Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 42

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 42
42 íí vestfirska TTABLASIB — Og síðan hefur sjómennska verið þitt aðalstarf, ekki satt? „Ójú, ég kann ekkert annað. Ég hef nú verið að gutla við sjó í sextíu ár. Ég var að koma í land í gær. Við fórum saman út til Svíþjóðar, ég, Dóri Hermanns og Ægir Ólafs að sækja bát sem þeir voru að kaupa og fórum út með annan sem fór í úreldingu. Ég var stýrimaður á leiðinni upp. Þetta er 110 tonna bátur. Við fengum hálfgerðan brælu- skít á leiðinni, ekkert vont veður sosum.“ — En svo við rifjum áfram upp þína fyrri tíð. Hvenær komstu fyrst til ísafjarðar? „Það var 1929. Þá réðist ég á Samvinnubátana sem voru kallaðir „Rússar.“ Þeir voru smíðaðir í Noregi. Tveir þeirra voru smíðaðir í Svíþjóð en þeir komu ekki fyrr en 1930. Ég var ráðinn háseti hjá Samvinnufé- laginu 15 ára gamall. Við vor- um á útilegu á línu. Sóttum suður undir Jökul og svo auð- vitað hérna útaf. Svo var það síldin á sumrin.“ — Geturðu lýst fyrir mér vinnubrögðum á þessum veið- um? „Það var beitt á dekkinu. Hásetarnir beittu, stýrimaður- inn skar beituna. Aflinn var allur flattur og saltaður um borð. Við vorum venjulega 12 um borð á vetrarvertíðinni, en 16 á sumrin á síldinni.“ — Hvað stóðuð þið lengi? „Það var oft sólarhringurinn og meira en það. Sérstaklega eftir að björt varð nótt.“ — Fór þetta ekki illa með menn að vinna svo lengi? „Ég veit það ekki. Ég finn hvergi til. En hinu er ekki að leyna að þegar menn eru orðnir syfjaðir og þreyttir þá verða af- köstin ekki mikil. Það sýndi sig þegar vökulögin fyrstu komu, að þá fóru menn að afkasta lengri línu og það varð betra fiskirí.“ — Hvað tók við eftir Sam- vinnubátana? „Ég var þar til 1933. Þá fór ég á togara, Hávarð ísfirðing. Þá voru gerðir héðan út tveir tog- arar, Hávarður og Hafsteinn. Þá voru komin vökulög um átta tíma á sólarhring og það fannst manni mikill lúxus, bara þægi- leg og góð vinna. Það kom auð- vitað fyrir þegar mikið barst að að menn voru beðnir að standa frívakt, en þá fékkst einhver uppbót fyrir það í lifur eða ein- hverju svoleiðis. Kaupið var 214 krónur á mánuði og frítt fæði, og þótti gott. Svo yfir ver- tíðina þá gerði lifrin annað eins í kaup á mánuði en þá var eins og þú veist öll lifur hirt.“ — Hvað hafði landverkamaður í kaup á þessum árum? „Ég held ég muni það rétt að það hafi verið króna og tuttugu á tímann. En það var bara enga vinnu að hafa í landi þá. Það var svo stopul vinna. Það var slegist um plássin á togurunum. Og maður komst í þetta gegn- um kunningsskap. Matthías Ásgeirsson frá Álftamýri var framkvæmdastjóri fyrir útgerð- ina. Eins var þegar ég var að byrja. Þá var Kristján bróðir vélamaður á þessum bát sem ég fór á og hann hljóp oft undir bagga þegar verst gekk.“ MAÐUR REYNDIAÐ SÝNAST DUGLEGUR — Varstu lengi á togurum? Hávarður ísfirðingur. Fyrsti togarinn, sem Hjörtur Bjarnason réðst á sem háseti. „Jú það var býsna lengi. Ég var stýrimaður á Hugunum inná milli en fór svo á togarana aftur. Ætli það hafi ekki verið 23 eða 4 ár.“ — Leiddist þér aldrei, langaði þig aldrei í land? „Það þýddi ekkert. Ef maður hefði beðið um frí, þá hefði verið sagt að maður gæti jú fengið frí en maður þyrfti ekk- ert að koma aftur. Það var samkeppni um plássin. Maður varð að gera það sem maður gat til þess að sýnast vera duglegur.“ — Hefurðu prófað að vera á skuttogara? „Já ég hef prófað það. En það á ekki saman miðað við gömlu togarana, nema nafnið. Að vinna þetta allt undir dekki samanborið við að vera á dekki í hvaða veðri sem var. Þetta voru sjókæfur þessir gömlu kláfar, og þetta var alltaf drekkhlaðið. Hávarður var rúmlega 300 tonna skip og þeg- ar við vorum á saltinu þá voru tekin 100 tonn af kolum, 100 tonn af salti fyrir utan vatn og svoleiðis. Hann var hlaðnari þegar hann fór út en þegar hann kom inn. Þetta var enda alltaf á kafi. Maður varð oft blautur í fæturna. Það þótti ekki mikið að fara uppfyrir tvisvar þrisvar á vakt.“ — Nú var fiskað í salt á þessum togurum. Voru þetta ekki lang- ar útivistir? „Nei þær voru ekki mjög langar, svona hálfur mánuður. En þeir gátu orðið langir túr- arnir. Ég var með í einum Grænlandstúr sem tók sjö vik- ur. Þeir sem sigldu með aflann og lönduðu saltfiski í Esbjerg í Danmörku voru lengur, eða tvo og hálfan mánuð.“ — Það hefur ekki verið hægt að tala um mikið fjölskyldulíf hjá mönnum sem þetta stunduðu? „Nei það gleymdist alveg.“ — Hefðirðu viljað gera eitthvað annað? „Mann langaði oft í land. Sérstaklega á vorin þegar mað- ur var að fara út í góðu veðri til þess að toga í þokunni og bræl- unni á Halanum en.allir voru uppáklæddir í landi. Maður fékk heldur andskot- ann engin frí á þessu. Það voru engin hafnarfrí. Það var komið inn klukkan sex á morgnana og farið út klukkan sex á kvöldin. Það færi enginn út á sjó upp á svona býtti í dag, ekki einn ein- asti maður. Svo var blásið út sem kallað var, gerð ketil- hreinsun einu sinni á saltvertíð- inni. Þá fékk maður tvo daga í frí. Þetta gekk náttúrulega ekki svona allt árið. Það voru stopp milli vertíða meðan verið var að þrífa og mála. Kannski mánuð- ur í hvort skipti.“ — Tóku menn þá aldrei frítúra? „Það þorði því enginn. Þessir skipstjórar sem þá voru líktust ekkert þeim skipstjórum sem eru á togurunum í dag. Þetta voru fáir menn sem þetta stunduðu yfir landið og þetta voru eins og konungar í ríki sínu. Maður þorði varla að tala við þá. Fyrst þegar ég byrjaði á togara þá borðaði skipstjórinn í annarri káetu en við. 1 dag eru þeir bara eins og einn af strák- unum. En hér áður þá vissi maður varla hvort maður átti að þéra þessa kalla eða hvað, eða hvort manni var yfirleitt óhætt að yrða á þá. Og þeir vissu sumir vel af sér. Bókin sem hann Jónas Árnason skrifaði um hann Jóngeir, „Tekið í blökkina“, hún lýsir þessu vel eins og það var. — Hvernig var með kost í svona löngum túrum? „Hann entist. Það var nátt- úrulega dósamjólk. Og við komum tvisvar til Grænlands til þess að taka olíu og viðbótar- kost. Þá tíðkaðist að baka allt um borð bæði brauð og kökur. En þetta var ágætis líf. Aðbún- aður á þessum skipum þótti góður á þeirra tíma mæli- kvarða, þó hann þætti ekki beysinn í dag.“ — En svo fórstu sjálfur í útgerð? „Já, ég keypti lítinn bát þegar ég hætti á togurunum. Éór á rækju og skak. Það var hægt að hafa það ágætt. Rækjan hefur alltaf gefið nokkuð góðan pening.“ — En þú hefur stundað fleira en fiskveiðar, þú hefur veitt eitt- hvað fleira? „Ég læt það vera, þó hef ég alltaf haft gaman af að fara með byssu. Svo hef ég farið dálítið eftir eggjum bæði í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Maður fór í björgin á hverju vori hér áður fyrr. En ég var ekki nema eitt vor alveg í eggjunum. Það vor var ég í félagi með mönnum frá Homi og við tókum 33.000 egg. Þau voru svo seld hérna á ísa- firði meðal annars eins og gert er enn. En þetta er alltof mikil vinna miðað við afraksturinn. Þá vildi ég heldur vera á sjón- um. Nú svo fór maður oft og fékk sér egg í soðið þegar við vorum á skakinu.“ — Varstu lofthræddur? „Nei en ég hef alltaf farið varlega. Það er betra að fara hægt og komast það. Þeir sem ekki kunna á kletta að ættu ekkert að vera að þvælast í björg. En annars hef ég stundað allskyns veiðar, selaveiðar, skotið tófu og rjúpu og fleira.“ — Hvað þarf til þess að vera góður veiðimaður? „Ég veit það ekki. Þetta er nú meira sér til gamans gert en að til þess að hafa eitthvað upp úr því. Það eru margar ferðir sem maður fer nú fyrir lítið en á- nægjan er svipuð. Það er alltaf gaman að fá veiði, en hún er ekki alltaf fyrir hendi. Þú sérð *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦>t** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Óskum viðskiptavinum vorum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦******♦♦♦**♦♦♦♦♦♦♦♦**************************** #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.