Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 18

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 18
18 íí vestfirska TTabLADID Rut Tryggvason við störf í Húsgagnaverslun ísafjarðar. Hún er meiri íslendingur en Dani Páll Ásgeirsson ræðir við Ruth Tryggvason Árið 1871 hóf Þorsteinn Thorsteinsson rekstur brauðgerðar í húsi við Aðalstræti á ísafirði. Þar hefur verið bakað allar götur síðan og er þekktast undir nafninu Gamla- bakaríið. Eftir fráfall hans árið 1888 rak ekkja hans bakaríið til ársins 1895, en þá seldi hún það Finni Thordarsyni. Finnur rak það til 1916, en þá tók Elías Pálsson, kaup- maður við rekstrinum. 1921 seldi Elías Tryggva Jóakimssyni bakaríið. Tryggvi var um margt hinn merkasti maður og hafði ferðast víða um heiminn, áður en hann sett- ist um kyrrt á ísafirði. Hann var umboð- smaður Eimskipafélagsins og rak auk þess ýmsa umboðssölu. Áríð 1946 sigldi Aðalbjörn, sonur Tryggva, til Kaupmannahafnar til að setjast þar við nám á verslunarskóla eftir að hafa lokið stúdentsprófi á Akureyri. Örlögin höguðu því þannig, að daginn eftir að hann steig á land í Kaupmannahöfn, hitti hann unga stúlku, sem átti eftir að fylgja honum í gegn um lífið. Þetta var hún Ruth. Hún fylgdi manni sínum hingað upp árið 1950 og segir að í dag sé hún meiri íslendingur en Dani. Rut er mikill dugnaðarforkur. Hún var byrjuð að afgreiða í bakarí- inu viku eftir að hún kom til ísafjarðar, þá ótalandi á ís- lensku. Til eru þeir sem myndu segja að hún væri það enn í dag. En það fór vel á með okkur og við skildum hvort annað full- komlega. Okkur fannst við hæfi að rabba lítillega við hana um lífshlaup hennar og baráttuna í gegnum árin en þrátt fyrir áföll hefur hún Ruth aldrei gefist upp heldur eflst við hverja raun. FYRSTU SKREFIN „Ég fæddist í Haralsted, sem er á Mið-Sjálandi. Ég ólst upp í Glostrup, sem er rétt við Kaup- mannahöfn. Faðir minrt var byggingarmeistari. Þegar ég var 18 ára flutti fjölskyldan til Van- löse sem er rétt við Kaup- mannahöfn og þá fór ég í nám inni í Köben. Ég fór að læra og vinna í búsáhaldaverslun. Það voru verslanir sem seldu allt til heimilisins, glervörur, búsáhöld o.fl.o.fl. Þetta var fjögurra ára nám. Fyrsta árið fékk maður aldrei að afgreiða. Það þurfti að vita bókstaflega allt um vöruna. Síðan þurfti að læra að pakka vörunum rétt inn eftir kúnstar- innar reglum. Ég lærði í Glass og Kunsthandel í Norregade og vann þar í eitt ár að loknu námi. Síðan fór ég að vinna í verslun við Ráðhústorgið. Það var í þann tíma fínasta verslunin af þessari tegund í Kaupmanna- höfn. Það kom fyrir að drottn- ingin kom að versla við okkur. Þetta var alltsaman ægilega gaman. Þarna komu mæður með dætur sínar til þess að versla til heimilisins þegar dæt- urnar voru að byrja að búa. Við fengum ekkert mjög hátt kaup, 400 krónur á mánuði, en við fengum 2% af því sem við seld- um, þannig að það var hægt að hafa gott kaup ef maður var duglegur að selja. Mér hefur þótt það skemmti- legasta sem ég hef gert, það er að vinna í búð. Það er svo gam- an að sjá alltaf nýtt fólk Þetta þótti gott nám og öruggt að læra þetta. ÖRLÖGIN GRÍPA í TAUM- ANA Nú það var síðan 1946 að ég hitti manninn minn í Kaup- mannahöfn. Hann var þangað kominn til þess að nema í Handelskolen. Hann kom til borgarinnar 1. ágúst og 2. ágúst þá hitti hann mig. Við vorum svo saman meðan hann var að læra, en faðir hans var alltaf að biðja hann að læra eitthvað fyrir bakaríið. Hann hafði alltaf unnið í Gamla bakaríinu á sumrin milli þess sem hann var að læra í Menntaskólanum á Akureyri. Þannig að hann kunni þetta allt saman en vantaði prófið. Hann þurfti aðeins að vinna eitt ár í bakaríi í Danmörku til þess að fá sveinspróf sem bakari. Sveinsprófið tók hann 1949 frá Teknologisk Institut. Hann fór hingað heim í október 1949 en ég kom svo árið eftir í febrúar 1950. Þegar hann kom heim var Hannibal Valdimarsson að hætta sem skólastjóri við Gagnfræðaskólann og það var úr að Aðalbjörn tók við kennslu þar og kenndi dönsku. Hann vann svo alla sina starfsævi bæði í bakaríinu og í skólanum. Fór alltaf á fætur klukkan fimm á morgnana. Svo þegar hann kom heim úr skólanum þá fór hann að vinna í Húsgagnaversluninni eftir að við opnuðum hana. Þá höfðum við bara opið eftir hádegi. Ég hef alla tíð unnið eitthvað utan heimilisins. Ég var nú reyndar ekki búin að vera héma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.