Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 15
Smásaga eftir Lorenz Mack
Þýðing og myndskrevtin
Herdís Hiibner
Þegar
tré vex frá .
d*
hjarta manns
Á hverju vori blómstruðu
kirsuberjatrén í þúsundum lita.
Tréð hans Micha var undurfag-
urt. Sem eitt stórt ljómandi
blómstur stóð það framan við
klettana.
Ertu búinn að sjá tréð hans
Micha? spurðu menn hver ann-
an og allan daginn stóðu þeir
hjá kofanum hans, opinmynntir
af aðdáun.
„Alveg er það dýrð“, hló
Micha og skellti í góm, „enginn
nýtur slíkrar náðar sem ég.“
Og allir í dalnum töluðu um
Micha og stoltið hans.
„Hugsaðu þér, hvílík gæfa“,
sagði hann við hvern mann.
„Sjáðu bara hvernig það er, eitt
blómahaf." Og vegna þess
gleymdi hann geitinni sinni,
kofanum og akrinum. Hann
grét af geðshræringu þegar
menn minntust á það við hann á
veitingahúsinu.
Það kom sem þruma úr heið-
skíru lofti og læstist með heljar-
kulda um hjarta Micha: 0-
kunni maðurinn frá St. Blass-
heim sagði hlæjandi: Þú losnar
bráðum við kofann þinn Micha,
varstu búinn að frétta það?“
„Ég, hvers vegna?“ svaraði
Micha dauflega og skildi hreint
ekki um hvað hann var að tala.
„Við ætlum að leggja veg.“
„Veg?“
„Já veg, og hann á einmitt að
liggja þar sem kofinn þinn
stendur.“
„Nei!“
„Víst,“ hló hinn, „þeir eru
farnir að þjarka um tréð þitt.“
„Um hvað?“ hváði Micha og
augun ætluðu út úr höfðinu á
honum.
„Um kirsuberjatréð þitt,“
hrópaði maðurinn frá St. Blass-
heim, blístraði lagstúf og hélt
leiðar sinnar áleiðis til þorpsins.
„Um tréð...“ Micha hljóp svo
að kornöxin slógust í nakið
brjóst hans.
En þar var enginn að prútta
og enginn sem ætlaði að leggja
veg. Kofinn stóð rólegur og
friðsamur í skugganum og þar
framan við í sólskininu, stóð
tréð hans.
Þó hló Micha æðislega og
þurrkaði svitann af enninu og
tárin úr augunum.
En það kom aftur og aftur.
Næst var það vagnstjóri sem
talaði um veginn, síðar maður
úr dalnum.
„Það getur þó ekki verið,“
sagði Micha við fólkið, „það
væri á móti öllum lögum og
reglum. Þeir geta ekki bara tek-
ið kofann af mér.“
„Þú færð peninga fyrir
hann.“
„Peninga, hvað á ég að gera
við peninga?“
„Kaupa nýjan.“
„Og tréð?“
„Þetta er nú ekki eina tréð
sem til er.“
„Víst, það er það fallegasta í
sveitinni.“
Allir drógu dár að honum og
kvöldu hann.
En Micha stóð nótt eftir nótt
við tréð: „Hvað á ég að gera, ég
get ekki yfirgefið ykkur, við er-
um þó eitt: Kofi, tré og ég.“
Hann vafði báðum hand-
leggjunum utan um tréð og grét
í börk þess.
Daginn eftir komu þeir og
afmörkuðu svæði með stikum.
Hjartað hamaðist í brjósti Mic-
ha og hann varð að styðja sig
við brunninn, svo mjög tók
þetta á hann. Þeir teiknuðu,
töluðu hátt og einn þeirra hló að
kofanum hans.
Micha tók ofan hattinn sinn.
„Herra minn,“ sagði hann
feimnislega við mann, sem var
með gleraugu og stóð við eitt-
hvert tæki. „Leyfist mér að
spyrja: Hvað eruð þið að gera
hér?“
Hinn leit ekki einu sinni á
hann: „Átt þú þennan skika?“
„Já, herra minn“, hvíslaði
Micha.
„Lánið leikur við þig,“ sagði
sá með gleraugun og sýndi
hvítar tennurnar.
„Kallarðu þetta lán herra
minn?“ Micha var gráti nær.
„Þú færð aura fyrir.“
„Ég vil þá ekki,“ hvíslaði
kotbóndinn og kramdi hattinn í
greipum sér.
„Þú færð ekki vagnhlass af
komi af þessum bletti.“
„Jú herra minn! Það var
vagnhlass og karfa til í fyrra.“
„Jæja,“ hló hinn, „og lifið þið
á því?“
„Ég lifi á því herra minn,“
sagði Micha æstur, „og ég lifi
eins og kóngur.“
„Þú hefðir það betra ef þú
ættir peninga.“
„Nei, herra minn.“
„Jú víst!“ sagði hinn pirraður
og sneri baki í hann.
Þá læddist Micha að trénu.
„Hvað á ég að gera?“ spurði
hann kirsuberjatréð og svo
hljóp hann allan daginn milli
brunnsins og akursins, fram í
myrkur.
Þeir höfðu tekið tól sín og
tæki með sér, aðeins stikurnar
stóðu enn í jörðinni.
Kotbóndinn hljóp þangað í
myrkrinu og bölvaði.
Ljósin blikuðu í St. Blass-
heim, en það var myrkur í stof-
unni hans.
Hann sat undir trénu og hafði
kreppt fæturna upp undir höku.
„O, ég aumi maður,“ sagði
hann við sjálfan sig. Þeir ætla að
taka allt frá mér og gefa ekkert í
staðinn. Hvernig á ég þá að lifa
án ykkar, sem eruð vinir mínir,
án blómanna og stjamanna?
Og alla liðlanga nóttina sat
hann þannig, þar til fyrsta
morgunþokan læddist yfir ak-
urinn og geitin tók að rífa í
keðjuna sem hélt henni.
Vikum seinna hófust þeir
handa. Þarna, þar sem lækurinn
rann, í dalnum bak fjallanna,
þar át vegurinn sig gegnum
engin grænu og kom yfir akur-
inn að skikanum hans Micha.
Enginn hafði séð hann síð-
ustu dagana. Hann kom ekki út
úr kofanum sínum nema á
nóttunni. Kirsuberjatréð hafði
tapað mjög ljóma sínum, strá-
þakið og túnið voru þakin hvít-
um blómum þess. Micha sá það
ekki. Hann lifði í sóttkenndum
draumi.
Síðasta nóttin rann upp. Að
morgni myndi fyrsti valtarinn
fletja út kornið hans, og upp við
kofann lágu hakar og skóflur.
„Það er allt búið, allt!“ snökti
hann og tárin runnu niður
kinnarnar. Valtarinn stóð
myrkur og ógnandi í nóttunni.
Þá greip Micha vanmáttugur
ofsi. Hann hljóp að steintröllinu
sem óður væri, barði í það með
krepptum hnefum og öskraði
svo að hann froðufelldi: „Stans,
segi ég, stans, ég á minn rétt!“
endurtók hann í sífellu.
Svo hætti hann allt í einu eins
og hann myndi eftir einhverju,
og hljóp út í hlöðuna. Hann
greip öxina og stökk að trénu.
Högg eftir högg gekk inn í
mjúkan viðinn og hvert högg
skarst í hjarta hans. Hann ham-
aðist eins og óður: „Þeir skulu
ekki fá þig!“ másaði hann og
smám saman lét tréð undan.
Micha tók ekki eftir því fyrr
en of seint, að tréð hallaðist í átt
að kofanum. Hann rak upp
skerandi vein, henti frá sér öx-
inni og lagðist af öllu afli gegn
trjástofninum: „Ó drottinn
minn, hvað hef ég gert,“ hvísl-
aði hann og nú greip skelfingin
hann heljartökum: Það brakaði
og brast allt í kringum hann, og
síðan ekkert meir. En fyrir ofan
þar sem kirsuberjablómin
blómstruðu áður, blikuðu nú
þúsundir stjarna á heiðum
himni.
Að morgni þegar verka-
mennirnir mættu til vinnu við
veginn, fundu þeir Micha.
Hann lá undir kirsuberjatrénu
sem hafði fellt kofann. Um
varir hans lék friðsælt bros og
yfir öllu lágu þúsundir ljós-
rauðra kirsuberjablóma.