Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 43
stundum teflt á tæpasta vað
kannski, þá hefur maður alltaf
skilað sér heill til hafnar utan
þetta skipti.“
— En mér var sagt frá ævintýr-
um sem þú hefðir lent í á ein-
hverjum varðbát?
TEKINN TIL FANGA
„Það var nú smotterí. Þetta
var einhvern tíma eftir stríðið.
Ég man ekki lengur hvaða ár.
Þetta var frekar lítill bátur, 75
tonn og við vorum fyrir sunnan
land við gæslu en landhelgin
var þá þrjár mílur. Við tókum
enskan togara í landhelgi og ég
var settur um borð. Skipsskjölin
voru tekin um borð í varðbátinn
og þeir fóru að grennslast fyrir
um einhverja Vestmannaeyja-
báta sem voru að fiska í land-
helgi við Ingólfshöfða. Á með-
an átti ég að sjá um að koma
Bretunum inn til Eyja. Svo
drakk breski skipstjórinn sig
fullan og stakk af og sigldi til
Englands. Ég var náttúrulega
eitthvað að reyna að rífa kjaft
en það kom fyrir ekki. Við end-
uðum úti í Aberdeen. Gæslan
sendi flugvél á eftir togaranum
en hún fann hann ekki. Ég
hafði það fínt þó ég væri í
rauninni tekinn til fanga. Þeir
voru ágætir við mig kallagreyin.
Svo fór ég upp til Edinborgar og
kom upp með norskum dalli.
Ég var aldrei nema einn vetur
hjá Gæslunni. Mér líkaði það
ekki. Vildi frekar eiga við
fiskinn.“
— Við förum að ræða frekar um
siglingar og talið berst að sigl-
ingum á stríðsárunum en
Hjörtur stundaði siglingar með
togurunum öll stríðsárin. Það
var nokkuð hættuspil þó hann
vilji ekki gera mikið úr því.
„Jú það hefur sjálfsagt verið
stórhættulegt. Þeir voru nokkrir
skotnir niður, en við lentum
aldrei í neinu. Maður varð var
við skotdrunur og það var
stundum eins og dallurinn væri
að steyta á skeri þegar djúp-
sprengjurnar voru að springa
nálægt okkur. Þær þurftu ekki
vera nálægt til þess. Þetta berst
svo vel í sjónum.
Við sáum loftárásir þegar við
lágum í höfn í Englandi. Bæði í
Hull og Grimsby. Það urðu
ægilegir eldar í landi þegar
þýsku flugvélarnar voru skotn-
ar niður og hröpuðu niður í
Einar ÍS 457, sem hvolfdi undan Hirti og nafna hans Kristjánssyni í
Skötufirði.
nú bara þetta brölt á mér í dag.“
— Hér á Hjörtur við að þegar
blaðamaður tók hús á honum
þá var hann nýkominn heimaaf
rjúpnaveiðum. Hann hafði
gengið í tæpa fjóra tíma um
Arnardal og þar í grennd, án
þess að verða var við rjúpu.
Hann segist enda aldrei hafa
verið fengsæll á rjúpu, rétt hafa
fengið í jólamatinn. En blaða-
manni finnst hann óþarflega
hógvær um það eins og fleira
sem berst í tal. Hjörtur lætur ó-
líkindalega og segist vera orð-
inn gamall og gleyminn og
ekkert vita í sinn haus. En veit
þó býsna margt og man það sem
hann vill þegar að er gáð.
Það er viðeigandi að
spyrja gamlan sjóhund eins og
Hjört að því hvort hann hafi
einhvem tíma lent í sjávar-
háska.
VORUM ORÐNIR ANSI
KALDIR
„Ég læt það vera. Það hvolfdi
einu sinni undan mér rækju-
bátnum. Það var þessi litli fimm
tonna.“
— Segðu mér frá því?
„Það er nú lítið að segja. Við
vorum tveir saman, ég og nafni
minn Hjörtur Kristjánsson. Við
vorum að toga inn á Skötufirði
og festum. Við hvolfdum undan
okkur fyrir svona hálfgerða
handvömm. Við fórum í sjóinn
en báturinn hélst á floti allan
tímann og við gátum komist
upp og sátum klofvega á stefn-
inu á honum. Við sátum þar í
svona tvo tíma í tíu stiga frosti.“
— Var ykkur orðið kalt?
„Jú ég held að við höfum ekki
mátt vera þarna mikið lengur.
Það sást til okkar úr landi fyrir
rest og þeir komu róandi út og
björguðu okkur. Þá vorum við
orðnir ansi kaldir, vorum hættir
að geta talað.“
— Þar sem þið sátuð þarna á
stefninu í frostinu og reynduð
að kalla á hjálp. Hélduð þið þá
að ykkar síðasta stund væri
komin?
„Já ég held að við höfum nú
reiknað frekar með því. Ég verð
að segja eins og er að ég held að
við hefðum tekið því þegjandi
og hljóðalaust. Og ég gat ekki
séð að nafni minn væri neitt
smeykur við það heldur að
deyja. Maður verður víst að
taka því sem að höndum ber.
En ég neita því ekki að við
urðum ósköp fegnir þegar við
sáum bátinn koma úr landi. Ég
held nú að þetta sé það versta
sem ég hef lent í, þó maður hafi
„Þetta hefur allt einhvernveginn slarkast í gegnum h'fið".
Óþægilegast var þó rekaldið
á hafinu, dauðir menn og brak
úr skipum. Það var dagleg sjón.
Maður lét það bara eiga sig. Svo
var gerð mikil árás hérna djúpt
út af Straumnesinu þá var sökkt
fleiri skipum. Mörgum var þó
bjargað af bátum héðan. Én
lengi á eftir var mikið af líkum á
reki hér úti fyrir. Bretarnir
sögðu manni bara að höggva á
bringuna á þeim og láta þá
sökkva, ekki að koma með þá í
land. En ég held að það hafi nú
enginn haft kjark í sér til þess.
Ég held að mönnum hafi þótt
það full kaldranalegt."
— Segðu mér Hjörtur, eftir öll
þessi ár, ertu þá hættur að róa?
„Já ég er steinhættur síðan á
áramótum í fyrra. Losaði mig
við bátinn. En svo leiddist mér í
landi svo ég fékk mér litla fimm
tonna trillu til þess að dóla á yfir
sumarið. En ég tek þessu orðið
rólega. En maður losnar ekki
við sjóinn, maður kann ekkert
annað. Ég veit ekki hvað maður
endist lengi, ég er nú á leiðinni í
gröfina."
— Það verður nú samt ekki séð
á þessum gamla sjógarpi að
hann sé neitt að gefast upp. Þó
hann láti ólíkindalega efast ég
ekki um að þegar sól fer að
hækka á lofti og vorið gengur í
garð þá halda honum engin
bönd í landi. En við skulum láta
hann hafa seinasta orðið.
„Ég hef aldrei verið neitt sér-
lega fiskinn. Þetta hefur ein-
hvern veginn slarkast í gegnum
lífið. Stundum hef ég fengið
meira, stundum minna, en allt-
af verið heppinn.
borgina. En þetta sem okkur
fannst alveg svakalegt, kölluðu
Bretarnir smáárás.