Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 28

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 28
28 Jóra í Jórukleif. Pennateikning frá 1945. Gerhards Munthe sem mynd- skreytti ásamt fimm öðrum myndlistarmönnum Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Kom það rit út í Kristjaníu aldamótaárið 1900. í þjóðsagnamyndum sínum velur Ásgrímur oft þá stund þegar sagan rís sem hæst og nær dramatískum hápunkti. Halla kona Fjalla-Eyvindar, stendur í ánni og býr sig undir að kasta baminu í fossinn, nátttröllið birtist á glugganum bóndadótt- ur til skelfingar, og það glampar í hvítan blett í hnakka aftur- göngunnar er djákninn ríður með Guðrúnu yfir Hörgá. Þegar fyrstu íslensku mynd- listarmennimir koma fram á sjónarsviðið um síðustu alda- mót er það í kjölfar mikillar grósku í skáldskap rómantísku skáldanna sem höfðu sungið náttúru landsins lof og sýnt fram á að hún væri ekki aðeins hættuleg og ógnandi, heldur einnig fögur og hrífandi. Almenningur vænti hins sama af myndlistarmönnum sínum; myndir þeirra áttu að vera ljóðrænar og sýna blíða náttúru rómantísku skáldanna. Það er einnig eftirtektarvert að þessi fyrsta kynslóð myndlistar- manna á íslandi sótti innblástur í bókmenntaarfinn og þjóðsög- urnar og átti þannig greiðari aðgang að almenningi sem gat nú séð kunnugan texta mynd- skreyttan. TELEFLEX MORSE Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Stýrisvélar og stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum Fyrir allar vélategundir og bátagerðir Einkaumboðsmenn: VÉLASALAN H.F. Ánanaustum s-26122 vestlirska TTABLABIS Nýjar bækur Algjört nýmæli í íslenskrl bóka- útgáfu: Ljósmyndlr í II af meglnþorra ís- lensku flórunnar í sínu rétta um- hverfi í nýrrl bók eftlr Hörð Kristlnsson prófessor í grasa- fræði sem hann nefnir: PLÖNTUHANDBÓKIN Blómplöntur og byrkningar llörðor Kristinsson Blómplöntur og birkningar Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út Plöntuhandbókina eftir Hörð Kristinsson prófessor í grasafræði við Háskóla íslands. Undirtitill bókarinnar er Blóm- plöntur og byrkningar. Plöntuhandbókin brýtur á margan hátt blað í sínum fræðum. Þetta er fyrsta bókin sem birtir ljósmyndir í litum af meginþorra íslensku flórunnar. 1 henni eru 382 litmyndir af 365 tegundumplantna sem vaxa á íslandi. Þetta er einnig fyrsta bókin sem sýnir með lit- prentuðu korti fyrir hverja tegund hvar á landinu hún vex. Kortin eru gerð eftir heimildum sem safnað hefur verið á mörgum áratugum, bæði á rannsóknarferðum höfund- ar og annarra grasafræðinga, en margir áhugamenn hafa einnig komið þar við sögu. Plöntuhandbókin er samin fyrir þá sem vilja læra að þekkja ís- lenskar plöntur án þess að hafa allt of mikið fyrir því. Hún er ætluð þeim sem vilja fletta myndum og finna tegundir eftir þeim, fremur en að finna plöntur eftir lyklum. Röð tegunda í bókinni fer eftir blómalitum og öðrum einföldum einkennum. Bókin er búin að vera fimm ár í smíðum enda hefur það krafist mikillar vinnu og þolin- mæði að ná öllum þeim fjölda mynda sem í henni eru og vinna útbreiðslukortin. Auk meginefnis bókarinnar er orðskýringarkafli í texta og teikn- ingum. Þá er og orðaskrá þar sem tilgreind eru helstu fræðiorð sem notuð eru í lýsingum plantna og vísað til þeirra blaðsíðna þar sem skýringu er að finna. Skrá er yfir friðlýstar plöntutegundir, ættaskrá, latnesk tegundaskrá og íslensk teg- undaskrá. Plöntuhandbókin er hönnuð af Sigurþór Jakobssyni. Plöntuteikn- ingar gerði Sigurður Valur Sig- urðsson en kortateikningar Sævar Pétursson. Setning var unnin í Ljóshnit, Litgreininga- og filmu- vinnu annaðist Prentmyndastofan hf., prentun Kassagerðin hf. og bókband Amarfell hf. ALÍSLENSK FYNDNI Hollur hlátur lengir lífið Magnús Öskarsson borgarlög- maður safnaði og setti saman Bókaklúbbur Amar og Örlygs hefur gefið út bókina Alíslensk fyndni — hollur hlátur lengir lífið — sem Magnús Óskarsson borgar- lögmaður hefur safnað efni í og sett saman. Á bókarkápu segir m.a.: „Það gerist ekki á hverjum degi, að háttsettur embættismaður varpar af sér alvöruskikkjunni og dregur fram sannar og ótrúlega skemmti- legar myndir úr hversdagslífinu í kringum okkur, í þeim tilgangi einum að skemmta fólki. Magnús Óskarsson, borgarlögmaður, hefur árum saman safnað drepfyndnum setningum, fyrirsögnum og greina- brotum úr íslenskum dagblöðum. Yfirleitt er þessi fyndni óviljaverk, sem fáir veita athygli, allra síst höfundarnir sjálfir, en verður alveg óborganleg, þegar hún er dregin fram í dagsljósið. Úr þessu safni Magnúsar hefur hann valið hátt á annað hundrað úrklippur, sem hér birtast í upprunalegri mynd. Þá segir Magnús sannar, íslenskar gamansögur, sem flestar hafa hvorki birst né heyrst áður og inn á milli eru limrur, smáskrítlur og „spakmæli“, allt saman dýrlegur alíslenskur húmor. Ekki er til betra móteitur gegn vandamálaþrasi, verðbólgu, rekstr- arerfiðleikum og skammdegis- drunga, en að halla sér aftur á bak með þessa bók í hendi og hlæja dátt.“ ALÍSLENSK FYNDNI MAGNÚS ÓSKARSSON safrindi itj Alíslensk fyndni er sett og prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Brian Pilkington teiknaði kápumynd. LÚND OG ÞJÓÐIR í bókaflokknum Heimur þekk- ingar Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bókina Lönd og þjóðir í bókaflokknum Heimur þekkingar. Höfundar eru Arthur Butterfield, Ron Carter, Peter Muccini og Peter Way. Gunnfríður Hermannsdóttir og Sigríður Stef- ánsdóttir íslenskuðu. Bókin er í allstóru broti með um 250 fallegum litmyndum. Lönd og þjóðir er ítarleg skoðun á löndum heims og menningu íbúa þeirra. Fjallað er um loftslag, landshætti, landbúnað, iðnað og efnahagslíf, í- búa og lifnaðarhætti á hverju svæði. Sögu og stjórnarfari frá lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar fram til þessa eru gerð skil til að auka skilning á þeim atburðum er hafa mótað núverandi líf okkar. Fyrri bækur er komið hafa út í bókaflokknum Heimur þekkingar eru: Alheimurinn og jörðin, Þróun lífsins, Þróun siðmenningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.