Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 36

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 36
36 íí vesttirska TTABLADU Þrír bræður, Þórir, Jón og Guðmundur. gæti valdið viðskiptahalla á næsta ári. Ríkið þarf að draga úr þensl- unni, og það þarf mikla gætni í ríkisfjármálum, þannig að vel sé farið með almannafé og fólki ekki ofþyngt með sköttum". — Og þið hafið lausnirnar á reiðum höndum? ,,Við höfum tillögur til úrbóta, raunhæfar tillögur. Við viljum til dæmis fá réttlátt skattakerfi, sann- leikurinn er sá að í mörg ár hefur engin heildarstefna verið mótuð i skattamálum, bara bráðabirgða- lausnir. Þá viljum við að lífeyris- réttur allra landsmanna verði samræmdur og kornið á einum líf- eyrissjóði fyrir alla landsmenn. I lífeyriskerfinu er nú mikil mis- munun. Þarna tel ég að jafnaðar- menn eigi sérstakt verk að vinna, enda geta þeir litið til baka með nokkru stolti, þeir beittu þeir sér fyrir setningu almannatrygginga- laga fyrir hálfri öld og hafa alla tíð vakað yfir því kerfi. Þá eru það húsnæðismálin, þar tel ég að frantundan sé að skipuleggja betur húsnæðislánakerfið og bæta það, þannig að allir sitji við sama borð. Það þarf einnig að afla fjár til hús- næðiskerfisins á ábyrgan hátt. Á það skortir nú. Þá tel ég að fjár- hagslega ábyrgð og ákvörðunar- vald eigi að flytja frá ríkinu til sveitarfélaganna og heim í hérað. Hér ríkir of mikil miðstýring á ýmsum sviðum. Það sem mestu máli skiptir er framtak og starf fólksins sjálfs, en þótt áhrif stjórn- valda í lýðræðisþjóðfélagi séu og eigi að vera takmörkuð, þá er ntjög brýnt að þeim sé jafnan beitt í rétta átt og alltaf með almanna- hagsmuni fyrir augum. Þetta er orðin allt of löng pólitísk ræða. Við jafnaðarmenn viljum koma á í landinu ábyrgri stjórn í anda jafnréttis". Oddamaðurinn og miðstýringin. — Þú talar um of mikla mið- stýringu. Hefur þú ekki sjálfur verið hjuti af henni, t.d. sem fræg- ur oddamaður um árabil í fisk- verðsákvörðunum og gerð kvóta- reglna? „Jú það er rétt, ég hef sem embættismaður gegnt því hlut- verki. En það er ekki þar með sagt að mér finnist þetta fyrirkomulag skynsamlegt í alla staði. Það sem var gott og gilt fyrir 25 árum getur verið úrelt í dag. Þannig er það með ákvörðun verðs á sjávarafla og búvörum. Eg átti svolítinn hlut að því í hitteðfyrra að losað var um ákvörðun fiskverðs. Það þarf að halda áfram á þeirri braut. Sannleikurinn er sá að forsendur fyrir starfi Verðlagssráðs sjávarút- vegsins eru gjörbreyttar frá því sem var fyrir aldarfjórðungi. Rík- ið á nú að draga sig út úr ábyrgð á verði og sölu búvöru og gera ákvörðun fiskverðs frjálsari, t.d. með uppboðum á frjálsum fisk- mörkuðum. Ríkisvaldið á fyrst og fremst að beita sér að því að gæta þess að við göngum ekki svo nærri náttúruauðlindum okkar að þær gangi úr sér. Það á líka að fylgjast með að viðskiptahættir séu heil- brigðir, að samkeppni ríki í við- skiptalífinu. Ríkið á að vera vörð- ur jafnréttis og menningar í land- inu, tryggja það að lífsgæðunum sé skipt á sanngjarnari hátt en yrði í taumlausum markaðsbúskap". — En nú kvartar fólk yfir slæmum lífsskilyrðum á santa tíma og maður les fréttirnar um mikinn efnahagsbata. Hvað er að gerast? ,,Eg er ekki viss urn að tekju- skiptingin í heild hafi breyst mik- ið á síðari árum. En það er alltaf brýnt að gæta þess að ekki sé hall- að á þá, sem eru ntinni máttar. Núverandi launakerfi hefur ekki dugað vel. Það hefur hvað eftir annað brugðist. Það þarf að finna nýjar leiðir til að sentja um kaup og kjör, þannig að ákveðin sé sanngjörn skipting framleiðslu- verðmætisins á hverjum vinnu- stað án verðbólgu. Frjáls og ábyrg verkalýðsfélög munu eftir sem áður gegna afar miklu hlutverki í atvinnulífinu, áherslupunktarnir munu hinsvegar breytast". A eigin ábyrgð frá 15 ára aldri — En víkjum talinu aftur til Isafjarðar, Jón. Þú misstir for- eldra þína með fárra ára millibili ungur að árum. Hvað tók við? „Það má segja að allt upp frá því hafi ég verið upp á sjálfan mig kominn, og sama var að segja um bræður mína tvo, Guðmund, sem er ári yngri en ég, heilsugæslu- læknir á Seltjarnarnesi og Þóri, sem er tveim árurn eldri en ég og starfar sem kennari við Mennta- skólann við Sund í Reykjavík. Eg fór haustið 1956 til Akureyrar og settist þar í MA. en þar var Þórir bróðir minn fyrir, en Guðmundur var að ljúka landsprófi á ísafirði. Það rifjast upp fyrir mér hálf- kærings húsgangurað vestan. Þótt hann væri ekki til þess hugsaður, er hann svo innilegur og barnsleg- ur. Það vill svo skemmtilega til að hann nefnir mína uppeldisstaði fram undirtvítugt. Þessi þula er svona: I upphafi skapaði guð hirnin og jörð. Akureyri og ísafjörð Dimmt var yfir Djúpinu, en ljós heirna á Hafrafelli hjá mömmu. Eg tek það auðvitað fram að í minningunni er bjart yfir öllum þessum stöðum. Reyndar er sum- arbirtan við Djúp meiri en á öðrum stöðum, sem ég þekki". — Þú hefur væntanlega kynnst mörgu góðu fólki í MA? „Já, og auðvitað nefni ég fyrst konuna mína, Laufeyju Þorbjarn- ardóttur frá Grenivík. Hún var í skólanum á sama tíma og ég en tveim bekkjum á eftir mér. Við þurftum að sjá hvort af öðru löng- um stundum, þegar ég fór til Stokkhólms eftir stúdentsprófið 1960 og fór að læra þar hagfræði og tölfræði næstu 4 árin. Ég kom heim í fríununt og vann sent mest SKÍÐABÚNAÐUR TIL JÓLAGJAFA Svigskíöi frá Atomic og Dynastar: Barnaskíði verð frá kr. 3.900 til 4.230 Unglingaskíði verð frá kr. 4.140 til 10.660 Fullorðinsskíði verð frá kr. 6.090 til 19.900 Gönguskíði frá Járvinen og Karhu: Unglinga- og fullorðinsskíði verð frá kr. 3.690 til 11.560 Krakkapakki (Skíði, bindingar og stafir) verð kr. 3.130 S 747 EQUHE Keppnis kr. 8.490,00 Fyrir góða skíðamenn Milligerð kr. 5.990,00 kr. 2.595,00 S 137 JUNJflR 3 Barna kr. 2.490,00 SR 801 Keppnis, skauta kr. 5.790,00 Milligerð kr. 3.950,00 Túrista kr. 2.490,00 SR AUT0MATIC Túrista kr. 1.190,00 SX91 EQUIPE Keppnis kr. 12.950,00 SX 71 SX 71 Fyrir góða skiðamenn kr. 9.200,00 SX 51 SX 51 Milligerð kr. 6.100,00 SFORTHLAÐAN h.f. SILFURTORG11 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.