Skírnir - 01.04.1996, Qupperneq 236
230
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
merkingu að ræða eða einsog mælandi Zombíljóða kallar það, „uppruna
og upprunalegar merkingar" (s. 31). Þessi mynd mælandans af merking-
arframleiðslu kallast á við mynd hans af „dritvíkum táknanna" (s. 19) þar
sem táknin virðast drita hvarvetna merkingum sem fullnustast ekki né
þroskast heldur víkja í sífellu undan, verða að einhverju öðru, jafnvel
„formleysi" einsog ljóðið „fyllt upp í auðn“ gefur til kynna. I Zombí-
Ijóðunum er þessi dritun eða missáning líka kölluð „uggvænlega / dýrs-
leg [...] æxlun myndanna" (s. 14). Þessi tvö hugmyndakerfi, yfirskilvit-
lega táknmiðsins og afbyggingar, eru síðan lymskulega borin saman í
öðru titilljóði Speglabúðarinnar. Mælandi ljóðsins gæti verið sambland
af Zombí og félaga hans, ekki síst þarsem „rifaði í [...] hann sjálfan í vatn-
inu láréttan og liggjandi með höfuð á kodda fyrir handan" (s. 57). Fyrir
þessum mælanda er táknheimurinn lífrænn og heildstæðni hans jafngildir
heilbrigði en afbygging verður að sama skapi sjúkdómur einsog sést þeg-
ar hann segir að „heima“, þ.e. í því þekkta og heilbrigða, sé laust „við
uppdráttarsýki meðal táknanna" (sama stað).
Leit mælanda Zombíljóða að merkingu og samfellu í lífi sínu vitnar
framar öllu um ríka þörf fyrir vissu og öryggi. Þessi þörf knýr áfram
vilja hans til að hafa stjórn á aðstæðum sínum. Texti Zombíljóðanna
bæði ræðir og sýnir hvernig leitin er árangurslaus, því „allt / þarf að
falsa“ til að satt sé (s. 5). Þegar mælandinn spyr Zombí t.d. hvort hann
langi ekki „í annað og / svolítið endingarbetra / en bangsamömmu í net-
ið“ (s. 90) má greina örvæntingarfullan söknuð eftir trú á sannleikann en
um leið nagandi vitund mælandans um að hafa glatað þeirri trú. Flér sést
vel hve margræður kveðskapur Sigfúsar er því mælandi veit að bangsa-
mamma er leikfang eða persóna úr annarri sögu, en einnig að hún gegnir
stóru hlutverki, bæði sem leikfang og sem móðir, í því að halda saman
heimi barnsins og veita því öryggi.
Þegar mælandi áttar sig á að heild hans er tál og merking blekking er
hann staddur á vígvelli þarsem sannleikur er, einsog Nietzsche orðaði
það:
hreyfanlegur her myndhverfinga, nafnskipta, manngervinga, í stuttu
máli summa mannlegra tengsla sem með skáldskap og mælskulist
hafa verið hafin upp, umbreytt og fegruð, og eru fyrir þjóðinni orðin
rígskorðuð, hefðbundin og óhjákvæmileg eftir langa notkun; sann-
leikur er blekking sem maður hefur gleymt að er blekking, ofnotaðar
og merkingarlega máttlausar myndhverfingar, mynt sem glatað hefur
mynd sinni og virkar ekki lengur sem mynt heldur einungis sem
málmur. (Nietzsche 1964a, s. 611)25
25 Viðkomandi grein Nietzsches, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi",
birtist í íslenskri þýðingu í Skírni (vor 1993). Sú þýðing sveigir áherslur í aðrar
áttir svo að mér þykir rétt að þýða þessar línur aftur.