Skírnir - 01.04.1996, Side 238
232
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
samspili þeirra þátta sem það samanstendur af (Saussure, s. 115 og 118).
Ofugt við hugmyndina um blætisgildi myndhverfinga virðist mynt-
hverfing táknkerfisins ekki gera ráð fyrir endanlegum sannleika, enda
skapar hún svigrúm fyrir hvers kyns verð- og gengissveiflur, og er
þannig sveigjanleg, andstætt hinni föstu sannleikstrú.28
Þegar mælandi Zombíljóðanna talar um fallandi „gengi / lífsgæð-
anna“ (s. 48) og „gengishrun hugmynda" (s. 58)29 virðist hann ekki síst
vísa til þess að öryggið, sem sjálf hugmyndin um sannleikann veitir
mönnum, bíður mikinn hnekki þegar farið er að gera sannleika að mynd.
Ferli myndhverfingarinnar riðlar forsendum beggja meginþátta málsins,
þ.e. merkingar og verðgildis, og afhjúpar um leið tengsl hugsunar og
myndar, svo að í ljós kemur að velferðarkerfi sannleikans er ekki af Guði
gert heldur manninum, það er hluti af kerfi tungumálsins, og samofið
sjálfu myndhvarfaferlinu. Tal mælandans um ,,virðisauk[a] á vöntunina"
(s. 45) má lesa sem írónískt viðbragð við gengishruni hugmyndanna og
þeirri myndhverfingu sem í því felst.30 Jafnframt er hægt að lesa þetta tal
sem samræðu við þá hefðbundnu hugmynd að „myndhverfingar [...]
mynda merkingarauka" (Vésteinn Ólason, s. 34), þ.e. að merking sé fasti
og órofa bundin endanlegum sannleika. Er hér sem bæði tákn- og hag-
kerfi lúti sama grunnlögmáli um tengingu við jörðina. Myndar jörðin þá
„kapítal“, auð kerfanna, en starfsemi þeirra hefur það markmið að skapa
eða mynda gróða: í hagkerfinu „virðisauka" en í táknkerfinu „merking-
arauka“. Yjað er að annars konar útfærslu þessarar hugmyndar í An
fjaðra þegar bókmenntahefðin er gerð að höfuðstól (eða jörð) sem hver
höfundur hefur aðgang að (eins og merkingu), en þarf að mynda ein-
hvern auka sem væri þá framlag hans til hefðarinnar: því skuldugri /
sem höfundur / er fyrirrennurum sínum / því ríkari er hann / nettó“ (s.
98).
í samræmi við þennan kapítalisma verður mælanda Zombíljóðanna
tíðrætt um verðgildi enda er allt falt „samkvæmt gamalli / boðaðri trú /
- sama verði til sölu“ (s. 8). Mennska mannsins er gerð að vöru þegar
hugsanlegt er að kaujja hvaðeina fyrir „hluttekningu / eða annað sann-
gjarnt verð“ (s. 85). Ur orðfæri efnahagsgeirans eru einnig teknar myndir
einsog „samningur" eða „sáttmáli", sem og eftirlitið sem „löggiltir endur-
skoðendur heimsins“ (s. 36) annast. Þegar síðan er rætt um vátryggingu
samninganna (s. 39) kveikir það ekki einasta hugmyndina um kjölfestu
28 Hugmynd Saussures um tilviljunarkennd tengsl tákns, táknmyndar og tákn-
miðs ganga í sömu átt, og er á vissan hátt forsenda afbyggingar og þá ekki síst
hugmyndarinnar um undanfærslu merkingarinnar.
29 Svipað orðalag kemur fyrir í Hlýju skugganna en þar segir á einum stað að
lesa megi „nýjustu fréttir / af gengishruni markmiða og gilda" (s. 16).
30 Þetta gengishrun magnast í afbyggingu margvíslegra minnihlutahópa á „hvít-
um“ hugmyndaheimi Vesturlanda.