Skírnir - 01.04.1996, Page 232
226
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
svikulasta tákn / þessa heims“ (s. 89). Hjá mælanda fylgir þessu uppbroti
stundum vanmáttug reiði sem einnig brýst fram sem dauðakennd. Sú
kennd liggur oft á mörkum hrollvekjunnar, þarsem saman koma líkam-
legar myndir og eins konar stigveldi dauðans. Líkami Zombís er stund-
um blóði drifinn, við sjáum inn fyrir húð og hold, hol blasa við í höfði
og jafnvel göng í gegnum það (s. 88). Brjóstholið er „hvíandi“ (s. 18),
ellegar yfir því nýtt skinn (s. 68). I misgenginu ryðst líka fram flókin
umræða um spegla, þannig að mælandi speglar sig í Zombí (14) og er
sjálfur spegill í Zombí (89), og virðist hann jafnvel spegla sig í sjálfum
sér. Auk þess segir mælandi að Zombí vilji vera spegilbrjótur (s. 27) og
helgimyndabrjótur (s. 27 og 83). Sem sköpunarverk mælanda er Zombí
þannig aðferð til að splundra sjálfi, sjálfsmynd og jafnvel heimsmynd
mælandans, sem og þeirri andstæðuhugsun sem dregur skörp skil milli
lífs og dauða, og gerir lífið æðra dauðanum. Sú mynd sem lesandi þóttist
hafa af sköpunarferlinu riðlast við þetta og spurningar vakna um hver
vekur upp hvern í upphafi, í hvorn sé blásið lífi, hvort hér sé frekar um
eins konar umpólun að ræða, þannig að líf og dauði skiptist á að ríkja en
ríki aldrei algerlega. Líkið sem virðist vakið upp er þá ekki lengur for-
takslaust Zombí, heldur gæti það allt eins verið mælandinn - eða lesand-
inn, einsog Jón Stefánsson ýjar að (1993, s. 94), og jafnvel textinn (eða
textar almennt), enda segir mælandi að dauðinn í Zombí sé „yfirleitt ekki
/ hótinu stærri en í hinurn" (Zombíljóðin, s. 89).20 Þar með er engin leið
lengur að fastsetja merkingu Zombísins, eða mælandans, eða textans;
enginn einn lestur útilokar annan.
Onnur mynd fyrrnefnds misgengis - þ.e. uppbrotið á hugmyndinni
um Guð sem tryggingu merkingar og kjölfestu tungumálsins - tengist
dauða Guðs í skilningi Nietzsches. Við þennan dauða stendur maðurinn
uppi í rústum heims sem virðist ekki lengur loða saman, svo að jafnvel
náttúran (stjörnubjört nóttin) er sem hver annar vímugjafi (móðurbrjóst)
- um stundarsakir.21 Texti bókarinnar ber í sér þá þverstæðu að þrátt
20 I ljóðum Sigfúsar kemur hugmyndin um fólk sem lifandi lík líklega fyrst fram
í Hlýju skugganna, þegar segir um persónu ljóðsins „fyllt upp í auðn“ að
„dauðinn sem hann deyr / er svo lítill í einu / að hann virðist aldrei / ætla að
verða alger“ (s. II). Samspil lífs og dauða verður jafnvel enn meira áberandi í
ljóðinu „iljalaus ár“ þarsem stigveldi dauðans er tengt við „spegilmynd okkar"
(s. 55). Þetta samspil minnir á tengsl orðsins „lík“ við „líki“, „líkami", og „lík-
ingu“, sem gæti leitt okkur til að halda að allt sé skáldskapur, eftirlíking eftir-
líkingar, en að við missi hinna sönnu frummynda riðlist virðingarröðin.
21 í út um lensportið eru afleiðingar slíkrar eyðingar, rústir frumbyggjamenning-
ar, hins vegar féþúfa þeim sem lögðu í eyði (s. 43). Þar væri hægt að hugsa sér
að eyðilegging eða niðurrif án uppbyggingar séu fordæmd, en einsog ég benti
á í upphafi leitast afbygging aftur á móti við hvorttveggja, að brjóta og byggja
upp, en á öðrum forsendum en fyrir voru.