Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 47
47
„Nokkuð góð, með tilkomu
nýja malarvallar á Torfnesi á-
samt malarvelli á Skeiði og
grasvelli. Varðandi aðstæður
fyrir áhorfendur eru þær mjög
lélegar og gerir það alla sölu inn
á leiki mjög erfiða.“
Að lokum, ert þú ekki bjartsýnn
á að knattspyrnumál hjá okkur
komist í góðan farveg?
„Jú, þrátt fyrir erfiða fjár-
hagsstöðu vegna fyrri ára er ég
bjartsýnn á að hægt sé að reka
knattspyrnuráð áfallalaust ef
samstaða er fyrir hendi, og vel
að málum staðið,“ sagði Jens
Kristmannsson að lokum.
1 I
fM
Sigursveit ísfirðinga í fjórsundi á Bikarmóti S.S.Í. Talið frá vinstri: Pálína
Björnsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Helga Sigurðardóttir og Martha Jör-
undsdóttir.
SUND
Óli Þór Gunnlaugsson, þjálf-
ari sunddeildar Vestra
Óli, árið 1986 hefur það verið
gott ár fyrir sundið?
Óli Þór Gunnlaugsson.
„Já, vissulega, það hefur ver-
ið staðfesting á því sem við
höfum verið að byggja upp
undanfarin ár og árangur á
þessu ári er eftirtalið: Sigur á
unglingamóti K.R., fjölmenn-
asta félagsmóti hérlendis. Vest-
fjarðarmótasigur, fjölmörg ís-
landsmet og Islandsmeistara-
titlar, annað sæti aldursflokka-
móta og svo rúsínan í pylsu-
endanum, 1. sæti í bikarkeppni
1. deild“
Hverju þakkar þú þennan ár-
angur?
„Góðri ástundun og æfinga-
sókn. Vilja til að synda rétt,
borða og sofa rétt, öflugu for-
eldrastarfi, góðri félagsstjóm og
þokkalegri aðstöðu sem byggð
er upp af foreldrum og
bæjaryfirvöldum.“
Að hverju er stefnt nú í upphafi
nýs árs?
„Fyrst er áskorunarmót í
janúar þar sem ísafjörður og
Bolungarvík keppa á móti
Reykjavík og þriðja liði sem er
landsbyggð önnur en Isafjörður
— Bolungarvík."
Ingólfur Amarson.
Að lokum, hvaða ísfirskur
sundmaður hefur komið mest á
óvart á þessu ári og sýnt mestar
framfarir?
„Að mínu mati er það Ing-
ólfur Arnarson sem mest hefur
komið á óvart, hann hefur verið
vaxandi sundmaður undanfarin
2—3 ár en aldrei þó sem nú.
Mestar framfarir, þá held ég að
ég verði að nefna Pálínu
Bjömsdóttur, hún byrjaði næst-
um ósynd fyrir 3 árum og er nú
komin í landsliðið, sem dæmi af
henni var tekinn tími fyrir 3 ár-
um, 100 m skrið 1.36.00. I dag
sytndir hún á 1.01.35 — stór-
kostlegar framfarir.“
GOLF
Samúel Einarsson er for-
maður Golfklúbbs ísafjarðar.
Samúel, er draumurinn að
rætast með Tungudal?
„Já, það verður að segjast að
hann sé að rætast varðandi þá
aðstöðu sem við höfum óskað
eftir að fá í Tungudal.“
Eru framfarir í golfinu hér og
er að skapast meiri breidd,
fleira fólk sem æfir þessa íþrótt?
„Það eru merkjanlegar fram-
farir, sem skapast af betri að-
stöðu með tilfærslu golfvallar úr
SK9GGNST VNÞUt
ytt&BO&PIP
Einn liður í þeirri þjónustu Hamþiðjunnar að miðla uþþlýsingum um eiginleika
og notkun veiðarfæra, er útvegun og dreifing myndbanda.
Nú þjóðum við sjö áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði.
1. íTIUiAUNAMMKINUM
2. fíSKUN íTfZÓLU
3. HSKAP MCP PKAGNOT
4. POKSKANBT
5. TOGVElPAKfAUUP
6. ÍINUVEIPAK WPAIASKA
?. HUMAtt- OG HSKfTKOU
Nánari upplysingar veitir söludeild Hampiðjunnar.
HAMPIÐJAN
Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533
Frá verðlaunaafhendingu í Golfskálanum: Þórir Sigurðsson, Sigurður Th.
Ingvarsson, Ingi Magnfreðsson, Samúel Einarsson, Guðjón Ólafsson,
Gunnar Tryggvason og Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.
Hnífsdal í Tungudal, þar sem
Tungudalur er bæði miklu nær
byggð og gefur meiri möguleika
á betri golfvelli.“
Tungudalur er fallegt golf-
svæði, gefur það nógu stóran 9
holu völl?
„Það er satt, þetta er
draumasvæði, hvað varðar
náttúrufegurð og veðursæld,
enda hafa fjölmargir ferða-
menn lýst hrifningu sinni á
staðsetningu svæðisins. Hvað
varðar 9 holu völl, þá er ljóst að
svæðið er í minnsta lagi, en
möguleiki á stækkun teljum við
að sé fyrir hendi.“
Samúel Einarsson.
Er hugsanlegt að sameina
Golfklúbb ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur og sameinast um að
nota einn völl?
„Ég legg ekkert mikla áherslu
á að sameina þessa golfklúbba,
en vil að sjálfsögðu áframhald-
andi samvinnu við Bolvíkinga
eins og verið hefur. Ég tel
nauðsynlegt að það sé áfram
golfvöllur í Bolungarvík og það
verði öflugt starf, enda kæmi
það golfíþróttinni til góða hér á
þessu svæði.“
Að lokum Samúel, eru ísfirð-
ingar almennt orðnir áhuga-
samir um golf?
„Já það hefur mikið aukist á-
huginn á golfinu með tilkomu
golfvallar í Tungudal og viðhorf
bæjarbúa hefur breyst gagnvart
þessari skemmtilegu íþrótt sem
golfið er, enda er þetta íþrótt
fyrir alla, jafnt unga sem
gamla.“
KÖRFUBOLTI
Guðjón Þorsteinsson, þjálf-
ari og leikmaður.
Hvað er að frétta af æfingum og
keppni hjá ykkur í K.F.Í. á
þessu ári?
„Það verður að segjast að
miðað við aðstæður þá gengu
æfingar vel í jan. — apríl, þá var
æft í íþróttahúsi Bolungarvíkur,
þar voru einnig spilaðir okkar
heimaleikir í íslandsmóti 2.
deild. Hvað varðar haustið sept.
— des. erum við með æfingar
hér á ísafirði en tökum ekki þátt
í mótum í haust.“
Er hægt að æfa og keppa í
körfubolta við þær aðstæður
sem þið búið við hér á ísafirði?
„Gersamlega ómögulegt, þó
við höfum verið að reyna þetta
undanfarin ár, með ótrúlega
góðum árangri, þá eru aðstæður
hjá öðrum félögum það góðar,
að ógerlegt er fyrir okkur að
standa þeim jafnfætis.“
„Áhugi fyrir körfubolta hjá
unglingum er vissulega fyrir
hendi, en aðstaða hér á Isafirði í
dag til að iðka körfubolta er það
léleg að ekki er hægt að ætlast
að íþróttin dafni við þessar
aðstæður, þó mætti ýmislegt
gera í samstarfi við Bolvíkinga
þar sem þeir hafa upp á nokkuð
gott íþróttahús að bjóða.“
Guðjón Þorsteinsson.
„Að fenginni reynslu sem Is-
landsmeistari með K.R.-ingum,
þá tel ég að ef við fengjum hér
gott íþróttahús myndi fljótlega
nást upp hér gott körfuboltalið
og allt starf í kringum körfu-
bolta gjörbreyttist.“
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla, árs og friðar.
Þökkum viðskiptin á árinu, sem er
að líða.
Pólarvideó