Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 52
52
Litið um öxl á aðventu
Margrét
Kristjáns-
dóttir,
Bolungarvík
Nú er árið 1986 senn á enda,
aðeins lokaspretturinn eftir.
Fólk fer að flýta sér svo um
munar, til þess að ljúka öllu sem
þarf fyrir hátíðir og áramót.
Ljúka því sem átti að gera en
gleymst hefur og verið trassað
þar til nú að allt er að verða um
seinan.
Þetta ár verður mér minnis-
stætt margra hluta vegna. Því
verður ekki neitað, að fjölmiðl-
ar eiga sinn þátt í því hvernig ég
man einstaka atburði eins og
hörmuleg slys með ótímabær-
um mannskaða og hinsvegar
björgun úr lífsháska á síðustu
stundu. Meðferð fjölmiðla á
ýmsum málaflokkum gera það
að verkum að við hugsum um
og munum betur eftir þeim en
annars hefði orðið. Við getum
t.d. tekið mikla umfjöllun um
allskyns misferli sem beint og
óskar meðlimum
sínum og öllum
öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á komandi
ári.
óbeint snerta almenning m.a.
vegna þess að þau tengjast fyr-
irtækjum sem almenningur
hefur viðskipti við og hefur
hagsmuna að gæta hjá. Ég lít
svo á að aðhald það sem fjöl-
miðlar veita með upplýsingum
af þessu tagi sé til góðs.
An efa mun þessa árs verða
lengi minnst sem ársins þegar
leiðtogar stórveldanna komu til
Reykjavíkur til þess að ræða
Gleðileg jól,
heillaríkt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Leikfangasmiðjan Alda sf., Þingeyri
afvopnun. Þessi stórviðburður
held ég að hafi ekki farið fram-
hjá mörgum hér á landi. Við
bundum miklar vonir við sam-
vinnu þessara valdamiklu
manna í þá átt að hindra það
vitfirrta vígbúnaðarkapphlaup
sem átt hefur sér stað undan-
farin ár og áratugi. Á sérstöku
friðarári Sameinuðu Þjóðanna
vonuðust margir til að sjá ein-
hvern árangur til góðs fyrir
mannkynið.
Samgöngumál eru ofarlega í
huga mínum þegar litið er til
liðins árs. Það hafa orðið veru-
legar breytingar til batnaðar í
samgöngumálum okkar vest-
firðinga og á það ekki síst við
um okkur hér í Bolungarvík,
með tilkomu nýja vegskálans á
Óshlíð. Mig og ef til vill fleiri
dreymdi alltaf um jarðgöng sem
samgöngubót milli Bolungar-
víkur og ísafjarðar. Ég hlýt að
viðurkenna það, að ef ég slyppi
við að fara Óshlíðina inn á ísa-
fjörð, myndi ég notfæra mér í
miklu meira mæli ýmislegt sem
ísafjörður hefur upp á að bjóða,
en ég er vissulega þakklát fyrir
hverja þá samgöngubót sem
gerð er í þágu okkar allra.
Við sem áhuga höfum á fé-
lagsmálum erum vissulega oft
með hugann þar við, ekki síst
þegar dregur að áramótum og
við lítum yfir liðinn tíma og
verkin sem unnin voru. Félags-
líf er hér mikið og gott. Stjórnir
hinna ýmsu félaga hafa þó
fengið slægan keppinaut um
tíma fólks. Sá keppinautur eru
fjölmiðlarnir. Þó svo að við
höfum ekki allar þær stöðvar og
rásir sem suðvesturhornið hefur
uppá að bjóða, hefur það reynst
æ erfiðara að ná fólki á félags-
fundi og til starfa í hinum ýmsu
félagsdeildum. Afleiðingin
verður sú að æ meiri vinna
hleðst á færri manneskjur, sem
ef til vill endast þá skemur í fé-
lagsmálum af atorku en annars
hefði orðið.
Kvenfélagið Brautin er75 ára
um þessar mundir. Félagið hef-
ur mörg hefðbundin, misstór
verkefni á sínum snærum.
Verkefni sem dags daglega er
ekki mikill gaumur gefinn, en
mundi sjálfsagt verða tekið eftir
ef félagsins nyti ekki við. Á ég
við aðild þess að allskonar
starfsemi með eldra fólkinu hér,
svo sem opnu húsi og heim-
sóknir við ýmis tækifæri í
Sjúkrahús Bolungarvíkur. Þá
má nefna árshátíð eldri borgara
sem er sameiginleg árshátíð
Kvenfélagsins sjálfs. Á þessu ári
var farið inná nýjar brautir við
undirbúning 17. júní hátíða-
haldanna. Áður sameinuðust
2—3 félög um undirbúning og
var það gert í sjálfboðavinnu
með lítilli ágóðavon fyrir við-
komandi félög. Það var orðinn
mikill hörgull á fólki til þessara
starfa og því fór Kvenfélagið
Brautin ásamt fleirum fram á
breytingar, sem fyrst komu til
framkvæmda í sumar.
Það má ekki gleyma þeim
mikilvæga þætti sem aðild
Kvenfélagsins að Félagsheimil-
inu er. Fjárhagsstaða Félags-
heimilisins hér hefur eins og hjá
svo mörgum öðrum verið ansi
bágborin undanfarin ár. Aukið
stofnfjárframlag aðildarfélag-
anna breytti stöðunni nokkuð
til batnaðar, en margt er ógert
li.'
vestfirska
TTADLADID
svo sem fyrirhuguð stækkun
sem vonandi verður möguleg á
næsta áratug. Þessi fjárútlát
Kvenfélagsins hafa sett sitt
mark á getu þess til að sinna
stórum verkefnum eins og áður.
Þrátt fyrir þetta eru Brautar-
konur bjartsýnar á framtíðina.
Hér eru fíeiri starfsöm félög
og má þar nefna Slysavarnarfé-
lagið, Sjálfsbjörg og Ung-
mennafélagið. Á þessu ári
eignaðist Björgunarsveitin Ern-
ir nýjan snjóbíl, sem mun eftir
breytingar verða stórkostlegt
hjálpar- og flutningstæki.
Ég minnist með gleði ferða-
lags sem 2 barna minna áttu
kost á að fara í s.l. sumar. Þetta
var ferð Sunddeildar UMFB til
Neskaupstaðar í æfingabúðir
og í framhaldi af því ferð til
Reykjavíkur með viðkomu á
ýmsum stöðum. í Reykjavík
tóku þau þátt í aldursflokka-
móti og stóðu sig með prýði.
Þessi ferð tók 11 daga og hefði
ekki verið framkvæmanleg án
ótrúlegrar elju og áhuga þjálf-
ara og foreldra hér í Bolung-
arvík. Einnig hafa bæjaryfir-
völd sýnt þessum málum virð-
ingarverðan stuðning. Allur
stuðningur og áhugi almenn-
ings í málefnum unglinga er
hverju bæjarfélagi nauðsynleg-
ur. Við foreldrar treystum því,
að svo lengi sem böm og ung-
lingar hafa holl frístundaá-
hugamál, eins og sund og fleira,
verði þau síður fíkniefnum og
fylgikvillum iðjuleysis að bráð.
I þessum málum þurfum við
stuðning allra, ekki bara for-
eldra þess aldurshóps sem í dag
eru að alast upp.
Það eru ekki bara unglingar
og börn sem ferðast. Við full-
orðna fólkið ferðuðumst mikið
á árinu. Við nutum ómældrar
gestrisni og gleði á okkar ferða-
lögum og vorum gestgjafar
annarra. Meðal gesta okkar var
Karlakór frá Finnlandi og gafst
okkur þá tækifæri til að endur-
gjalda þeim höfðinllegar mót-
tökur frá árinu áður og treysta
vináttubönd frændþjóða mill-
um.
Ég var í hópi tæplega 40 or-
lofskvenna sem fóru í 4ra daga
rútuferð norður um land til
Húsavíkur. Frá Húsavík er mér
ofarlega í minni einstaklega
góðar móttökur og svo heim-
sókn í Safnahúsið, og þó sér-
staklega í Skjalasafn Þingey-
inga.
Heimsókn sem þessi vekur
spurningu um það hvort eitt-
hvað svipað gæti átt sér stað hér
á Vestfjörðum. Ég hvet fólk
eindregið til að heimsækja þetta
safn eigi það þess kost. Þessi
orlofsferð verður lengi í minn-
um höfð. Ekki vegna blíðviðr-
isins, því það rigndi mestallan
tímann, heldur vegna ferða-
gleðinnar og hversu allar þessar
konur á aldrinum 25—80 ára
voru jákvæðar ver í annarrar
garð.
Megi jólahátíðin sem í hönd
fer færa okkur samskonar hug-
arfar í garð náungans og til allra
manna hér á jörð, eins og það
hugarfar sem ríkti meðal ferða-
langanna í sumar. Mætti sú
hugsun fylgja okkur um alla
framtíð.
Margrét Kristjánsdóttir, Bol-
ungarvík.