Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 19
19
nema í viku þegar Tryggvi
tengdapabbi kom til mín og
sagði að nú þyrfti ég að hjálpa
til við að afgreiða í bakaríinu.
Nú ég sagðist náttúrulega ekk-
ert geta talað við fólkið. „Það er
allt í lagi,“ sagði hann, „ég skal
kenna þér.“ Svo lét hann mig
þylja tölurnar og læra að segja
„Gjörðu svo vel“ og „Takk fyr-
ir“. Svo bara setti ég á mig
svuntuna og fór fram í bakarí.
Það var alveg hræðilegt. Ég var
svo nervus. Ég er viss um að fólk
hefur haldið að ég væri mállaus,
að ég gæti bara brosað.
BYRJAÐ AÐ VERSLA
Við Aðalbjörn eignuðumst
fljótlega bíl, það var gamall
Skódi. Nú það var náttúrulega
ekki hægt að fá einn einasta
varahlut í bílinn hérna.
Svo það varð úr að við fórum
að selja varahluti í bíla. Við
bjuggum til smákompu þar sem
nú er inngangurinn í Aðalstræti
24 og opnuðum búð. Þá var
húsið bara ein hæð. En það var
nú þannig með bílstjórana sem
komu í búðina, þeir voru
stundum að gera at í mér af því
ég kunni ekki nógu mikið í
málinu. En það var mjög
skemmtilegt allt saman. Við
rákum þó ekki varahlutaversl-
unina nema í tvö ár þetta gekk
ekki nógu vel. Það voru svo
mikil lánsviðskipti svo við bara
ákváðum að hætta þessu.
TÚLÍPANAR í BRÚÐAR-
VENDINUM
Við bjuggum uppi í Brunn-
götunni, Tryggvi tengdafaðir
minn á hæðinni og Tryggvi
bróðir Aðalbjamar í kjallaran-
um. Þetta var ósköp þröngt en
þarna bjuggu allir í sátt og
samlyndi. Við áttum nú ekki
svo mikið af húsgögnum þegar
við komum frá Danmörku. Við
höfðum fyrst bara eitt herbergi.
Þegar við komum fyrst til
Reykjavíkur frá Danmörku þá
sagði Tryggvi tengdapabbi við
Aðalbjörn: „Þetta er nú ekki
hægt, að koma til Isafjarðar
með danska konu og þið eruð
ekki einu sinni gift.“ Svo
tengdapabbi hringdi bara í séra
Bjarna strax og spurði hvort
hann vildi ekki gifta son sinn
snöggvast. Síðan vorum við
drifin upp í Háskólakapelluna
og þar vorum við gift. Þetta var í
febrúar svo það voru bara túlí-
panar í brúðarvendinum.
Við bjuggum fyrst í þessu
eina herbergi og það eina sem
við áttum var píanó og hjóna-
rúm. Aðalbjöm var mjög
músíkalskur og var með hljóm-
sveit hérna sem spilaði fyrir
dansi á Uppsölum. Það var
alltaf tími fyrir músíkina þó
mikið væri að gera. Úti í Dan-
mörku þá sótti hann tíma hjá
prófessor í píanóleik. Aðalbjörn
var afskaplega fjölhæfur mað-
ur, hann teiknaði og málaði
líka. Hann gerði allt svo vel sem
hann gerði.
Fyrst eftir að við svo stofn-
uðum húsgagnaverslunina vor-
um við aðeins með húsgögn frá
verslun sem hét Valbjörg á Ak-
ureyri. En það var ekki mjög
lengi, við fórum fljótlega að
kaupa húsgögnin frá fleirum og
eins að flytja þau inn frá Dan-
mörku. Það rýmkaðist svo mik-
ið þegar Landsbankinn flutti úr
húsinu en þeir voru hér með
útibú þangað til þeir fluttu
uppeftir. Þetta er nú búið að
ganga í þrjátíu ár og var á sínum
tíma fyrsta og eina húsgagna-
verslunin á Vestfjörðum. Síðan
eru auðvitað komnar margar
aðrar en það gengur ágætlega
við virðumst geta þrifist öll
saman.
Þegar Aðalbjörn
lést, þá var það
eins og að missa
hægri hendina.
Bakaríð tekur drjúgan hluta af tíma hennar.
BYGGINGARBASL MEÐ
BAKARÍIÐ
— En þegar þú komst hérna
fyrst, voru þá ekki fleiri bakarí
hérna?
„Jú, það var Norska bakaríið
sem var í Silfurgötunni þar sem
Straumur er núna. Svo var Fé-
lagsbakaríið í Silfurgötu. Við
vorum með bakaríið í gömlu
húsi hérna á bakvið, svo lágu
göng yfir í Aðalstræti 24 og
þaðan var allt sem var bakað
handlangað gegnum lúgu.
Síðan var það 1970 sem við
fórum til Kaupmannahafnarog
keyptum nýjan ofn og ætluðum
að flytja bakaríið um haustið og
stækka það. Maðurinn minn
fékk svo hjartaslag og dó þetta
sama ár, í júlí.
Þá voru góð ráð dýr. Ég vissi
ekki alveg strax hvað ég ætti að
gera, hvort ég ætti að selja og
hætta eða hvað. María dóttir
mín var 7 ára og strákarnir voru
sautján og nítján ára. Það varð
svo ofan á að við héldum áfram.
Og svo var haldið áfram að
skipuleggja breytingarnar sem
við vildum gera. Við vildum
fyrst byggja hérna á bakvið.
Fyrst var bakaríið flutt í sama
húsið og búðin á bakvið þar
sem við settum upp nýja ofninn
í febrúar 1971.
Svo fyrir þremur fjórum ár-
um þá fórum við að sækja um
að fá að byggja hérna á bak við.
Við sendum teikningar inn til
bæjarins og það var alltaf sama
svarið. Nei. Samt getur hver
sem er séð að það er miklu betra
fyrir bakarí að hafa það á jarð-
hæð. En þessir menn vissu ekki
hverju þeir voru að neita. Þeir
Bolungarvíkur-
kaupstaður
sendir bestu óskir um gleðilega
jóla- og nýárshátíð og þakkar
árið, sem er að líða.
Bæjarstjórinn í Bolungarvík.
vildu bara að við byggðum of-
aná.
En það ætluðum við alltaf að
gera hvort sem var. Þakið á
gamla húsinu var ónýtt og var
búið að vera lengi. Við vildum
hafa bakaríið á jarðhæð á bak-
við en hafa húsgagnaverslunina
á annarri hæð í þessu húsi og
svo að hafa íbúðir á efstu hæð-
unum.
Nú en það er ekkert við því
að gera svo að það var farið í
það að byggja ofaná og 1983
flutti bakaríið hérna uppá aðra
hæð. Samstarfið hér við bygg-
inguna hefur verið alveg fram-
úrskarandi gott.“
EINS OG AÐ MISSA HÆGRI
HÖNDINA
„Maður getur það sem mað-
ur vill, það segi ég. Þú sérð að ég
stend uppi ein með þrjú börn.
Maja mín var sjö ára. Aðalbjörn
hafði aldrei verið veikur, aldrei.
Þá þýddi ekki annað en að taka
sér tak og vera dugleg.
Þegar þetta skeði þá vorum
við farin að hugsa um að hafa
það dálítið gott. Þetta var ægi-
legt áfall. Svona eins og að
missa hægri hendina. Fyrsta
árið á eftir, þá vann ég alltof
mikið 12 til 14 tíma á hverjum
einasta degi. Það endaði með
því að ég fékk brjósklos í bakið.
— Hér er kannski rétt að skjóta
því inn að það má segja að ein
fjölskylda byggi þetta hús.
Mágkona Rutar býr hinu megin
á efstu hæðinni. Tryggvi
Tryggvason umboðsmaður
Eimnskips er með skrifstofu í
húsinu en hann er bróðir Svan-
bjarnar sem rekur leikfanga-
verslun á neðstu hæðinni. Faðir
þeirra var bróðir Aðalbjarnar.
Einnig eru til húsa þarna
Reiknistofa Vestfjarða og Sig-
urður Thoroddsen er með
skrifstofu á annarri hæðinni.
Talið berst nú aftur að fyrstu
árum Rutar á ísafirði og mig
langar til þess að vita hvort
Gamla bakaríið hafi haft ein-
hverja sérstöðu á meðan hér
voru 4 og 5 bakarí. Rut dregur
úr því og segir að þau hafi alltaf
lagt áherslu á góðar vörur. Það
hafa gamlir ísfirðingar sagt mér
að hér áður var Gamlabakaríið
svokallað konditorí, þar sem
var hægt að setjast niður við
marmaraborð og kaupa sér
mjólkurglas og köku og hafi
þetta verið mikið sport.
Rut segir að ísfirðingar hafi
fyrir löngu týnt því niður og þau
hafi hætt með þetta fyrir mörg-
um árum.
ÞEIR GÖMLU GÓÐU DAGAR
— Segðu mér Rut, hvernig
maður var Tryggvi Jóakimsson
tengdafaðir þinn?
„Hann var ægilega góður og
fínn maður. Hann hafði ferðast
viða um lönd. Konan hans var
þýsk frá Dresden í Þýskalandi.
Hún missti móður sína ung og
síðan vildi svo til að hún réðist í
vist sem barnapía til Ameríku.
Þar dvaldist Tryggvi og þegar
hann eitt sinn fór heim til
kunningja síns eftir frimúrara-
fund þá hitti hann þessa ungu
stúlku sem þar var barnapía.
Viku síðar voru þau gift og