Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 26

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 26
Asgrímur —Bók um einstæðan listamann— Listasafn ASf og bókafor- lagið Lögberg hafa í sam- vinnu við Ásgrímssafn gefið út bók um einn hinna miklu meistara í íslenskri málara- list, Ásgrím Jónsson. f bókinni eru rúmlega sex- tíu listaverk Ásgríms í vand- aðri eftirprentun og hafa mörg þeirra aldrei verið prentuð áður. Listaverkin eru í eigu Ásgrímssafns, Lista- safns íslands, Listasafns ASÍ og ýmissa stofnana og ein- staklinga. Hrafnhildur Schram list- fræðingur núverandi for- stöðumaður Ásgrímssafns og Hjörleifur Sigurðsson list- málari rita texta bókarinnar. Björg Þorsteinsdóttir mynd- listarmaður fyrrverandi for- stöðumaður Ásgrímssafns, Guðmundur Benediktsson listfræðingur og Hrafnhildur Schram listfræðingur önnuð- ust val listaverka í bókina. Þeim til ráðuneytis voru Hörður Ágústsson listmálari og Torfi Jónsson myndiistar- maður. Bókin er litgreind, prentuð og bundin í Odda. Á bókarkápu segir: „Saga Ásgríms Jónssonar er ævintýri líkust Lítill dreng- ur með glampa í augum tekur sig upp úr sveitinni til að freista gæfunnar í kaupstað. Forsjónin er honum hliðholl og neistinn, sem með honum býr, fær að glæðast á arni listhneigðra menningar- heimila. Málarinn ungi heldur til náms í erlendum borgum, og þegar hann snýr heim fullþroska, færir hann með sér bjarma af heimslistinni. Ævistarf sitt vinnur Ásgrímur í þögulli virðingu fyrir við- fangsefni sínu og vanda list- arinnar og hlýtur af því vax- andi orðstír og aðdáun. Þeg- ar löngum og annasömum ævidegi hallar til loka gefur hann þjóðinni aleigu sína, hús og safn ómetanlegra listaverka. Dýrari gjafir hafa ekki oft verið reiddar fram hér á landi.“ Hrafnhildur Schram list- fræðingur, einn af höfundum bókarinnar var svo vinsam- leg að velja úr bókinni brot úr texta til birtingar í Vestfirska fréttablaðinu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. FYRSTU ELDGOSA- OG ÞJÓÐSAGNAMYNDIR Á árunum milli 1945 og 1957 málar Ásgrímur mikla röð eld- gosamynda. Allar götur frá 1908 vann hann að þessu myndefni öðru hverju, og eru tvær elstu myndirnar varðveitt- ar í Ásgrímssafni. Þessar tvær elstu myndir eru málaðar með vatnslitum á blöð úr teikni- blokk sem Ásgrímur hafði keypt í Róm. Þetta kemur heim við æviminningar hans, en þar kemur fram að hann hafi byrjað að vinna að eldgosamyndum meðan á Italíudvölinni stóð. Ekki er ólíklegt að umhverfi og atburðir suður á Italíu hafi orð- ið til þess að vekja hann til um- hugsunar um slíkar náttruu- hamfarir og örva hann til list- rænnar úrvinnslu. I bréfi til Einars Jónssonar minnist hann á að skammt frá Rocca di Papa sé jarðeldasvæði og segir frá tveimur miklum eldgígum „sem glápa á mann eins og tvö stór- kostleg augu.“ I árslok 1908 urðu á Ítalíu miklar náttúruhamfarir er tveir ítalskir bæir hrundu til grunna og hátt á annað hundrað þús- und manns fórust í jarðskjálft- um á Sikiley og í Kalabríuhér- aði. Frá þessu greinir Ásgrímur í bréfi til Einars Jónssonar, en hann mun ekki hafa verið sjón- arvottur að þessum hamförum. Önnur eldgosamyndanna sem Ásgrímur málar á Italíu sýnir stílfært eldfjall og mikið leiftur sem gengur upp á miðjan himin yfir gígnum. I forgrunni eru menn á flótta. Þegar alls er gætt er óhugsandi að Ásgrímur hafi séð eldgos á íslandi fyrir 1908. Árið 1902 gaus í Grímsvötnum, en þá dvelst Ásgrímur við nám í Danmörku. Næsta gos verður er Þórðarhyrna í suð-vestan- verðum Vatnajökli gýs árið 1903. Það sumar dvelst Ás- grímur að vísu á íslandi, en eins og samgöngum var þá háttað er harla ólíklegt að hann hafi komist í námunda við gosið, en að öllum líkindum hefur allvel sést til þess af Suðurlandi. Ekki er ólíklegt að rit Mark- úsar Loftssonar frá Hjörleifs- höfða, Um jarðelda á íslandi (Rv. 1880), hafi hjálpað honum til að sjá fyrir sér slíka sýn. Segir þar meðal annars frá Kötlugosi árið 1311. Ásgrímur lét einmitt senda sér þetta rit frá Kaup- mannahöfn suður til Italíu á- samt Draugahefti, sem hann svo nefnir og eru draugasögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árna- sonar. Þeir sem lesið hafa æviminn- ingar Ásgríms minnast eflaust upphafsins og frásagnar hans af náttúruhamförum þeim er hann telur sig hafa orðið vitni að tæplega tveggja ára gamall 27. febrúar 1878, en þá urðu jarðhræringar í Krakatindi norðaustur af Heklu. Ekki skal fjölyrt um það hvað hann kann að hafa munað frá þeim við- burði, en hann segir frá því að hann var staddur úti á hlaði þegar ósköpin byrjuðu, en hann segir frá því að hann var stadd- ur úti á hlaði þegar ósköpin byrjuðu, og greip hann skelfing. Enginn er nú til frásagnar um það hversu fljótur Ásgrímur var til máls, en málþroski tengist hæfileika til að gera sér grein fyrir reynslu og skýra hana. Því er erfitt að greina á milli hvað sé minning og hvað hafi orðið til við frásagnir annarra. Mig grunar að ofsahræðsla barnsins, sem enginn var nærstaddur til að hugga, hafi geymst með Ás- ARGUS/SÍA Fyrr en varir breytíst veruleikinn í ljúfan drauiH HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.