Skírnir - 01.04.1996, Side 234
228
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
Missáðir kjarnar
I mörgum ljóða Sigfúsar fer fram umræða um vensl skáldskapar, eftirlík-
ingar og sannleika, jafnvel með beinni skírskotun til „upphafs" vest-
rænnar heimspekihefðar, þ.e. til frumspeki Platons. Sú samræða er þá
ekki síst við hellissögu og skáldskaparfræði Platons í Ríkinu. Hvort-
tveggja hnitast um frummyndir hans og sannleikann sem þær standa fyr-
ir. Þessi hnit verða að yfirskilvitlegu táknmiði í fræðum Platons en í því
búa þrjú stigvelduð svið sem öll eru nátengd hugmyndum hans um eftir-
líkingu (mimesis): efst er veruleikinn einsog hann er í raun og veru, þ.e.
hinar svokölluðu frummyndir sem geyma ævarandi sannleik sem er
manninum þó óhöndlanlegur; í miðju er veruleikinn einsog hann birtist
manninum, og virðist honum sem um sannleik sé að ræða en í reynd eru
þar á ferð skuggar frummyndanna (og sannleikans); og neðst eru listir,
þarmeðtalinn skáldskapur, sem menn halda að sé ein mynd sannleikans
en eru í reynd eftirlíking veruleikans (skuggamyndanna) og því annars
stigs eftirlíking (Ríkið, vii514-a521; x599-a601). Þessi hugmyndafræði
Platons hefur um langan aldur ráðið því að heimspeki og bókmenntir
(eða skáldskapur) eru talin ósættanlegar andstæður í vestrænni menn-
ingu. Sigfús afbyggir þessa hugmyndafræði þannig að bilið milli heim-
speki og bókmennta fer sífellt minnkandi í ljóðagerð hans.
Strax í Hlýju skugganna má finna beina samræðu við hina platónsku
hefð. Ljóðið „fyllt upp í auðn“ er hefðbundið frásagnarljóð þarsem mæl-
andinn sér „fyrir sér“ myndir. Þessar myndir virðast honum tengdar
bæði í tíma, rúmi og orsakasamhengi. Það er ekki aðeins í titli bókarinn-
ar heldur líka í texta þessa ljóðs sem vísað er beint í hellissögu Platons og
leik skugganna þar, því „hann“ ljóðsins sér sýn þarsem honum birtist
„eigið myrkur / í miðju myrkrinu / uppljómað / teygist í spíral / þetta
sér hann fyrir sér / í dropaleka / úr ljósskútum / þar sem skuggamynd-
irnar / bærast sem fyrr“ (s. 10). Samhliða þessari vísun fer fram annars
konar samræða sem afbyggir þann hugmyndaheim sem hún birtir. Hér á
ég bæði við það hvernig vísunin gerist fyrir milliliðinn „dropaleka / úr
ljósskútum“, en ekki síður við það hvernig ljóðið fjallar um hugmyndina
um kjarnann sem vestræn heimspeki allt frá Platoni hefur eiginlega tekið
sem gefna. Samkvæmt henni er kjarni eiginleiki sem allir einstaklingar
tegundarinnar bera í sér - aðeins þannig er hægt að skilgreina eðli þeirra.
I ljóðinu er algildi kjarnans hins vegar háð einstaklingnum, þ.e. mæland-
anum, sem sér „ómetanlegfan] kjarna" sem „hann einn hefur fundið / og
á bara eftir að höndla / til að fela hann aftur / í ennþá svo óljósu / einka
formleysi“ (s. 11).
Með þessari afbyggingu hefur „kjarni" hverfst í eitthvað huglægt og
því væri rökleysa að tala um „heimsmynd" þessarar ljóðpersónu, enda
hafa kerfi og heildstæðni bæði „heims“ og „myndar“ hér misst tvo
grunnþætti frummyndanna, þ.e. kjarna og form. I þessum sundraða