Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 21

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 21
t5 vestfirska TTABLASID það á haustin, þá vildi maður ekki fara heim fyrr en seinastur. Stundum var kominn snjór þegar við fluttum úteftir. Þarna var svona lítil Dana- nýlenda. Það var úrsmiðurinn Arne Sörensen og Baarregaard tannlæknir, og svo ég. Þetta voru allt góðir vinir mínir og stöðug keppni um það hver ætti fallegasta garðinn þama inn frá. Og svo var Úlfur læknir og ekki má ég gleyma honum Martinusi Simson sem var svo góður og yndislegur maður. Það var hann sem gaf okkur ísfirð- ingum allan skóginn. Hann var alltaf að fá fræ frá útlöndum og kenna fólki hvernig það ætti að rækta. Já, það var voðalega gaman inni í skógi, en nú er það líka búið, fólk er hætt að vera þama innfrá. Svo á veturna þá vorum við á skíðum. En það var þetta sem mér fannst svo gott í gamla daga það var miklu meira heimilislíf en nú er. Þá hafði fólk tíma til þess að tala saman. Þá var ekkert sjónvarp og þá sat fólk og talaði saman um lífið og tilveruna. Mér finnst svo gott að það skuli ekki vera sjónvarp á fimmtudögum, þá getur maður gert eitthvað fyrir fjölskylduna. Þetta á að vera fjölskyldudagur.“ — Þeir Danir sem voru hérna, hélduð þið mikið saman? „Nei ekki svo mikið. Við vorum góðir vinir, en ég hef alltaf sagt:„ at mand skal reyna at syngja som de fugler mand er i blandt.“ HEF ALDREl LÆRT ÍS- LENSKU ALMENNILEGA Ég held að ég og maðurinn minn höfum gert einn stóran feil. Ég sagði alltaf að hann ætti að kenna mér að tala íslensku almennilega. Hann var jú kennari héma við skólann og talaði alveg fullkomna dönsku. Ég sagði alltaf að hann gæti ekki verið þekktur fyrir að eiga konu sem talaði ekki almenni- lega íslensku. En hann sagði alltaf að það væri mikilvægast að mér liði vel og mér myndi ekki leiðast ef við töluðum dönsku heimafyrir. Hann talaði alltof lengi við mig dönsku heimafyrir. Svo var ég auðvitað að reyna að tala ís- lensku, en það var mjög erfitt hérna fyrst að geta ekki sagt eitt einasta orð. Svo kom þetta auðvitað smátt og smátt, en það vil ég ráðleggja öllum útlend- ingum sem flytja hingað, það er að setjast á skólabekk og læra málið almennilega. En í dag, þá segir fólk „ja, þetta er bara hún Ruth, hún talar alltaf svona“. Og ég held að það skilji mig allir. — Hvað leið langur tími þar til þú varst farin að skilja málið? „Ég var farin að skilja ansi mikið eftir fyrsta árið. Við fór- um stundum í kirkju hérna og þá var ég að syngja með eftir sálmabókinni á íslensku. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið við að læra hljóðin. Börnin okkar tala öll bæði 21 Hátíðarmatseðill Vernharðs Pálssonar matsveins á Sólrúnu ÍS Vernharður Pálsson. Sólrún (S FORRÉTTUR FYRIR 4 — 6: 2 stór flök af kryddsíld eða marineraðri síld 2 lítil salathöfuð 1-2 græn eða rauð paprika 1 glas svartur kavíar 6 eggjarauður og ein sítróna KRYDDLÖGUR: 1 msk vínedik 1 msk olía 2 tsk sætt sinnep 3 msk rjómi, salt og pipar Skerið síldarflökin í þunnar sneiðar. Skerið salathöfuðin í mjóar ræmur, leggið í kokteil glös eða í skálar. Paprikan skorin í strimla og lögð á salatið, síðan er síldin sett ofaná. Hristið saman vínedikinu og kryddinu. Hrær- ið rjómanum saman við. Hellið í glös eða skálar. Setjið síðan eina tsk af kavíar ofaná. Búið til holu í kavíarinn og setjið eina eggja- rauðu í holuna. Skreytið meðskorinni sítr- ónusneið. ÚRBEINAÐUR SVÍNAKAMBUR FYRIR 4 — 6 (Léttsaltaður). Matreiðslutími u.þ.b. 40 mín. Látið kjötið kólna í soðinu. Takið kjötið upp og skerið í þunnar sneiðar. Fleytið feitinni af soðinu og hellið í gegnum síu. Blandið dá- litlu af soðinu með vatni, vínediki og kryddi. Hitið upp soðið og setjið útbleytt matarlímið út í. Hellið lag af hlaupi í kökuform og setjið gulrótarlengjur, baunir, skornar agúrkur og perlulauk ofan í. Hellið örlitlu af hlaupi ofaná. Látið stífna í kæli. Leggið kjötsneiðarnar ör- lítið á ská í formið og hellið restinni af hlaup- inu í formið. Látið standa í kæliskáp yfir nótt. Látið formið smá stund í volgt vatn og losið á fat, skreytið með grænmeti og harðsoðn- um eggjum. ca. 1 kg svínakambur 1 gl niðursoðin paprika 4 gulrætur 1 bolli blandað grænmeti 4 stk niðursoðnar asíur eða agúrkur V2 bolli niðursoðinn perlulaukur salt, pipar og vínedik 10 blöð matarlím V21 soð 2 harðsoðin egg ANANASEFTIRRÉTTUR FYRIR 4 — 6 6 sneiðar ananas og Herring líkjör. Skerið ananassneiðarnar í tvennt og hellið líkjörnum yfir og látið standa hálftíma í kæli. Fylling: 1 peli rjómi, 50 gr muldar hnetur, 6 rauð kokteilber söxuð, 25 gr dökkt suðusúkkulaði, 1 msk líkjör. Þeytið rjómann og blandið hnetum, kokteilberjum og gróft rifnu súkkulaðinu saman við, bragðbætið með líkjör, búið til samloku úr ananassneiðunum með rjómafyllingu, skreytið með rauðum kokteilberjum. Borið fram kalt. dönsku og íslensku í dag. Mað- urinn minn var danskur konsúll eftir að Elías Pálsson fór. Svo þegar hann dó þá tók ég við því“. FYRIR DROTTNINGUNA — Eru það mikil umsvif að vera danskur konsúll? „Það var talsvert mikið hér áður fyrr. Hingað kom mikið af færeyingum. Það komu hingað færeyskir togarar sem þurftu allskyns þjónustu. Svo hefur þetta minnkað í seinni tíð. Þó er ýmislegt sem þarf að aðstoða Grænlendingana sem hingað koma á rækjutogurunum á vet- uma. Svo er hérna danskt far- andverkafólk. Þetta fólk þarf allt aðstoð hvort sem það eru vegna veikinda eða það þarf kannski nýtt vegabréf eða bara góð ráð. Svo ekki sé minnst á danskar „au-pair“ stúlkur sem eru hæstmóðins á ísafirði núna. Þær koma til mín eftir þrjá daga og vilja fara heim á reikning konsúlatsins. Þá eru þær orðnar leiðar á að heyra íslensku. Þetta getur verið skemmtilegt svona í bland, en þetta er tíma- frekt og maður gerir þetta jú bara fyrir Danadrottningu, því það er ekkert borgað fyrir þetta.“ — En vinnur þú mjög mikið núna? „Já, því miður þá vinn ég of mikið. Það vantar svo mikið fólk í bakaríið. En við höfum í gegnum árin verið mjög heppin með fólk. Þetta hafa verið in- dælis stelpur allar saman. Þannig að ég vinn alltaf frá 9 til 7 á hverjum einasta degi.“ — Hvað vinna margir í bakarí- inu? „í sumar vorum við með 21. Ég held að það séu 16 núna. En það hefur breyst mikið gegnum árin það sem er framleitt í bakaríinu. Nú til dags vinna allar konur úti og hafa ekki tíma til þess að baka sjálfar til heim- ilisins eins og áður tíðkaðist. Ég held að fólk borði miklu meira brauð núna en áður. I gamla daga tíðkaðist að hafa tvær heitar máltíðir á dag. En það er allt breytt. Einu sinni var líka bara til rúgbrauð, hveiti- brauð og sigtibrauð. En nú get- ur maður keypt ég veit ekki hvað margar sortir af brauði. í gamla bakaríinu er bakað úr meira en einu tonni af hveiti á dag. Þetta er líka orðið svo vél- vætt. Það eru alls konar vélar og nýtísku ofnar. Og nú er plássið orðið of lítið. Við þyrftum að hafa meira pláss.“ VILL FÁ KRINGLUR EINS OGí GAMLADAGA — Nú er Gamla bakaríið eina bakaríið eins og er, en það hefur verið samkeppni í gegn- um árin, hvað finnst þér um það, viltu hafa samkeppni? „Það er allt í lagi. Fólk hérna getur verið óánægt með að hafa bara eitt bakarí. En svo kemur annað bakarí og þá sér maður hvað skeður. Fólkið kemur aft- ur. Það er svo gaman þegar gamlir ísfirðingar koma hingað á sumrin. Þá kaupir það sér alltaf kókoslengju og kringlu eins og í gamla daga. Og rúg- sigtibrauð. Svo kaupir það nokkur brauð til þess að eiga í kistunni. Eins er þegar fólk er stundum að fara suður til að heimsækja pabba og mömmu.. Þá kemur það og kaupir kringl- ur til þess að hafa með suður.“ VIÐ VILJUM AÐ BÆRINN STÆKKI — Við vorum að tala áðan um bæjarbraginn á Isafirði í gamla daga. Finnst þér bærinn hafa breyst mikið? „Æi já, hann hefur breyst mikið en því miður þá finnst mér ekki hafa orðið nógu mikil framför. Mér finnst margt hafa staðið í stað síðustu 30 ár. Auð- vitað hefur margt breyst, við höfum núna hótel og sjúkra- húsið er að verða tilbúið. En það er alltof lítið gert fyrir ungt fólk á ísafirði. Og það er ljóst að ef ekki verður að gert, þá fer fólk að flytja í burtu. Svo vantar svo mikið af hús- næði til leigu. Það vantar alls staðar fólk. Ég gæti trúað að það vantaði 2 til 3 hundruð manns í vinnu hérna. En það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem er að koma hingað í vinnu kaupi sér hús strax. Ungt fólk á engan pening. Það verður að geta leigt til þess að byrja með. Það er til ungt fólk sem viil flytja út á land en þá verður líka að gera eitthvað fyrir það svo það vilji koma hingað. En við ættum að geta haft það gott hérna á ísafirði. Það er svo fallegt héma. Það eru skíðin og það er kominn þessi fíni golfvöllur. En það er hægt að gera meira. Það er hægt að vera með mini-golf og tennis og badminton. En það vantar í- þróttahús. Við sem eigum heima hérna við viljum að bærinn stækki meira. Hann á ekki að standa í stað. En það er búið að tala svo mikið og lengi um þetta, að það vanti iðnað og það vanti þetta og vanti hitt. En það er aldrei gert neitt. Það er bara talað og talað.“ — Það er farið að líða á þetta laugardagssíðdegi og ég er bú- inn að tefja Ruth alltof lengi. Hún hefur komið sér frábær- lega vel fyrir uppi á efstu hæð- inni fyrir ofan bakaríið. Þar býr hún í smekklegri íbúð sem hún hefur sjálf séð um að hanna. Útsýnið yfir bæinn i vetrar- kyrrðinni er ólýsanlega fallegt. Ruth er hluti af bænum og hún segir sjálf að hún sé orðinn meiri íslendingur en Dani eftir öll þessi ár. Eg stenst ekki freistinguna að spyrja Rut að lokum hvernig hún fari að því að halda sér svona unglegri. „Það er einfalt“ segir hún, „ég borða mikið grænmeti og tek lýsi á hverjum morgni. Svo geri ég leikfimisæfingar á hverjum einasta degi. Eg hef alltaf sagt að ef maður hefur ekki tíma til þess að eyða þremur kortérum á dag fyrir sjálfan sig, þá getur maður sko bara farið að pakka saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.