Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 20

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 20
20 fluttu síðan heim til Islands, til ísafjarðar Tryggvi var afskap- lega góður maður. Hann var mjög örlátur og hjálpaði mörg- um sem illa voru staddir. Á 75 ára afmæli Gamla bakarísins árið 1946 gaf hann til dæmis 5.000 krónur til Elliheimilisins. Það voru miklir peningar í þá daga. Hér áður var meiri stétta- skipting og ég býst við að hann og konan hans hafi tilheyrt fínna fólkinu í bænum. Hann var breskur konsúll auk þess að hafa nokkur umsvif í bænum. Hann varð síðar þingmaður Norður ísfirðinga. — En segðu mér, hvernig leist þér nú á staðinn þegar þú komst hingað fyrst? „Ég kom hingað fyrst í febr- úarmánuði með Esjunni. Við höfðum verið gefin saman í Reykjavík nokkrum dögum áð- ur og þetta var nokkurs konar brúðkaupsferð, — verst hvað ég var sjóveik“ . Og Rut hlær inni- lega þegar hún rifjar upp þessa ferð. „Hér var allt á kafi í snjó og fullt af fólki á Bæjarbryggjunni gömlu, sem var víst komið sér- staklega til þess að sjá þessa konu sem var að koma frá Danmörku.“ — En vissirðu við hverju þú máttir búast? „Nei nei, ég vissi ekki nokk- urn skapaðan hlut. Við höfðum farið sumarið áður til Bornholm og þar var ég að reyna að horfa á fjöllin en þau eru nú ekki há í samanburði við þau íslensku. Ég var auðvitað búin að lesa eitthvað svolítið um landið. En þetta var nú einu sinni svona. Ég vildi eiga hann og hann vildi eiga mig og ég hugs- aði sem svo að það skipti víst ekki máli hvort maður stæði við eldhúsborðið í Danmörku eða á ísafirði. Þetta gekk svo alltsam- an ágætlega og ég hef alltaf verið ánægð hérna. Alltaf. Auðvitað fékk maður stundum heimþrá fyrstu árin, en það er jú bara eðlilegt. Og núorðið finnst mér ég vera miklu meiri íslendingur heldur en Dani. Við fórum alltaf annað hvert ár til Danmerkur, ef það var mögulega hægt. Það liðu lengst sex ár án þess að við færum. Það var þegar við vorum að kaupa húsið í Brunngötunni. Við vor- um oftast í svona þrjár vikur. Við vildum ekki loka búðinni lengur. Stundum fengum við þó fólk til þess að vera í búðinni á meðan. Ég man að Finnbjörn sem var hérna málarameistari hanrr passaði stundum fyrir okkur búðina. Hann var af- skaplega skemmtilegur og góð- ur maður. En þetta hefur allt saman gengið vel. Við vorum svo heppin að eiga góð börn. Það voru aldrei nein vandamál. Árni sonur minn er bakari og Tryggvi er húsgagnabólstrari. María dóttir mín hefur unnið á skrifstofunni og Rósa tengda- dóttir mín í bakaríinu og Svava tengdadóttir mín vinnur í hús- gagnaversluninni. Þetta hefur verið svo gott hjá okkur, við höfum staðið svo vel saman og hjálpast að.“ f Oskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum Vestfirðingum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum samstarfið og viðskiptin á árinu, sem er að líða. Vélsmiðja Bolungavíkur Bolungavík Tryggvi. — En hvernig var bæjarlífið þegar þú komst hér fyrst? „Mér fannst þetta voðalega skemmtilegur bær. Það var svo mikið félagslíf. Ég man þegar við vorum að fara á Skíðafé- lagsböllin á Uppsölum í gamla daga, það voru svona helstu böllin í þá daga. Við vorum svo fínar, það var kona hérna, Ragnhildur Helgadóttir sem var svo flínk saumakona. Við vorum svo fínar í selskapskjól- um og allir herrarnir í kjól og hvítt. Og það var svo gaman. Svo fórum við líka stundum í Alþýðuhúsið meðan þar voru böllin.“ — Voru vínveitingar á þessum stöðum? „Nei nei, það voru allir með eitthvað með sér í töskunni undir borðinu. Það fannst mér svo skrýtið þegar ég kom hérna. Þegar allir voru að mæta á böllin með vodkaflöskuna í Árni. tösku undir borðum. Svo fyrir utan Skíðafélags- ballið þá var Frímúrara- skemmtun og svo var Sunnu- kórinn með ball. Það voru alltaf svona þrjú til fjögur fín böll á hverjum vetri sem við fórum á. Svo þegar böllin voru búin þá var stundum farið heim til ein- hvers. Hingað eða eitthvert annað. Þá var hangikjöt og uppstúf. Og það var setið til klukkan fimm og sex á morgn- ana. Svo buðum við oft fólki í mat og það var alltaf einhver að spila á píanóið og syngja.“ — Svo það eru eingöngu ljúfar minningar frá þessum árum? „Það var nú svona, auðvitað var þetta oft erfitt, maður þurfti að vinna mikið og það var ekki eins mikið af tækjum til þess að létta manni störfin eins og nú til dags. Ég kem hingað 1950 og það var ekki fyrr en 1956 sem ég fékk þvottavél. vestíirska María. Og ísskáp fékk ég ekki nærri strax, það var bara einn krókur í eldhúsglugganum, þar geymdi maður mjólkina sem var fengin á brúsum innan úr Engidal. En maður kvartaði ekki, þetta gerðu allar konur í þann tíð, saumuðu öll fötin sjálfar og prjónuðu. Á sumrin tíndi mað- ur ber og það er sem ég segi, í dentid var maður ekki al- mennileg húsmóðir ef maður átti ekki fimmtíu flöskuraf saft. Og svo var sultan. LÍTIL DÖNSK NÝLENDA í SKÓGINUM. Svo á sumrin þá bjuggum við alltaf fjóra mánuði á ári inni í skógi en þar áttum við sumar- bústað. Allir sem þar áttu bú- stað fluttu þangað á sumrin. Það var alltaf keppni um það hver yrði fyrstur til þess að flytja inneftir. Helst mátti maður ekki fara eftir 17. júní. Og eins var isafjarðar apóteh Óskum Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ÁSBJÖRN SVEINSSON SÍMI 3009 • PÓSTHÓLF 14 • 400 ÍSAFIRÐI Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. PÓLARVIDEÓ Pólgötu 10 Óskum Vestfirðingum gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. LÍFEYRISSJÓÐUR VESTFIRÐINGA BRUNNGÖTU 7 — 400 ÍSAFIRÐI Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum samstarfið og viðskiptin á árinu sem er að líða. PÓLLINN H/F.ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.