Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 34

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 34
34 vestfirska TTABLADID Eftir 20 ára starf í efnahags„þvarginu“ ákveður Jón Sigurðsson, borinn og barnfæddur ísfirðingur, að fórna góðum starfsframa og takast á við vandamálin frá annarri hlið. Vestfirska fréttablaðið gerði honum heimsókn daginn sem prófkjör Reykjavíkurkrata fór fram. Jón var þá þegar sjálfkjörinn í 1. sæti listans. Við röbbuðum um heima og geima, ísafjörð, Akureyri, Stokkhólm, Reykjavík, Washington, sjávarútveg púkanna á Isafirði, kvótakerfið, fiskverðsákvarðanir, leiklistarstarfsemi og framtíðarverkefni íslenskra stjórnmálamanna. Jón Sigurðsson, hverfur úr góðri stöðu forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar og gerist Alþingismaður. Ljósmynd Gunnar V. Andrésson. hjá Ragnari H. Ragnar. Árni rann hinsvegar fljótt fram úr mér og öðrum á skíðum og var svo poppstjarna á rokktímabilinu. Af því missti ég nú reyndar". Af vestfirskum og norðlenskum stofnum 6 Hvernig bær var ísafjörður á æskuárum þínum? „Hann var eins og hann er enn, skemmtilegt og samstætt bæjarfé- l_ag, það var gott að vera barn á ísafirði, þegar ég var að alast upp. Við bjuggum við mikið frelsi til athafna hvort heldur var við sjó eða í fjalladölum" — Hverjir voru foreldrar þínir? „Það voru þau hjónin Kristín Guðmundsdóttir, vestfirsk í báðar ættir. Hún var dóttir Guðmundar Á eigin ábyrgð frá Jón Birgir Pétursson ræðir við Jón Sigurðsson Þrátt fyrir heilan aldarfjórðung „að heiman“ ber Jón Sigurðsson það með sér að hann er Vestfirðing- ur. Ég heyri það strax á mæli hans. Hann talar um að hann langi, — ekki að hann lángi, eins og aðrir landsmenn bera þetta orð fram, ranglega munu víst sannir Vestfirðingar segja. Á borði hans í Þjóðhags- stofnun grillir í Vestfirska fréttablaðið. Ég hef reyndar oft tekið eftir því í viðtölum við athafna- menn í höfuðborginni að það blað er sýnilegt ekki síður en Reykjavíkurblöðin. Menn vilja fylgjast ná- kvæmlega með sínum heimaslóðum. „Ég er fæddur og uppalinn á ísafirði. Fæddist nánar tiltekið 17. apríl 1941, reyndar heilum degi á undan útgefanda og ritstjóra Vest- firska fréttablaðsins, honum Árna Sigurðssyni. Við Árni áttum eftir að verða samferða lengi eftir það og bröll- uðum margt ásamt fleiri strákum á svipuðu aldursskeiði. En ekki voru það allt tóm strákapör því við vorum líka saman í barnakór Halldórssonar sjómanns úr Arn- ardal og Guðrúnar Friðriksdóttur úr Arnarfirði. Faðir minn var Sig- urður Guðmundsson bakari í Fé- lagsbakaríinu, en l'aðir hans var séra Guðmundur Guðmundsson í Gufudal í Gufudalssveit, en hann flutti til ísafjarðar um aldamótin. Hann var mikill félagsmálamaður hann afi minn, bindindisfrömuð- ur, átti þátt í að stofna kaupfélag- ið og bökunarfélagið(Félagsbak- aríið) og var kaupfélagsstjóri um skeið, hann var ritstjóri ísafjarð- arblaðanna Njarðar og Skutuls, auk þess sem hann var fríkirkju- prestur í Bolungarvík um tíma. Guðmundur var Húnvetningur að ætt, fæddur á Litlu-Giljá í Þingi. Kona hans og amma mín var Rebekka Jónsdóttir frá Gautlönd- um í Mývatnssveit". — Mér skilst að faðir þinn hafi lagt drjúgt lóð á vogarskálarnar í pólitíska lífinu á ísafirði? ,,Ég veit ekki nógu mikið um það. Þó veit ég að hann var mikill áhugamaður um almannatrygg- ingar og var lengi í stjórn Sjúkra- samlagsins. Hann var jafnaðar- maður og átti nokkuð safn bóka um stjórnmál og sögu. Foreldrar mínir dóu bæði meðan ég var ung- ur, móðir mín 1951 og faðir minn 1956. — Hvar bjugguð þið, þú og þín fjölskylda? „Við áttum heima að Silfurgötu 11 í húsinu þar sem Félagsbak- aríið var til húsa. Við strákarnir sóttum auðvitað mikið niður í Dokku, fengum lánaða báta og rérum út á Sund. Það var mikið athafnalíf þarna í Dokkunni á þessum árum, þegar trilluútgerðin blómstraði. Við strákarnir þótt- umst heldur en ekki menn með mönnum, unnum okkur inn ein- hverja skildinga með því að stokka upp og stinga kúfisk á Rif- inu, sem við seldum síðan trillu- köllunum fyrir beitu. Ég naut þarna móðurbróður míns, Gísla í Amsterdam og sona hans, sem voru sjómenn. Tilraunaútgerð við Fjarðarstrætið „Við reyndum jafnvel fyrir okkur í útgerð innan við ferm- ingu, lögðum kolanet framan við Fjarðarstrætið. Ég man einna best eftir svona útgerð með honum Hjalta Hjaltasyni, sem núna er með Djúpbátinn, líklega var þetta sumarið 1953. Mig minnir nú að þessi útgerð á skektunni hans frænda míns hafi ekki orðið lang- líf eða ábatasöm, eitthvað voru netin að flækjast fyrir okkur. Þó minnir mig að við höfum a.m.k. einu sinni komist svo langt á út- gerðarbrautinni að hafa lagt upp afla í Norðurtanganum. Þegar ég nefni Norðurtangann dettur mér auðvitað Jón Páll Halldórsson í hug, sem í minni bernsku stjórnaði skátafélaginu Einherjum, jafn vel og hann stjórnar Norðurtanganum. Haf- steinn Hannesson, Gunnlaugur Jónasson og Gunnar Jónsson voru einnig ósérhlífnir foringjar fyrir ísafjarðarskáta. Ég starfaði mikið í skátahreyfingunni, fyrst sem ylf- ingur og seinna í skátastarfi. Fé- lagsstarf unglinga var mikið á þessum árum á ísafirði, ekki síst í íþróttafélögunum. Ég stundaði t.d. fótbolta af miklum áhuga í fjórða og þriðja aldursflokki með knattspyrnufélaginu Herðil'. — Mér skilst að vinátta ykkar Jóns Baldvins hafi byrjað á æsku- slóðunum vesturá ísafirði? Jón og Laufey ásamt dætrunum, Önnu Kristínu og Rebekku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.