Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 9
E vestlirska TTABLAUID 9 yfir hana drullu og slabbi. Þetta var einn af þeim 479 glæsi- vögnum af gerðinni Volvo sem ísfirðingar eiga. En það vill svo til að ísfirðingar eiga fleiri Volvo bíla miðað við höfðatölu, en aðrir íbúar Jarðarinnar. Þetta er hlutur sem ísfirðing- ar vita sem betur fer ekki , því það myndi eflaust stíga þeim freklega til höfuðs eins og fleiri tölulegar staðreyndir af þessum toga. Þá myndi þeir fara að líta enn meira niður á nágranna sína en þeir gera í dag, en eins og allir vita er efnahagsleg vel- megun meiri á ísafirði en ann- ars staðar. En þetta var eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir, hreinn útúrdúr. Magga litla stóð upp og reyndi að hrista af sér mestu bleytuna. Það fór hrollur um hana þegar hún hugsaði um allar skammirnar sem stjúpa hennar myndi ausa yfir hana þegar hún kæmi heim svona illa til reika. Hún yrði örugglega send í rúmið áður en auglýs- ingarnar byrjuðu í sjónvarpinu og miðað við réttarfar heimilis- ins yrði hún eflaust að bursta tennurnar einu sinni aukalega í refsingarskyni. Magga litla gerði það sem flestar litlar stúlkur á hennar aldri hefðu eflaust gert við þessar aðstæður, og það þó ekki hefði beðið þeirra svo hræðileg refsing. Hún fór að háorga. Gráturinn barst eins og ósýni- legur reykjarstrókur upp vegg- ina á Útvegsbankanum og hvarf þaðan upp í myrkrið til þess að hljóma eins og dauft útburðarvæl milli klettabelt- anna handan fjarðarins. Ég held að gráturinn hafi hljómað svona um það bil í H. Það er rétt að láta þessa tónfræðilegu at- hugasemd fljóta með því ég þykist vita að margir lesendur telji sig haf^ óbrigðult vit á tón- list. Magga litla opnaði augun á innsoginu og sá svart. Hún sá svart vegna þess að fyrir framan hana stóð lögregluþjónn sem fyllti hérumbil upp í sjónsvið hennar. Hann var stór og svart- klæddur og glotti sannkölluðu úlfsglotti. „Afhverju ertu að gráta væna mín?“ spurði hann og breikkaði brosið um 6 millimetra. Magga sagði honum upp alla sólarsöguna sem er nú kannski ekki réttnefni, því þegar þetta skeði var svartamyrkur. Hún sagði honum hvað pabbi henn- ar væri heimskur, hvað mamma hennar væri veik, hvað stjúpa sín væri vond og hvað hún sjálf ætti hræðilega bágt. Lögregluþjónninn samsinnti öllu sem hún sagði. Hann þurrkaði líka tárin og horinn framan úr henni með vasa- klútnum sínum sem í var saumað skjaldarmerki íslenska ríkisins og hafði þessi blíðlyndi lögregluþjónn saumað það sjálfur í á löngum og einmana- legum næturvöktum, en hann var afar handlaginn og smekk- legur og hafði næmt fegurðar- skyn. Hann bauðst til þess að fylgja Möggu litlu heim og bauð henni upp á heimatilbúnar karamellur úr poka. Karamell- urnar hafði hann búið til sjálfur en hann var meðal annars á- skrifandi að Húsfreyjunni. Nú getur vel verið lesandi góður að það sé hætt að gefa út Húsfreyjuna en við látum þetta samt standa af fagurfræðilegum ástæðum. Magga litla hallaði sér upp að lögregluþjóninum blíðlynda og sagði af þeirri hreinskilni sem svo oft einkennir óhamingju- söm börn.: „Það vildi ég óska að þú værir stjúpa mín.“ En nú gerðist annar dular- fullur atburður. Áður en Magga litla gæti sagt „Togarafélag fsfirðinga“ þá hvarf lögreglu- þjónninn. Magga stóð eftir með karamellupokann í höndunum og var nú ráðvilltari en nokkru sinni fyrr. Hér finnst mér rétt að benda lesendum á það að Magga litla var reyndar ekki alveg skyni skroppin. Hana grunaði alveg eins og ykkur, hvað hefði gerst. Með öndina í hálsinum hljóp hún sem fætur toguðu í búðina. Hún keypti jólagjöf fyrir mömmu sína, sem ég man nú ekki lengur hvað var enda skiptir það sáralitlu máli fyrir framgang sögunnar, því mamma Möggu dó á nákvæm- lega sama augnabliki og lög- regluþjónninn hvarf. Já, ég veit lífið er fullt af einkennilegum tilviljunum. Þegar Magga litla var búin að póstleggja pakkann þaut hún af stað heim til sín blásandi eins og gamall kolatogari. Ég ætla ekki að ljósta því upp hvar hún bjó vegna þess að þá væri þessi saga komin í of nána snertingu við þann raunveru- leika sem ísfirðingar dagsins í dag þekkja. Sammála? Úm leið og hún hratt upp hurðinni heima hjá sér var púlsinn kominn í efri mörkin, eða um það bil 220 slög á mín- útu. Hún hratt upp eldhús- hurðinni. Og viti menn þarna sat pabbi hennar með aulasvip við eldhúsborðið og las fundar- gerðir bæjarráðs og hnerraði við hver greinaskil. En við eldavélina stóð lög- regluþjónninn blíðlyndi og taldi kartöflur ofan í pott. „Datt mér ekki í hug,“ hróp- aði hann frekjulega þegar hann sá Möggu. „Hroðalegt er að sjá útganginn á þér stelpa,“ sagði hann og stappaði niður fætin- um. „Þú skalt sko fara í rúmið strax, áður en sjónvarpsauglýs- ingarnar byrja.“ Og svei mér þá ef hann var ekki byrjaður að tala um auka- lega burstun á tönnum í refs- ingarskyni þegar Magga litla hné niður og leið í ómegin af ofreynslu, vonbrigðum og stækri skötulykt því eins og þú eflaust manst, lesandi góður þá var Þorláksmessa. Hvað hefðir þú gert? Nýjar bækur SHEIIAKITZINGER Konan KONAN, KYNREYNSLA KVENNA Komin er út ný bók hjá Iðunnl sem nefnist Konan, kynreynsla kvenna. Höfundur hennar er Sheila Kitzinger. Flestar bækur sem skrifaðar hafa verið um kynlíf kvenna fjalla um konur, en byggja ekki á reynslu kvennanna sjálfra. Höfundur þess- arar bókar hefur hins vegar vísvit- andi upprætt allar þær hugmyndir um kynlíf kvenna og tilfinningar sem ekki koma heim við beina reynslu þeirra. — Út frá þeirri skoðun að kynlíf sé í ríkum mæli háð flestu því sem fyrir kemur í líf- inu er hér fjallað um ýmsa tilfinn- ingalega og líkamlega þætti þess frá unga aldri til efri ára. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Þýðendur bókarinnar eru: Álf- heiður Kjartansdóttir, Guðsteinn Þengilsson, læknir, Áskell Kára- son, sálfræðingur. GESTUR III - SAFNRIT UM ÞJÓÐLEGAN FRÓÐLEIK Komið er út hjá Iðunnl safnrlt- Ið Gestur — (slenskur fróðleik- ur, gamall og nýr. I þriðja sinn heilsar Gestur les- endum sínum. I þessu bindi er að finna meira af áður óprentuðu efni en í hinum fyrri. Hér er reynslusaga bóndakonu af Ströndum sem segir frá örðugri lífsbaráttu. Annar höf- undur birtir minningu ym smala- hund og segir frá dulrærini reynslu við húskveðju. Umsjónarmaður ritsins rekur sögu Gísla Magnús- sonar Hólabiskups og þrekvirki hans við hin erfiðustu skilyrði. Þá eru frásagnir af minnisverðum mönnum, utangarðsfólki í Reykja- vík á síðari hluta nítjándu aldar og þingskörungum þjóðarinnar á sama tíma. Margt fleira efni er í bókinni. Það sem áður hefur birst á prenti er flestum ókunnugt um enda efnið grafið af torgætum rit- um og blöðum og má með sanni segja að Gils Guðmundsson, sem tók bókina saman, sé manna fund- vísastur á gott frásagnarefni af þessu tagi. Gestur er í senn fræðandi ritsafn og góð sagnaskemmtun, vitnis- burður um alþýðlega frásagnarlist sem lifað hefur með þjóðinni. TfMAÞJÓFURINN eftlr Stein- unni Sigurðardóttur. Út er komin hjá Iðunnl ný bók eftlr Steinunni Slgurðardóttur. Stelnunn er löngu kunn fyrlr smásögur sínar, Ijóð og sjón- varpsleikrit, en hér er á ferðinnl fyrsta skáldsaga hennar, Tíma- þjófurinn, sem er tvímælalaust viðamesta verk hennar tll þessa. Á baksíðu bókar segir: „Alda er glæsileg nútímakona, tungumálakennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Hún er af góðum ættum og býr einhleyp við ágætan efnahag á heimili sem hún hefur erft eftir foreldra sína. Líf hennar virðist í traustum skorðum, þar til ástir takast með henni og einum samkennara hennar. Sam- band þeirra gerbreytir lífi hennar og verður að lokum sá tímaþjófur sem ekkert fær við ráðið. Til að lýsa þessu ástarsambandi beitir höfundurinn tungumáli og stíl á markvissan og sérstæðan hátt. Lesandinn er dreginn inn í hugar- heim aðalpersónunnar og ljósi varpað á einsemd hennar og van- mátt gagnvart ástríðum sínum. Fínleg kaldhæðni höfundar setur rikan svip á alla frásögn, og er hér samofin ljóðrænni tjáningu á djarfan og áhrifamikinn hátt.“ Bókarkápa er hönnuð á Auglýs- ingastofunni Octavo. Bókin er prentuð í Odda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.