Skírnir - 01.04.1996, Side 239
skIrnir
ÆXLUN MYNDA
233
merkingarinnar heldur kallast það einnig á við þá hugmynd Derrida að
merking og sannleikur séu tryggð með nálægð þess sem yfirskilvitlega
táknmiðið á að bera í sér, þ.e. með hvers kyns miðjum sem síðan eru
myndhverfðar í hugtök einsog Vera eða Guð (Derrida 1991, s. 131-32).
Írónía textans gerir þessa „mynt-hverfingu“ heimsins einnig að frum-
mynd neyslusamfélagsins, sem verðmerkir öll gildi.
I verkum Sigfúsar Bjartmarssonar má sjá sterkan vísi þeirrar hug-
myndar að veruleikinn sé texti, og þarmeð að samband manns við heim,
tungumál og aðra fylgi textalegum lögmálum sem eiga sér hliðstæðu í
hugsun afbyggingar. í þessu virðast ljóð hans hafna kröftuglega guðleg-
um sifjum, en setja í staðinn fram myndir af missáningu, af „dritvíkum
táknanna“, og af táknkerfinu, jafnvel texta veruleikans, sem myntkerfi
sem blekkir þátttakendur til að telja allt falt, þegar það er í reynd fallvalt.
Hér kemur skýrt fram sá vandi sem ljóðin glíma við, að efast um gildi og
kerfi innan heildar eða kerfis sem sjálf framsetningin er háð. Á þennan
hátt takast ljóðin á við spurningar um forsendur, skilyrði og möguleika
þess að efast. Descartes notaði efa sinn um skynsemi og Guðstrú sem
rökfræðilega aðferð til að styrkja skynsemi sína og trú í sessi. Einsog
fleiri afbyggingarmenn virðist Sigfús hins vegar kominn vel á veg með að
nota skynsemi sína og trú til að finna efanum nýjar leiðir til að velta upp
nýjum og forvitnilegum spurningum um stöðu og vensl manns og máls,
sjálfs og annars, og um gildi sögu og dauða fyrir lífið. Einsog Zombí-
Ijóðin benda hvað skarpast á er hættan við þessar leiðir sú að í glímunni
fari trúin á gildi og mörk hefðarinnar að yfirtaka allt tal, alla hugsun, alla
reynslu. Einsog bent er á með vonartón í An fjaðra er einn kostur
þessara leiða hins vegar sá að þegar hefðin hefur missáð um allt efni til
framleiðslu handan endimarka hefðarinnar þá kemur á daginn að í hefð-
inni og arfi hennar leynist margt nýtilegt, að í dauða megi finna líf. I
hefðinni býr með öðrum orðum möguleiki þess „ónefnanlega" sem er
„tegund ekki-tegundar“ og hlýtur að birtast í „mynd ófreskjunnar"
(Derrida 1991, s. 152): úr jörðu skáldskaparins geta gengið lík og Zombí-
ar, bilið milli lífs og dauða er ögurstund ein eða texti; eða einsog segir í
Anfjaðra (s. 60):
þá ber að leggja
með löngum eftir bókinni
leggjast til fornra
linda eða grafa
sem gengnar eru í jörð
Kristínu Viðarsdóttur og Wilhelm Emilssyni vil ég þakka vandlegan yfirlestur og
notadrjúgar athugasemdir. Jafnframt þakka ég Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni
skemmtilega umræðu um textann.