Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 10
10 vestfirska TTABLACID Jólasíða yngstu lesendanna í umsjón Æskulýðssambands vestfirskra safnaða Börn, jól og friður í sumar komu tveir ísfirskir strákar að Berlínarmúrnum. Þeir heita Óskar og Daníel. Þeim leist illa á þennan múr og þurftu mikið að ræða við for- eldra sína um múrinn. Af hverju þarf að loka fólk inni í Við Berlíarmúrinn. Að vera hrifinn er • • j \ ....v .' ekki sama og að elska — Dæmisaga — Einu sinni var ungur kon- ungur sem stjórnaði litlu landi. Hann bjó í höll sinni, hafði þjóna — en átti enga konu. I hverri viku ók hann um ríkið sitt og fylgdist með því að allt væri í lagi. Dag einn er hann var á eftir- litsferð sinni, fór hann framhjá torginu og sá fallega stúlku sem seldi blóm. Hún var svo falleg, að hann gat ekki gleymt henni. Daginn eftir datt honum í hug að fara aftur í eftirlitsferð í stað þess að bíða heila viku eins og hann var vanur. Eftir það fór hann daglega um ríkið, og auð- vitað fór hann fram hjá torginu til að sjá stúlkuna sem seldi blómin. Þegar liðinn var mánuður var honum ljóst, að hann elskaði stúlkuna og vildi giftast henni. Hann kallaði saman ráðgjafa sína og sagði þeim tíðindin, að framundan væri konungleg vígsla. Allir urðu glaðir og hlökkuðu til brúðkaupsins. Konungurinn ungi var líka glaður, en á leið inn í herbergi sitt varð hann skyndilega á- hyggjufullur. Hann fór allt í einu að velta fyrir sér hvað mundi gerast ef stúlkan elskaði löndum, spurðu þeir. Það er eins og að vera í fangelsi. Þegar þeir fóru að lesa það sem krotað hafði verið á múrinn og spyrja hvað það þýddi, þá sáu þeir að margir hlutu að vera illir út í hann. Nokkrir hershöfðingjar komu upp á pall við múrinn til að skoða hann og horfa yfir hann. Þeir áttu að passa að enginn kæmist að honum, hvað þá yfir hann. Strákana langaði til að kalla í hershöfðingjana og segja þeim að hætta þessari vitleysu en þeir kunnu ekki málið þeirra, og svo voru þeir líka hálfhræddir við þá. Jesús, sem á afmæli í á jólun- um var kallaður friðarhöfðingi Hann sagði: Hver sá sem bregður sverði mun falla fyrir sverði. Elskið óvini ykkar og biðjið fyrír þeim sem ofsækja ykkur. Það hefur mikla þýðingu að biðja fyrir friði. Með því mótast hugarfar okkar sjálfra í friðarátt og úr læðingi leysast kraftar sem skapa frið meðal manna. En við skulum minnast þess að ef við viljum ekki halda frið á heimilum okkar eða við vini okkar, þá skulum við heldur ekki gera okkur of miklar vonir um að þeir menn sem æfðir eru til bardaga vilji halda frið. Látum Jesús og jólin kenna okkur að vera friðsöm. Gleðileg jól! Æsk. vest. sendir öllum krökkum, sem verið hafa í sumarbúðum að Núpi, bestu jólakveðjur og vonar að fá að sjá þau sem flest í sumar. Sumarbúðastarfsfólkið biður fyrir bestu kveðjur einnig. Gleðileg jól! hann ekki. Þessi hugsun olli konunginum kvíða, því hann vildi ekki aðeins eignast drottn- ingu, heldur konu, sem elskaði hann. Gæti hún nokkurn tíma gleymt því að hann væri kon- ungur, en hún aðeins blóma- stúlka? Konungur reyndi að finna lausn á vanda sínum. Hann var svo órólegur út af þessu, að hann át hvorki né svaf. Að nokkrum dögum liðn- um komst hann að niðurstöðu: Hann ætlaði að koma til hennar á torgið í gylltum vagni með 6 fínum hestum fyrir. Á undan vagninum færi lúðra- sveit, en á eftir kæmi þjónustu- lið hans í fínasta pússi. Vagninn mundi svo stansa við blóma- verslunina og rauði dregillinn yrði settur á götuna. Hann mundi ganga til stúlkunnar í fínasta búningnum og með kórónu á höfði. Hún yrði áreið- anlega hrifin. En — þetta var kannski ekki nógu sniðugt. Að vera hrifinn er ekki sama og að elska. Þá fékk konungur aðra hug- mynd: Hann gæti gefið henni gyllta vagninn og hestana 6. Hann gæti líka gefið henni alla hirð sína, lúðrasveitina, skart- gripina, peninga, fegursta skart heimsins. Hún yrði áreiðanlega þakklát. En — að degi liðnum var konungur búinn að átta sig á því, að þessi aðferð var heldur ekki nógu góð. Að vera þakk- látur — að eilífu — er ekki sama og að elska. Að lokum fann konungur réttu lausnina. Hann átti ekki að koma til stúlkunnar sem konungur. Hann átti að koma sem fátækur betlari eða bóndi — biðja hennar og reyna að vinna hjartað hennar. — Og daginn eftir, þegar enn var dimmt, fór ungi konungurinn bakdyramegin út úr höll sinni og lagði fótgangandi af stað til torgsins. Hann var bæði kvíðinn og taugaóstyrkur. Hann sem annars stjórnaði öllu ríkinu og hafði vald yfir peningum og hermönnum landsins, var allt í einu valdalaus. Hann hafði komist að því, að það var eitt sem hann hafði ekki vald yfir: Hjarta stúlkunnar. Það hafði sitt frelsi. Frelsi til að elska og hata, segja já eða nei. Sagan er í raun og veru ekki lengri. Við fáum ekki að vita, hvort konungurinn fékk ósk Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR sína uppfyllta. Það er undir stúlkunni komið. En — á þennan hátt kemur Guð til okkar, sem venjulegur maður, sem lítið barn, sem var lagt í jötu. Hann hafði getað komið með valdi og gert okkur hrifin. Hann hefði getað látið stjörnur springa eða tunglið verða rautt, og hann hefði getað gert hafið að gulli og fjöllin að gimsteinum um leið og hann hefði komið sem voldugur Guð af himnum á tröppum sólar- geislanna. En hrifning yfir slíku er ekki sama og að elska. Guð hefði líka getað gert mannkynið allt auðugt og bætt lífsafkomu manna. Við hefðum trúlega orðið þakklát, —. En að vera þakklátur er ekki sama og að elska. Fyrir Guði var aðeins einn möguleiki: að koma til okkar, klæddur sem maður — í Jesú Kristi. Guð skapari himins og jarðar, hefur vald yfir himin- geimnum, atómum og hreyf- ingum þeirra, yfir því undri sem við köllum líf, yfir sól og stjörnum. En Guð hefur ekki valið það, að hafa vald yfir hjarta mínu eða þínu. Heppnast áform Guðs, þegar hann kemur til okkar sem mað- ur, sem barn í jötu? Það er komið undir þér og mér ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.