Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 37

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 37
Varla hafa þau tvö gert ráð fyrir þeim möguleika að setjast á Alþingi saman, rúmum þrjátíu árum síðar? Jón ásamt Rannveigu Guðmunds- dóttur, bssjarfulltrúa í Kópavogi. 37 Nafnarnir, Jón Sigurðsson og Jón Baldvin endumýja gamla vináttu frá ísafirði og munu væntanlega vinna saman í þingsölum. Hér standa þeir við málverk af Gylfa Þ. Gíslasyni. Ljósmynd Gunnar V. Andrésson. ég mátti í síld á Siglufirði og Rauf- arhöfn, hjá rafveitunum fyrir austan og víðar. Við Laufey gift- umst árið 1962. Eftir að Laufey lauk stúdentsprófi starfaði hún sem kennari á Grenivík. Við sett- um eiginlega fyrst upp heimili við Fálkagötuna í Reykjavík í árs- byrjun 1964, þcgar ég kom heim frá námi. Þá voru synirnir tveir, Þorbjörn og Sigurður Þór fæddir. Seinna bættust við tvær dætur í hópinn, Anna Kristín 1965 og Rebekka fædd 1977“. Hagfræðinám og leiklist. — Hvað réð því að þú lagðir stund á hagfræði og tölfræði. Kom ekkert annað til greina? ,,/EtIi það hafi ekki veið tilvilj- un. Eg hafði áhuga á mörgu, ég var til dæmis um tíma að velta fyrir mér arkitektúr. Ég hafði alltaf gaman af að teikna og mála. Það má víst segja að leiklistin hafi líka verið áhugamál á skólaárun- um, enda þótt mér hafi aldrei dottið í hug að leggja hana fyrir mig sem atvinnu. Ég tók mikinn þátt í félagslífi í MA, bæði leik- starfi, íþróttum, einkum blaki, og blaðaútgáfu". — Segðu mér meira af leiklist- arafrekunum. ,,Það er nú varla hægt að tala um afrek í því sambandi. Upphaf- ið að þessu var þó frekar myndar- legt, því að við nokkrir ísfirskir púkar hófum okkar .Jeiklistarfer- il“ með sjálfu Þjóðleikhúsinu. Þannig var, að hópur frá leikhús- inu fór í leikför um Vestfirði með leikritið Tópas, eftir Marcel Pagnol, líklega var þetta sumarið 1953. Það vantaði nokkra stráka sem statista, við áttum að leika baldinn skólabekk, sem var ágætt hlutverk fyrir okkur. Þarna voru stórar „stjörnur" í leiklistinni, meðal annarra Haraldur Björns- son, Róbert Arnfinnsson og Sig- ríður Hagalín í hlutverkum, ef ég man rétt. Við vorum hálfsmeykir við þetta, strákarnir, Árni Búbba ég og fleiri, en allt gekk þetta þó skammlaust fyrir sig. Ég held ég muni alla ,,rulluna“, sem var forskriftin, sem bekkurinn hafði í skriftartímanum: „lllur fengur, illa forgengur". Satt að segja skildum við púkarnir þetta ekki fyrr en eftir dúk og disk. Scinna vantaði strák til að leika blaðsöludreng í Kjarnorku og kvenhylii eftir Agnar Þórðarson, en þá kom Brynjólfur Jóhannes- son til að leika í sínum garnla heimabæ. Ætli Marías Þ. Guð- niundsson hafi ekki verið Ieik- stjórinn, eða hún Sigrún Magnús- dóttir. Og svo ég haldi áfrant að stæra mig af leiklistinni, þá vor- unt við samstarfsmenn á þessu sviði. Pétur Einarsson leikari og ég á skólaárunum í MA. En mín- um leikferli lauk eins og margra annarra. sern betur fer fyrir áhorf- endur, — við stúdentsprófið". Nýlendan svolítið innhverf — Hvernig kunnirðu við Stokkhólm? „Alveg sérstaklega vel. Mér finnst hún einstaklega falleg borg. litir hennar eru skrítilega bland- aðir, jarðarlitir sem mér féllu svo vel í geð. Byggingarnar eru líka glæsilegar og landslagið, hólmar og sund, ekki síður. Stokkhólmur bauð þá eins og nú upp á fjöl- skrúðugt lista- og menningarlíf, sem stúdentar nutu góðs af eftir því sem efnin leyfðu. Fólkið er kannski svolítið seintekið, en gott fólk, Svíar. Þarna var stór Islendinganý- lenda. Þórir bróðir minn var þarna við nám. Þarna voru líka Sveinn Einarsson, síðar Þjóðleik- hússtjóri, Kristján Bersi Ólafsson, skólastjóri í Flensborg, Haraldur Ólafsson, alþingismaður, Kjartan Jóhannsson. alþingismaður og Ólafur heitinn Jónsson listgagn- rýnandi. frændi minn. í grann- bænum Uppsölum voru á þessum árum Guðmundur Magnússon, nú prófessor, Bjarni Guðnason, prófessor og Þór Magnússson. þjóðminjavörður. Kannski var nýlendan svolítið innhverf. sem hefur orðið til þess að við kynnt- umst Svíum minna fyrir bragðið". — Frá námi hefur leiðin legið til Rcykjavíkur til að kynnast inn- viðum stjórnmálanna? „Ég kom heim 1964 og það má segja að ég hafi þá þegar lent í efnahagsfarganinu, sem ég hcf starfað við í meira en 20 ár. Að vísu fór ég ásamt tjöiskyldu minni til London og var þar við nám við London School of Economics í 2 ár frá 1965-1967. Ég var svo heppinn að fá vinnu hjá Jónasi Haralz í Efnahagsstofnun. Þjóð- hagsstofnun er raunar komin af Efnahagsstofnun ,,í bcinan kvcn- legg“ segi ég, enda er hann örugg- ari en karileggurinn, eins og allir vita. Af Efnahagsstofnun tók við um þriggja ára skeið Hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar ríksins og svo Þjóðhagsstofnun 1974, en báðum vcitti ég forstöðu. Starfið fannst mér mjög skemmti- legt og ekki síst var gaman að vinna hjá Jónasi Haralz. Hann var og er afskaplega snjall ntaður, sannfærandi málflutningsmaður, og vel verki farinn". — En þú áttir eftir að hleypa heimdraganum og gerast banka- stjóri í sjálfri höfuðborg Banda- ríkjanna? „Já, árið 1980 var ég skipaður sem fulltrúi Norðurlandanna fimm í bankastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington. Þar starfaði ég í 2 1/2 ár. Það var mjög gott að vinna og búa í Ameríku. Starfið var mjög áhugavert, þarna fékk ég tækifæri til að kynnast náið efnahagslífi og vandamálum annarra þjóða, ekki síst Norður- landaþjóðanna. Reyndar hef ég tekið nokkurn þátt í norrænu samstarfi, meðal annars sem full- trúi íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans frá 1976 og formaður hennar 1984 til 1986“. Vörn fyrir sænska gengisfellingu „Það kom meðal annars í minn hlut á Washingtonárunum að þurfa að verja 12% gengisfellingu Svía í október 1982, sem var fyrsta verk ríkisstjórnar Oiofs Palme, sem þá tók við völdum. Þeir sættu mikilli gagnrýni ná- grannaþjóðanna og Evrópu- bandalagsþjóðanna, sem töldu að Svíar hefðu með þessu skapað sér bætta samkeppnisaðstöðu með ósanngjörnum hætti. Ætli Svíar hafi ekki bara verið heppnir að hafa mig, vanan mann í gcngisfell- ingum að verja sinn málstað? En þetta fór allt vel hjá Svíum og þcim vegnaði vel á eftir, enda sit- ur kratastjórnin enn að völdum. Gengisfellingar krónunnar hafa verið allt of margar síðustu ára- tugi á íslandi, en oftast óhjá- kvæmilegar, viðurkenning á stað- reyndum, fremur en sjálfstæð ákvörðun". X Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári. Þökkum viðskiptin á árínu, sem er að líða. lj rVÍGS3Í\!MK! ÍSIJVMDS tásatDáatD á ásacpaatsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.