Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 23

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 23
Það er sagt að íslendingar séu ferðaglöð þjóð, og víst er um það að á hverju ári leggja þúsundir manna leið sína út fyrir landsteinana. Sumir fara lengra, aðrir skemmra. Fáir fara þó eins langt og hún Arna Gísladóttir, tvítug Bolungarvíkurmær, sem er nýlega komin heim eftir að hafa dvalist eitt og hálft ár meðal innfæddra í Equador og Colombíu. Þar kynntist hún landi og þjóð og segir sjálf að hún hafi lært heil ósköp. Ekki voru foreldrar hennar hrifnir í fyrstu. Létu þó til leiðast og þótti sjálfsagt til koma, framtakssemi þeirrar stuttu. Arna setti á blað fyrir Vf nokkra punkta um dvöl sína í Suður-Am- eríku og fara þeir hér á eftir. En þessi unga stúlka er ekki af baki dottin því hún er með annað ferðalag í undirbúningi og að þessu sinni verður stefnan sett á Suðurhafseyjar. Kannski við fáum að sjá mynd af henni í strápilsi í næsta jólablaði. Hver veit. En gefum henni sjálfri orðið. I júní í fyrra lagði ég af stað til Equador. Flaug fyrst til Lond- on, þaðan til Parísar og svo til Frönsku Guiana og þaðan til Quito höfuðborgar Equador. Þar voru það hjónin úr fjöl- skyldu minni og íslenska stelp- an sem útvegaði mér heimili mitt sem tóku á móti mér. Fjöl- skyldan mín tilheyrði hærri stéttinni. Var komin af Spán- verjum. Með þeim fór ég síðan til Ibarra borgarinnar sem ég átti eftir að búa í en hún var beint i norður í 2V4 klst. keyrslu frá höfuðborginni eftir bröttum og bugðóttum veg Andesfjall- anna. Borgin stendur í 2513 m hæð. Ibúar hennar eru um 60.000.‘ Fjölskyldufaðirinn hét Al- fredo Chiriboga og kona hans Sara Chiriboga. Þau áttu 3 börn, Patricio 22 ára, Marcelo 21 árs og Maríu Alexöndru 18 ára. Ég kynntist lífi hástéttar- innar. Aginn var mjög mikill. Þegar ég fór eitthvað út að degi til þurfti ég alltaf að gefa grein- argóða skýringu á því hvert ég færi. Stundum fékk ég alls ekki að fara. Á skemmtistaði var hvorki mér né Maríu eða stelp- um yfirleitt leyft að fara nema með bræðrum eða virtum fjöl- skylduvinum. I september byrjaði ég í há- skóla La Universidad Catholika de Ibarra. Þar kynntist ég Mir- iam, Indíánastelpu af Otavalo- stofni. Hún varð mjög góð vin- kona mín og við treystum hvor annarri fyrir öllu. Otavalo Indíánar eru best stæðu Indí- ánarnir í Equador. Miriam er gift manni að nafni Luis og eiga þau 5 ára gamla dóttur Ninu. Eins og er eru þau stödd í New York. Fjölskyldu minni var mein- illa við að ég umgengist Miriam og ættingja hennar einfaldlega vegna þess að þau voru Indíán- ar og það er litið niður á þá alla, en þetta var indælis fólk og ég gat ekki hugsað mér að slíta sambandinu við þau. Þau bjuggu rétt hjá heimili mínu og voru margoft búin að bjóða mér að flytja til sín. Svo varð úr að ég flutti til þeirra eftir 7 mánaða dvöl hjá fyrri fjölskyldu minni. Á nýja heimilinu var fjölmennt. Miriam bjó hjá tengdaforeldr- um sínum en þarna bjuggu ömmur og afar og fullt af ætt- ingjum, um 20 manns. Stund- um á kvöldin sungu allir krakkamir fallega söngva í garðinum. Ég komst í náin kynni við tónlistina því þetta var mikið tónlistarfólk og hljóðfæri voru smíðuð í stórum stíl. Því kynntist ég utanað- komandi tónlistarfólki frá Ecuador, Perú og Bólivíu og lærði af þeim. Svo æxlaðist að um mánaða- mótin febrúar — mars ‘86 fór- um við 5 saman á í ferðalag til Colombíu. Það voru Alex frá Bólivíu, Claudio frá Chile, Ur- sula frá Sviss og ég. Þau voru öll búin að vera á ferðalagi um Suður-Ameríku í 1 ár. Strák- arnir sáu fyrir sér með því að smíða og selja hljóðfæri, hljóð- færi sem nefnd eru charango og héldu þeir tónleika í leikhúsum, háskólum á penum og víðar. COLOMBÍA Colombía er ólík Equador að mörgu leyti. Mér fannst ég strax vera komin í meiri fátækt og hættulegra umhverfi. Fólkið var öðruvísi klætt. Engir fallegir Indíánabúningar eins og í Eq- uador. Það stóðu vopnaðir lög- reglumenn á svo til hverju götuhorni og mér fannst heldur óhuggulegt þegar ég þurfti að sitja á veitingahúsi með skara af einkennisklæddum hermönn- um vopnuðum rifflum við næsta borð. Við bjuggum í 200.000 manna borg sem heitir Pasto og er í suðurhluta Colombíu hátt í Andesfjöllum. Þama bjuggum við í einn og hálfan mánuð. Tónlist er stór þáttur í menn- ingu Equador. Leigðum okkur litla íbúð hjá lögfræðingi og fjölskyldu hans. Leigan kostaði ekki nema 6000 pesos á mánuði en það eru tæpar 1500 kr. íslenskar. Kona lögfræðingsins var ættuð frá Austur-Colombíu úr bæ nálægt frumskóginum, en þar er ann- arhver maður eiturlyfjafram- leiðandi eða smyglari. Lög- fræðingurinn sagði að hann væri hættur að vilja fara þangað með konu sína og börn vegna hættunnar sem fylgdi því en annars var frænka hennar gift flugríkum kókaínframleiðanda. Frá Pasto ferðuðumst við niður í lítið hitabeltisþorp sem heitir La Union. Það var 5 tíma keyrsla í norður eftir gömlum og lélegum götuslóða. Þetta var mjög fallegt þorp og gróðursælt. Strákarnir spiluðu þar í leikhúsi bæjarins og ég söng með. Þarna vorum við í 2 daga. Við fórum í nokkrar dagsferðir. Ekki mjög langt frá þar sem við bjuggum var mellugata borgarinnar. Einn daginn er ég hafði skroppið í búðir og var á leið heim, varð ég svo þyrst og án þess að hugsa mig tvisvar um labbaði ég beint inn á næsta veitingastað og vissi ekki fyrr en ég var stödd inni á einu dauf- upplýstu hóruhúsi borgarinnar, en þau eru nokkur. Það var glápt á mig en ég var ekki lengi að skjótast út og hljóp alla leið- ina heim. Eftir dvöl mína í Colombíu fór ég aftur til Indíánafjöl- skyldu minnar í Ecuador en vinir mínir héldu áleiðis til Panama. I Ecuador var ég síðan í 3 vikur áður en til íslands var haldið. Tvö síðustu kvöld mín voru haldnar veislur fyrir mig, en það er algengt þegar fólk er að kveðja. FRUMSKÓGURINN í júlí ’85 fór ég ásamt vinkonu minni í 5 daga frumskógarferð og af því að við vorum með 1 árs dvalarleyfi í passanum og stað- festa skólagöngu fengum við ferðina á sama verði og inn- fæddir, sem sagt þrisvar sinnum ódýrara en aðrir túristar. Við mættum á flugvöllinn á tilsettum tíma en ferðin byrjaði á því að seinka um 1 tíma. Flugvélin sem við fórum með var hermáluð og öll í drasli að innan. Mér leist nú ekkert á blikuna, en þetta varð ágætis 1 tíma ferð beint inn í frumskóg- inn og lentum við á grassléttu. Við sigldum eftir ánni Napo sem rennur úr Amason. Á ár- bökkum og inni í runnum voru einungis strákofar sem fólkið bjó í. Fólkið var fáklætt en samt ekki bert, ég hefði viljað fara lengra inn i skóginn til að sjá frumstæðari menningu. Alls- staðar var vatn sótt í ána. Þar baðaði fólkið sig og þvoði föt sín. Allir gengu berfættir og fólkið ferðaðist um á kanóum. Þama fundum við eiturslöngu, sáum apa í trjánum, litla krókódíla og sumstaðar voru píranar (kjötætufiskar) í ánum, fuglalífið fjölskrúðugt og fið- rildin glæsileg. Náttúran var stórkostleg. Mér hefur sjaldan liðið eins vel og seint að kvöldi til inni í frumskóginum, engin menningarhljóð, engir bilar, búðir eða neitt sem truflar, bara dýrahljóð úr trjánum og niður í vatni. MATURINN OG MAGINN. Allsstaðar í Ecuador fer fólk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.