Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 41
að við sjó í
íu ár
Hjörtur Bjarnason, skipstjóri frá
_ *
Stapadal í viðtali við Pál Asgeirsson
HÖRÐ LÍFSBARÁTTA
„Ég er fæddur í Stapadal í
Arnarfirði 24. desember 1913
og ég held að ég sé þriðji í röð-
inni að neðan af fimmtán
systkinum."
— Var algengt að fólk ætti
svona mörg börn?
„Ja Kristján gamli í Stapadal
afi minn átti 20 börn. Að vísu
ekki öll með sömu konunni en
ég held að hann hafi verið orð-
inn 80 ára þegar það yngsta
fæddist.
Ég er alinn upp í Stapadal til
15 ára aldurs þegar ég fer hing-
að til ísafjarðar. Aðallifibrauð
manna í Arnarfirði á þessum
árum var sjórinn. Það þurfti
mikil til þess að brauðfæða
fimmtán börn. Þó höfðu menn
kýr til heimilisnota og kannski
rúmt hundrað kindur. Það var
hörð lífsbarátta kall minn hjá
húsmæðrunum til dæmis. Að
þurfa að gera fatnað allan úr ull
og sauðskinni og prjónlesi.“
— Kristján í Stapadal, afi þinn,
var sonur Kristjáns Guð-
mundssonar sterka á Borg í
Arnarfirði. Var hann mjög
sterkur?
„Hann var óskaplega hraust-
ur maður. Ég held að það hafi
enginn vitað hvað hann var
hraustur.
— Af hverju urðu menn svona
hraustir?
„Ætli það hafi ekki verið af
vinnunni. Svo var kraftur í
þessum mat sem þeir borðuðu.
Það vissi enginn hvað Kristján í
Stapadal afi minn var hraustur.
Ég held að hann hafi aldrei
verið að bisa við eitthvað sem
hann ekki réði við. Ég kann nú
engar sérstakar sögur af hreysti
hans en ég hef heyrt að þegar
hann var orðinn nokkuð við
aldur þá hafi hann látið tvo
hálffullorðna syni sína róa á
móti sér á annað borðið og
snúið á þá samt.“
I æviminningum Kristjáns
Kristjánssonar í Stapadal sem
eru skráðar af Páli syni hans
segir frá því að Kristján hafi
getað lyft rúmum 232 kílóum
með annarri hendi. 100 kílóum
lyfti hann með litlafingri einum.
Þar segir líka frá því er Kristján
skemmti hásetum á hákarla-
skipti sem hann var formaður á,
með því að taka upp fulla 120
potta vatnstunnu með því að
stinga tveimur fingrum í spons-
gatið.
— Geturðu lýst fyrir mér
hvernig sjósókn var háttað á
þessum tíma?
„Það var róið á vorin og
haustin. Fiskurinn var saltaður
og lagður inn hjá versluninni á
Bíldudal. Svo voru teknar vörur
út á hann. Þá sáu menn aldrei
pening. Fiskurinn var allur
verkaður heima. Báiur frá
Bíldudal sótti hann á vorin og
haustin.
— Ég held að síminn hafi kom-
ið í utanverðan Arnarfjörð í
kringum 1929, annars er ég svo
slæmur í tölum og ártölum en
vegasamband hefur aldrei
komist á við þessar slóðir nema
að nafninu til.“
REYNDI AÐ SKJÓTA
FJÖRULALLA
— Nú skilst mér að fyrr á
öldum hafi oft sést fjörulallar í
Arnarfirði. Heyrðir þú ein-
hverjar fjörulallasögur þegar þú
varst að alast upp þarna útfrá?
„Já ég heyrði margar slíkar
sögur. Ég hef nú aldrei séð neitt
svona sjálfur en Bjarni faðir
minn sá einu sinni eitthvað sem
hann taldi vera fjörulalla. Hann
sagði mér þessa sögu sjálfur.
Hann var að koma heim úr
tófulegu í myrkri um vetur. í
fjörunni rétt við Álftamýri þá sá
hann eitthvert dýr á stærð við
kind í fjörunni. Hann skaut á
það og það féll við en gat krafs-
að sig útí sjó og hvarf sjónum
hans í myrkrið. Hann reyndi að
berja upp grjót úr fjörunni með
byssunni en það tókst ekki bet-
ur til en svo að hann braut hana
úr skeftinu.“
— Og trúðu gömlu mennirnir á
þetta?
„Já þeir trúðu því að þetta
væru fjörulallar. Guðný Guð-
mundsdóttir sem bjó með afa
mínum sagði að inn á Dynjanda
þá hefði oft komið einhver
skepna úr sjónum og lagst fyrir
neðan einhvem bakka sem
þarna var. Hvað sem það hefur
nú verið þá er víst að það þorði
enginn að fara og gá að því.
En hún sagði að það hefði séð
þetta fleira fólk. En þetta hefur
nú sjálfsagt verið eitthvað
eðlilegt."
— En er ekki auðvelt að trúa á
drauga og yfirnáttúruleg fyrir-
bæri í svo hrikalegu landslagi
eins og þarna er?
„Maður trúði á drauga þá
þegar var alltaf verið að segja
manni draugasögur. Maður
þorði varla út úr húsi eftir að fór
að dimma. Og það er ekki frítt
við að það eimi eftir af því enn
þann dag í dag.“
— Nú hefur oft verið sagt að
Arnfirðingar hafi verið göldr-
óttir. Kannast þú við það?
„Jú blessaður vertu, þeir voru
rammgöldróttir þessir gömlu
kallar. Ég veit sosum ekki hvað
þeir hafa kunnað fyrir sér en
víst er að maður heyrði margar
sögur um að sendingar hefðu
gengið á milli Strandamanna og
Arnfirðinga. Menn trúðu á
þetta áður fyrr. En það hefur nú
ekki þurft mikið til. En maður
hefur nú ekki trúað á drauga
síðan maður stækkaði.“
— Hvenær fórstu fyrst á sjó?
— Maður fór fyrst á vorin
þegar maður var svona 11 — 12
ára. Það þurfti að vitja um grá-
sleppunet og slíkt. En ég fékk
ekki að fara á haustin þegar fór
að kólna. Ekki meðan ég var
svona ungur.“
— Manstu eftir fyrsta róðrinum
þínum?
„Já ég man eftir honum. Við
rerum þá með handfæri út á
svokallaða Kópaflögu. Við fór-
um að fiska steinbít á færi. Þetta
var svona tveggja og hálfs tíma
sigling frá Stapadal. Við feng-
um nú ekki mikið, ég held að
það hafi verið 250 steinbítar og
eitthvað af þorski. Ég man að
það var aðallega þorskur sem ég
dró. En ég man að mér þótti
leiðinlegt að það drógu allir
lúðu nema ég, og pabbi fékk
meira að segja tvær. Það er
samkvæmt munnmælum merki
um kvensemi að draga lúðu. Ég
hef sennilega ekki verið orðinn
nógu gamall, eða ekki nógu
náttúraður. Þetta hefur þá verið
árið 1925.“
HEF GUTLAÐ VIÐ SJÓ f
SEXTÍU ÁR
— Varstu sjóveikur?
„Nei, ég hef aldrei fundið til
sjóveiki á ævinni. Það er nú
sennilega frekar fátítt. Flestir
held ég finni fyrir sjóveiki ein-
hvern tíma þó seint sé. Kristján
bróðir minn var kominn á
fimmtugsaldur þegar hann fór
að finna til sjóveiki. Þá búinn að
vera til sjós í áratugi.“
Sendum vestfirskum sjómönnum
og fjölskyldum þeirra bestu óskir um
gleðileg jól og farsælt komandi ár
UTGERÐ HAFÞORS
HJALI.AVtGL'R 8 — 400 ÍSAKJÖRDUR
A heimili Hjartar
skipar þessi
mynd af Húna,
eftir Gylfa Ægis-
son virðingar
sess.