Skírnir - 01.04.1996, Side 235
SKÍRNIR
ÆXLUN MYNDA
229
heimi persónunnar ríkir ekki hið yfirskilvitlega táknmið og því líkast að
kjörnum hans sé missáð - dreift án skiljanlegs markmiðs. Sundrunin er
ekki síst sett fram í mynd auðnar; til að ná fram þeirri fullkomnun sem
hugmyndafræði Platons (og vestræn frumspekihefð) byggir á þarf að
fylla „upp í auðnina" en í ljóðinu fær sjálf fullkomnunin mynd form-
leysis.23 Fullkomnun formleysisins er þó um leið formleysa fullkomnun-
arinnar og má því skilja myndina sem tákn fyrir bæði auðn og heim, en
sá táknbúningur kallast á við Zombíljóðin þar sem „sandurinn er sannur
/ efniviður auðnanna / fegursta tákn þessa heims“ (s. 62). Þessi afbygging
tengist einnig gáska textans sem brýtur upp hina verufræðilegu alvöru
Platons og felst oft í því að „ólíkum" fyrirbærum eða orðræðuþáttum er
blandað saman. Meðvitund um slíkan leik birtist t.d. þegar persóna fyrr-
nefnds ljóðs líkir eftir skynvillu frönsku symbólistanna og „blandar af
léttúð / skynjunum háði og hugsunum" (s. 11). Gáskinn er hins vegar
allsráðandi og blandinn háði í hinu stutta ljóði „lok“:
hér ætti að standa ljóð
jafn stutt og afhjúpandi
og augnablikið
þegar ljósin eru kveikt
síðla nætur á samkomustöðunum (s. 23)
Hugmyndin um endanlega merkingu, og hið yfirskilvitlega táknmið,
eiga sér þó ekki aðeins rætur í frummyndakenningu Platons, heldur ekki
síður í gyðinglegri og kristinni trú. I sköpunarsögu Biblíunnar fara sam-
an sköpun heims og máls, þannig að um leið og Guð skapar hlutina virð-
ist hann frjóvga heiminn merkingu. Þessi frjóvgun er hluti af valdi Guðs
(og frummyndanna), sem er forsenda fyrir heildstæðni, samhengi og til-
gangi sköpunarverksins.24 Hjá Nietzsche lýtur hugmyndin um dauða
Guðs fyrst og fremst að þessu valdi hans: Guð getur ekki lengur verið
málinu trygging og kjölfesta, það er ekki um neina eina eða endanlega
23 Sú hugmynd að í sundrun og dauða teljist „formleysið fullkomnað" (s. 11) er
bergmáluð í Ijóðinu „flögrar“ þarsem „hafið“ er talið „fullkomnast alls / sem
telja má til einskis" (s. 59).
24 I þýðingu Sigfúsar á sögunni „Skrift Guðs“ eftir Borges er drepið á þessi
tengsl en þar segir m.a.: „Ég sá fyrir mér Guð minn trúa lifandi skinni jagúars-
ins fyrir skilaboðum sínum. Honum sem myndi elska og margfaldast enda-
laust, í hellum, á sykurekrum, á eyjum, til þess eins að loks næðu boðin til
manna. Ég sá fyrir mér net dýranna, blóðheitt völundarhús dýranna, valda
skelfingu á beitilöndum og í hjörðum til þess eins að geyma einn díl“ (s. 87).
Ennfremur: „Ég hugsaði sem svo að í tungumáli Guðs myndi hvert orð inni-
halda óendanlegt safn staðreynda [...]. Og ekki svo að hvað leiddi af öðru
merkingarlega, heldur væri allt ljóst að bragði“ (s. 88).