frumstæðu afrísku trúar-
brögð“ (Louderer, s. 257) með það fyrir augum að „nálgast og skilja ein-
falda sál negrans" (sami, s. 268):
Papaloi-inn getur vakið upp frá dauðum. Hann blæs lífi í líkin, sem
rísa upp og hegða sér sem lifandi menn. Þessar verur eru að eilífu
bundnar vilja meistara sinna. Þær eru kallaðar „Zombíar" [...]. Áttaðu
þig á því að margir verkamannanna á sykurekrunum eru einungis
sálarlausir líkamar, sem hafa verið lífgaðir við með göldrum og þræla
nú fyrir húsbændur sína. Mörgum sinnum hef ég séð svarta andana
fljúga á brott yfir höfði mér. (sami, s. 262)18
Jón Hallur Stefánsson (1992) kallar hugmyndina að notkun Zombís
snilld en þegar hann kveður okkur þekkja Zombía „úr hryllingsmynd-
um“ færir hann fyrirbærið skrefi lengra frá ætlaðri uppsprettu og nær
sviði menningariðnaðarins. I þessari tilfærslu verður til sú mynd af
Zombí að hann sé sendur út af örkinni til óhæfuverka, algerlega fjar-
stýrður af húsbónda sínum. Saman við þessa æxlun hugmyndarinnar um
Zombí blandar Sigfús síðan fornu minni um mann sem setur sig í stöðu
guðs með því að skapa mann í sinni mynd.191 textanum er beinlínis vísað
til slíkrar stöðu, til dæmis þegar mælandinn er að „nostra við [s]itt“ (s.
10) en það orðalag kallast á við lýsingu hans síðar í bókinni á sköpunar-
starfi smáguðanna til forna þegar hver þeirra „dundaði að sínu“ (s. 58).
Ofugt við skrímslið í Frankenstein eftir Mary Shelley snýst sköpunar-
verkið í Zombíljóðunum ekki gegn skapara sínum og að líkum drepur
það hann ekki, en engu að síður mistekst sköpunin að því leyti að
Zombíinn virðist vitundarlaus líkami, rétt einsog hinn „upprunalegi“
Zombí á Haiti: hann svjrar hvorki né sér, og heyrir jafnvel ekki. Það er
e.t.v. þessi eiginleiki Zömbís sem fær Örn Ólafsson til að tala um „heila-
leysingja" í ritdómi sínum um bókina (1993), enda virðist mælandinn
neyddur til að tala, hugsa og framkvæma fyrir þetta hugarfóstur sitt.
17 Einsog sumir hafa bent á er hins vegar vafasamt að nota Zombía sem þræla því
slík „lík“ geta tæplega unnið minnsta viðvik án algerrar stjórnunar og eftirlits
annarra (sjá Lawless, bls. 25). Af sömu ástæðum eru þeir óhæfir sem fjarstýrð
verkfæri til óhæfuverka.
18 Allar þýðingar í þessari grein eru mínar.
19 Utfrá þessu minni má í frásögnum af Zombíum greina birtingarmynd þeirra
fordóma hvítra sem gera fólk af afrískum uppruna að afsprengi djöfulsins.
Zombísögur virka þá sem viðvaranir: ef blakkir reyna að setja sig í stöðu Guðs
endar það með skelfingu.